Tilraunavefurinn
miðvikudagur, nóvember 26
  Hæfileikakeppnin
Hæfileikakeppni grunnskólanna á Akranesi fer fram á morgun. Það var generalprufa áðan. Allt gekk þetta nú barasta ágætlega. Ég hlakka til þess að sjá lokaútkomuna á morgun.

Samsöngur í dag.
Prófaði dúettinn með Elsu Jó. Það var mjög skemmtilegt. White Christmars.
Svo var kórinn að fá nýtt lag auk þess sem hjakkað var í gömlu lagi.

Í söngtíma í dag var ég líka að glíma við tvö ný einsöngslög. Annað þeirra er þula eftir Theodóru og Karl Ottó Runólfsson. Mjög skrítið (með einföldu af því að ég vil hafa það þannig Halldóra) lag. Hitt heitir Fylgd og er þetta gamla góða kvæði eftir Guðmund Böðvarsson en annað lag en þetta sem maður lærði í gamla daga.

Hákon og Daði
Hákon hefur fundið hamingjuna aftur. Málið var að hann var búinn að vera eitthvað tregur til að fara til Daða vinar síns í nokkra daga. Svo kom Daði um daginn og Hákon varð þetta líka litla glaður með það. Þá fór ég að pumpa hann. Hvernig stæði á því að hann vildi aldrei fara til Daða? Fyrst vildi hann ekkert segja, svo hélt hann að ef hann segði mér frá því þá yrði ég reiður. En loks kom það. Hann hafði eyðilagt eitthvert dót fyrir Kalla stóra bróður Daða og þorði ekki að fara þess vegna. Var hræddur við viðbrögð hans og skammaðist sín. Ég fór og hitti fólkið hans Daða og sagði því frá þessu. Þá kannaðist Kalli ekki einu sinni við þetta og Daði löngu búinn að gleyma þessu. Kalla var alveg sama um þetta dót, enda löngu hættur að leika sér að einhverju dóti - unglingurinn!
En þetta var þvílíkt mál fyrir Hákon og það var rosalegt skref fyrir hann að stíga að fara aftur heim til Daða eftir þessa löngu og erfiðu daga.

Perla María alltaf hress.
PM er mömmu sinni stundum erfið á daginn en sýnir föður sínum bestu hliðarnar enda er hann ekki mikið heima svona í miðri viku svo það er eins gott að vera almennileg þá sjaldan hún sér hann.!!!!

Eitthvað er nú farið að færast fjör í leikinn innan í henni Grétu en ég veit nú minnst um það. Hef eiginlega alveg farið á mis við það allt saman síðustu vikurnar. Þetta job er alveg voðalegt. Maður er bara voðalega lítið heima við yfir veturinn.

Þegar pabbi var hjá mér í hitteðfyrra að hjálpa mér við breytingar á íbúðinni var hann stundum að skamma mig fyrir að vera lítið heima. Þá var ég náttúrulega að vinna eins og vanalega en þar að auki var ég í hljómsveit sem var að spila í leikriti. Ég átti nú erfitt með að taka mark á athugasemdum hans. Fannst minni hans ekki ná ýkja langt aftur. Ég minnist þess alla vega ekki að hafa verið mikið heima með honum þegar hann var á þeim aldri sem ég er núna!

Ég verð vonandi duglegri við að skrifa næstu daga.

Kv.
Kalli
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]