Bensi
Bensi og Anna litu við hjá okkur í kvöld og borðuðu með okkur ofnbakaðan fisk. Hákon er alltaf jafnhrifinn af frænda sínum enda kemur þeim vel saman. Mér virtist Perla María ekkert síður vera hrifin. Hún kubbaði með Bensa, sat í fanginu á honum og lét vel að honum. Og svo fékk ég að keyra jeppann...liggaliggalái!
Gréta var að vinna í allan dag. Ég var heima með krakkana. Ég fíla þetta vel.
Blessíbili.