Tannréttingar
Frá því ég var 6 ára, þangað til ég var um tvítugt, var ég í tannréttingum hjá sérfræðingi í Reykjavík. Bitið var lagað. Til þess þurfti ég að hafa allskyns dót í munninum meira og minna alla mína bernsku, það þurfti að draga úr mér 4 fullorðinstennur og á tímabili svaf ég meira að segja með múl, eins og ég væri útreiðahross. Síðan ég slapp úr þessu hafa tennurnar í neðri gómi verið að skekkjast svo mikið að ein þeirra er farin að höggva skarð í framtennurnar í efri gómi. Ég er ekki alveg sáttur við þetta.
Hvað finnst ykkur?
Ætti ég að íhuga lögsókn á hendur tannréttingasérfræðingnum sem tókst ekki betur til að bæta útlit mitt en svo að í staðinn fyrir netta og
krúttilega skúffu hef ég risa-skarð á áberandi stað í settinu?
Ég vona að börnin mín sleppi við það að fara í tannréttingar.