Spilakvöld
Laugardagskvöldið verður haldið við borðstofuborðið í Bræðraborg árlegt spilakvöld. Þá spila við okkur Grétu gamlir félagar úr Skaftahlíðinni. Bensi, Jón Páll, og Bjöggi. Þeim fylgja svo konur. Auk þeirra verða þetta árið frænka mín, Anna Svandís, og hennar gæi, Atli Freyr. Þetta verður spennandi. Aðallega verður gaman að sjá hvernig nýir spilafélagar komast frá kvöldinu, en bæði Bensi og Bjöggi hafa fengið nýjan liðsmann!
;) Svo verður gaman að sjá hvernig það leysist að koma 10 manns að við borðið.
Jón Páll og Sif taka dóttur sína með sér, hún er 6 ára, svo Hákon hefur félagsskap.
Ég er að reyna að verða mér úti um
Fimbulfamb. Ef það tekst ekki verður
Gettu betur fyrir valinu. Við spiluðum Gettu betur um daginn. Þá var mjög gaman. Þá komu Bensi og Anna, Hjödda og Philippe og Jóhanna.