Ég vakna klukkan 6!
Já ekki bara ég, heldur Perla María líka. Við förum á fætur upp úr sex. Þetta er allt í lagi nema þegar ég hef verið að vinna að drolla eitthvað lengi frameftir. Þá er þetta fullsnemmt. Eins og í morgun. Og svo er starfsmananpartí í kvöld! Úff maður!
Ég skrifaði sendibréf í gær. Það var meira að egja svolítið langt. Ef þið bara vissuð hverjum ég skrifaði!
Pétur Pé varð þrítugur í fyrradag og ég sendi honum lína af því tilefni. Hann þakkaði fyrir sig og fræddi mig á því í leiðinni að hann ætti von á „krakkaskratta“ í janúar 2004. Hann kann að orða hlutina blessaður. Halli Pé eignaðist barn á dögunum. Ég man nú ekki hvort það var strákur eða stelpa. Nú myndi Gréta skamma mig og mamma líka og þær halda sennilega að ég hafi engan áhuga á þessu eða að mér þyki það ekki merkilegt að Halli Pé hafi eignast barn. Þessar konur! Ég samgleðst Halla Pé agalega mikið vegna þessa en mér þykir allt í lagi þótt ég muni ekki hvort það hafi verið strákur eða stelpa. Ég á eftir að komast að því og muna það alla þangað til Alzeimer fer að segja til sín! Æskuvinir mínir eru orðnir og eru að verða fjölskyldumenn! Flott hjá þeim!
K.