Svefn
Nú sefur Perla María allar nætur. Þvílíkur munur!
Við erum flutt niður á neðri hæðina. Sofum öll niðri, systkinin sofa saman í herbergi og við Gréta í stofunni. Uppi hefur Gréta sitt málningardót og svo höfum við sjónvarpið uppi og sófann. Þetta fyrirkomulag finnst mér koma vel út. Ég er bara sáttur og hlakka til að gera sjónvarpsherbergið fínt. Það verður bráðum!?
Þetta feðraorlof er frábært. Við PM höfum verið mikið saman og að auki hefur mér áskotnast tími til að sinna tónfræðinni og söngnáminu. Ég ætla í stigspróf eftir hálfan mánuð og á morgun ætla ég að taka áfangapróf í tónfræði og sennilega annað í næstu viku.
Gréta hefur aðeins getað málað en hefði líklega viljað gera meria af því.
Við fórum í sónar á mánudaginn. Allt virðist í góðu lagi og líklegur fæðingardagur er 13. mars. Áður hafði verið áætlað að barnið fæddist 24. mars. Mars verður það alla vega.
Bæ