Snjór
Ég fór út að sópa pallinn og tröppurnar í morgun. Það hafði skafið svolítið. Perla María kom með mér út á pall. Hún var svo vel klædd að hún gat sig varla hreyft. Samt sem áður hafði hún verulega gaman af útiverunni og æltaði alveg vitlaus að vera þegar mér var orðið kalt og tók hana með mér inn. Hákon klæddi sig í kuldagallann og brunaði til Daða. Þeir hljóta að vera úti í dag.