Tilraunavefurinn
fimmtudagur, janúar 15
  Endurlit
Ég er búinn að halda úti þessari síða síðan í ágústmánuði árið 2003. Oft hugsa ég um hvað ég sé eiginlega að hugsa. Þetta sé nú ljóti óþarfinn og tímaþjófur; heimskuleg og vitagagnslaus iðja. Nú fari ég að láta þetta gott heita. Nú er ég kominn á fremsta hlunn með að hætta þessu. En varð síðunni til lífs að ég fór að fletta í gömlum færslum. Að finna dagbókarfærslu eins og þá sem hér fer á eftir fær mig til að hætta við að hætta, a.m.k. gildir sú ákvörðun eitthvað áfram.

Þetta skrifaði ég árið 2004, Hringur Karlsson kemur ekki við sögu, en hann var 6 daga gamall þegar þetta var skráð. Þetta var daginn eftir að Gréta kom með hann heim af fæðingardeildinni á Akranesi:

þriðjudagur, mars 30


Gako gamm!

Það var býsna forvitnilegt að fylgjast með frekjurófunni á heimilinu við kvöldverðarborðið. Þegar maturinn var settur á borðið hafði Hákon einhver orð um það að þessi matur þætti honum ekki góður og hann ætlaði sko ekki að borða hann. Þetta var svipuð athugasemd og sú sem hann hafði haft um matinn í gærkvöldi. Ég birsti mig aðeins við hann og reyndi að koma honum í skilning um að svona segði maður ekki. Maður smakkaði á öllu sem væri borið á borð fyrir mann, o.s.frv.

Þessi umvöndunarræða gekk bara vel og hafði góð áhrif. En þegar við vorum svo tekin til við að borða tekur Perla María upp á því að berja í borðið, ýmist með annarri hendi eða báðum, setja í brýrnar, horfa ákveðið á bróður sinn og segja: ,,Gako, gamm!" Þetta þýðir örugglega: ,, Hákon, skamm!" Þetta lét hún dynja á drengnum af og til í svona hálftíma, alls u.þ.b. 40 sinnum.

Þetta er sko virkilegur ráðskonurass, eins og það heitir hjá Ömmu Stínu.
 
Ummæli:
Skemmtilegt að rifja þetta upp, svo ótrúlega stutt síðan og auðvitað verður maður að reyna að hafa hemil á karlpeningnum, er það ekki okkar hlutverk kvennanna?

Amma Stína.
 
Hún hefur ekki langt að sækja þessa ráðskonurasstakta :)
 
Lesendur, vinir og kunningjar vilja líka örugglega margir fá meira af svona fréttum eða sögum;
en ekki bara alltaf......
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]