Á Selfossi
2X hef ég skrifað langar dagbókarfærslur og týnt þeim um leið og ég hef ætlað að pósta þær. Ég kann ekki mikið á þetta blessaða net. Vona bara að þetta skili sér.
Nú er fjölskyldan á Selfossi. Höfum verið á Flúðum frá því á föstudag, legið í heitum pott og rúntað aðeins um uppsveitir Árnessýslu. Sáum Gullfoss í gær, Fórum í Aratungu í fyrradag, höfum litið á Brautarholt á Skeiðunum og Árnes. Þá kíktum við líka í dag í Holtin.
Ég hef aldrei áður séð eins mikið af nýfriðaða fuglinum. Þetta er hér út um allt. Fallegir fuglar rjúpurnar.
Nú á að narta í eitthvað hjá Þóru og halda svo heim.
Góðar stundir.