Tilraunavefurinn
laugardagur, nóvember 15
  Einsöngvarinn og fitubollumórallinn
Búinn að troða upp í fyrsta skipti sem einsöngvari. Söng tvö lög á hádegistónleikum í Tónlistarskólanum á vegum menningarviku Akraneskaupstaðar. Þetta heppnaðist mjög vel, miklu betur en í söngprófinu í síðust viku. Það er auðveldara að syngja fyrir fullan sal af fólki en fyrir eina kerlingu með skrifblokk. Henni virðist nú samt hafa líkað röddin, því þrátt fyrir ótal annmarka á flutningi sumra laganna í prófinu mínu og rétt þokkalegan árangur í nótnalestri, fékk ég himinháa einkunn hjá henni. ÉG sagði söngkennaranum mínum að það væri vegna þess að ég hafi lúkkað svo vel!

Gréta er ekki alveg tilbúin að samþykkja að ég lúkki svo vel. Fyrir skömmu hengdi hún mynd af mér þar sem ég var að synda í Eystrasalti 1992 á ísskápshurðina. Hún vildi minna mig á eitthvað. Þá var ég u.þ.b. 25 kg. léttari en ég er í dag, andlitsdrættirnir voru greinilegri, það sást í rifbein og magavöðva. Ég man þá tíð.

Ég grenntist mikið fyrir 4 árum. Þá var ég ekki að kenna, heldur vann líkamlega erfitt starf í kjötvinnslu og æfði og keppti í fótbolta. Ég var bara sáttur við að grennast. Það kostaði að vísu króníska sinaskeiðabólgu vegna stöðugrar áreynslu á framhandleggina. Ég gat ekki leikið á gítar eða mandólín og vaknaði á nóttunni til að hrista náladofa úr höndunum. Auk þess bruddi ég bólgueyðandi töflur í gríð og erg til að geta klætt mig og haldið á tannburstanum. ÉG saknaði líka kennarastarfsins. Þetta var samt þess virði. Því ég var vel á mig kominn og laus við spik. S'iðan þá hef ég fitnað jafnt og þétt og það ætlar að reynast mér erfitt að koma mér af stað við að koma mér í form og grenna mig. Af hverju skyldi maður gera sér þetta?

Stundum þegar ég er að úða í mig feimeti eða sætindum hugsa ég með mér: Hvers vegna er ég að þessu? Mér finnst þetta ekki einu sinni gott!

Pavarotti er feitur, Kristinn Hallsson var feitur. Kalli er feitur.

kv,
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]