9,5
Jæja, búinn með tónfræði 2. Ég fékk 9,5 á prófinu og 9,9 í prófinu í 1. stiginu. Ég er ekki alveg nógu sáttur við mig í tónfræði 2. Mig langaði að fá 10 í báðum prófunum. En mér hefði þótt þetta gott í hvað fagi sem var í menntó! Nú er söngprófið eftir. Ég er núna að vinna í að læra textana í frímínútum og á meðan ég svæfi krakkana og á slíkum stundum.
Nú á Gréta að koma með eitthvað með kaffinu á morgun hjá þeim á Hnúki (það er deildin hennar á leikskólanum, sú sem er hér í skólanum mínum) Þær sem þar starfa drekka kaffið sitt með fólkinu á miðstiginu hjá okkur. Það held ég sé fyrirtaksfélagsskapur. Gréta gerði brauðrétt í rjóma-ostasósu. Örugglega góður réttur hjá henni. Ég keypti inn fyrir hana í dag og leist bara vel á hráefnin!!! Mmmmmm!
Við Hákon gerðum tilraun í kvöld. Hann tók að láni á bókasafninu einhverja eðlisfræðibók barnanna. Þar eru svona einfaldar tilraunir með massa og slíkt. Þetta er ekki alveg mitt svið en strákurinn var alveg voðalega sáttur við þetta allt saman.
Ég fór snemma heim í dag. Um hálf fimmleytið hringdi ég heim og þá var Halldóra systir þar með allt sitt lið svo ég dreif mig heim til að sjá nú framan í þau. Ég var rétt kominn inn úr dyrunum þegar þau voru farin til Reykjavíkur. Mjög gaman. Andrea náði samt að öskra svolítið fyrir frænda sinn. Þau ætla svo að koma til okkar aftur um helgina og steikja hjá okkur gæs sem örvar skaut í haust og gefa okkur að smakka með sér. Ég hlakka til þess, ekki bara að éta - líka að hitta þau. Mér skilst að Atli bróðir ætli lika að koma svo það lítur allt út fyrir þrengsli.
Í dag mæli ég með bloggi Ofur-Gunnu, www.selurinn.blogspot.com. Gunna Dóra er bróðurdóttir mömmu og hún er við nám í Ungverjalandi. Hún gefur sér þó tíma til að blogga og er bara fyndin á köflum. Hress týpa og klár stelpa þessi fjöruga frænka mín af Nesinu. Ég mæli líka með reglulegum heimsóknum á www.mugison.com
Kv.
Kalli (í næturvinnu)