Tilraunavefurinn
þriðjudagur, janúar 6
  Buff Buffs
Í síðustu færslu minntist ég á að hafa fengið tvær Baggalútsplötur í jólagjöf. Hákon átti þessa plötu fyrir og við erum búin að hafa hana í gangi í bílnum. Plöturnar tvær sem ég fékk mér í staðinn voru BUFF með Buff og BESTU KVEÐJUR með Sprengjuhöllinni.

Ég var búinn að rekast á lag af þessari Buffplötu í spilara á Moggabloggi Hannesar trommara í Buffinu. Það er óskalisti á nýrri heimasíðu fyrir gítarspilara sem ég var duglegur að hjálpa til með gera skemmtilega vikurnar fyrir jólin. Ég kíkti oft inn á óskalistann og reddaði þeim þessum lögum sem verið var að biðja um þar. Það gerði líka fleira fólk og einhverjir eru enn að þannig að síðan er rosalega virk og alltaf fersk. Ég leitaði að þessu Bufflagi því óskað hafði verið eftir því inni á þessari síðu. Ég fann það sem sagt hjá Hannesi trommara og pikkaði upp textann, setti við það einfalda hljóma og skellti því inn á þessa síðu. Lagið var mest sótta lagið um nokkurt skeið. Þannig að þessi gjörningur hitti sannarlega í mark. Lagið er líka gott. Undir sterkum áhrifum frá Crospy, Stills og Nash og rosalega notalega útsett og vel flutt hjá Buffinu.

Ég ætla að láta flakka hérna álit mitt á þessari plötu Buffsins. Ég sit hér um nótt og reyni að fá son minn til sofa, en hann er bara vaknaður og er ekki til í að sofa þótt það sé mið nótt. Ég dunda mér við að skrifa þetta meðan hann reynir að sofna hérna í sófanum hjá mér.

Plata Buffsins er mjög vel unnin. Lögin eru skemmtileg og það er ekkert verið að hika við að stæla það sem áður hefur verið vel gert. Menn eru ekkert að skammast sín fyrir það, enda algjör óþarfi. Hér hefur áðurnefnt tríó, Crospy, Stills og Nash, haft sín áhrif. Það er líka mikið Bítl í gangi og Stuðmanna- og Spilverksáhrif. Ekki leiðist mér það. Mikið er lagt upp úr fjölradda söng og raddir eru líka notaðar eins og undirleikshljóðfæri. Þetta er allt saman mjög vel gert hjá Buffinu.

Upptökustjórinn er Stefán Örn Gunnlaugsson, píanóleikari hljómsveitarinnar. Stefán Örn á stóran þátt í gerð plötunnar. Fyrir utan að stjórna upptökunum semur Stefán bróðupart laganna og marga texta líka. Hann spilar á píanó og kassagítar og fleiri strengjahljóðfæri af mikilli smekkvísi og svo syngur hann heilmikið og það gerir hann alveg hreint virkilega vel. Hann hefur ekki mikla rödd en hún er hlý og henni er beitt af mikilli nákvæmni. Mig grunar að Stefán hafi útsett sum laganna um leið og hann vann að hljóðblöndun þeirrra og að hann hafi gefið sér gríðarmikinn tíma í það verk og sennilega tekið margar hugmyndirnar upp um leið og þeir skutu upp kollinum. Áferð plötunnar er sérstaklega vönduð. Sándið er gott, raddsetningar eru mjög flottar og söngurinn oft á tíðum alveg frábær. Svo eru þessir menn í bandinu allir virkilega færir hljóðfæraleikarar og eiga stórleik á plötunni.

Platan er ekki gallalaus. Fyrir það fyrsta er helmingurinn af textunum ekkert spes. En þeir falla alltaf vel að lögunum en þessi verri helmingur þeirra er kjánalega slappur. En hinir finnst mér vera fínir. Tvö síðustu lögin finnst mér alveg hundleiðinleg. Í síðasta laginu og í lagi sem heitir Eftirsjá, þar sem Pétur Örn syngur aðalrödd á móti Stefáni, verður vart við einhvern fátíðan slappleika í söng Péturs Arnar. Ég veit ekki hvað þetta er. Kannski bara þreyta. Allt annað á plötunni finnst mér vera framúrskarandi vel sungið hjá honum. Ég var líka var við þetta sama máttleysi hjá honum í sjónvarsþáttunum sem Jónsi stjórnaði í haust á Skjá einum. Vonandi er þetta bara eitthvað tilfallandi og allt í lagi með þennan frábæra söngvara.
Mér finnst það alls ekki galli á plötunni hversu mikil stúdíóplata hún er. En af því ég veit að Buff er frábærlega vel spilarndi hljómsveit og myndi ráða við að gera plötu sem væri tekin upp læf sakna ég svolítið læf-fílingsins. Þessi plata er alls ekki þannig. Hún er fjölrása og mikið unnin, en sem betur fer mjög vel unnin.

Ég þekki engan strákanna í Buffinu. Þeir hafa ekkert verið að spila þar sem ég hef verið að spila í gegnum tíðina. en ég hef nú vitað af sumum þeirra lengi. Pétur Örn var í Söngkeppni framhaldsskólanna þegar ég tók þátt 1991. Hann lék á flygil með Ottó og ég kannaðist við Ottó af því hann var í hljómsveit með Hnífsdælingum sem ég þekkti. Fljótlega upp úr því var hann farinn að syngja talsvert opinberlega. Inn á plötur og teiknimyndir, í söngleikjum og með hljómsveitunum Sirkus Babalú, Fjallkonunni og Bítlunum (hljómsveitin hét þetta - hún er nokkur konar undanfari Buffsins). Og af þvi ég var mikið í tónlistargrúski og spilamennsku þegar ég var í Fjölbraut á Skaganum kynntist ég krökkum sem voru að fást við tónlist uppi í Borgarnesi. Í gegnum þá vissi ég af Einari, sem nú er gítarleikari í Buffinu. Hann er Borgnesingur. Hann dvaldi víst flestum stundum inni í herbergi og æfði sig á rafmagnsgítar. Það hefur skilað sér. Æfingin skapar meistarann. Stefán Örn spilaði á píanó í einhverjum laganna á frábærri plötu Önnu Halldórs, Villtir morgnar. Það gæti hafa verið 1996. Önnu kynntist ég líka á þessu músíkstandi á Skaganum. Vinur minn stjórnaði upptökum á plötunni hennar og þau báru Stefáni Erni vel söguna.
 
Ummæli:
Mér er enn í fersku minni þegar ég stýrði upptökum á þessari plötu. Og Stefán stóð sig virkilega vel; hann var raunar þriðji píanóleikarinn sem mætti til að spila tvær píanóballöður. Hinir tveir, báðir landsþekktir hljómborðsleikarar, voru ekki að gera sig og því sendir heim. En Stefán rúllaði þessu upp.

Kv,
Orri.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]