Upprifjun

Hér á Akureyri er svona dreifirit með auglýsingum og sjónvarpsdagskránni sem nýtur mikilla vinsælda meðal bæjarbúa. Fólk bíður spennt eftir að Dagskráin komi út á miðvikudögum til að sjá nýjustu tilboðin og hvað um er að vera vikuna á eftir útgáfu pésans. Í nýjasta tölublaðinu er Leikhúsbandið auglýst. Það eru Halli og Gói sem skemmta næstkomandi laugardagskvöld á Græna hattinum með lögin úr leikhúsinu. Þetta er víst prógram sem þeir voru með þegar þeir störfuðu báðir hérna í LA í fyrravetur.

Í auglýsingunni kemur fram að Halli og Gói séu
Haraldur Ólafsson og Guðjón Davíð Karlsson. Þetta minnti á frægt atriði frá því Halli hitaði upp fyrir okkur í Abbababb á tónleikum í FVA og Gulli Jóns var í miklu stuði og kynnti með miklum tilburðum að nú kæmi Haraldur á svið. Það vissi allur salurinn að Halli heitir Hallgrímur en ekki Haraldur. Mjög fyndið.