Að hressast
Já við feðginin erum að hressast. Perla María af veikindunum sem voru að hrjá hana (og hér hefur ekkert verið ritað um) og ég af eftirköstum afmælisveislu sem ég fór í. „Eins og afmæli séu einhverjir mislingar“ sagði Palli á Pallaplötunni hans Gísla Rúnars. J'u þannig getur þetta orðið!
Þegar við fórum með Perlu Maríu til læknis vegna þess að hún svaf lítið og illa kom í ljós að hún hafði einhvern skít í hálskirtlunum. Við þessu fékk hún sýklalyf. Svo gerðist það 3 dögum síðar að hún hleypur öll upp´i flekkjum og þrútnar á höndum, fótum og andliti. Þetta þýddi tvær læknisheimsóknir en enginn var nú samt batinn. Í þriðju tilraun er kallaður til reyndur og fær heiilislæknir sem leggur mat á stöðuna og setur hana á rétt lyf. Þau lyf tók hún ekki nema í tvo daga, því hún varð strax betri af þeim.
Á meðan á þessu öllu stóð hafði mamma svo þungar áhyggjur af stelpunni vegna þess að læknaneminn sem var að skoða PM var ráðþrota. Hún hafði því sambandi við gamlan vinufélaga og vin sem er læknir á Hofsósi og fékk álit frá honum. Sjálfur hringdi ég í gamaln vin sem er læknir í sérnámi í Svíþjóð, Pétur Pé. Ég hafði talað við hann á aðfangadag jóla, eins og undanfarin ár. En nú hringdi ég aftur í hann til að biðja hann um skýringar á heilsuleysi dótturinnar. Pétur hafði svör á reiðum höndum og gat skýrt þetta allt út fyrir mér og sagt mér í leiðinni að hálsbólgan hafði verið meðhöndluð með lyfjum sem kölluðu fram þessi ofnæmisviðbrögð. Að þau hefðu sem sagt orðið vegna athugunarleysis læknisins sem setti hana á sýklalyfin! Reyndar getur vel verið að PM sé með ofnæmi fyrir einhverjum efnum í þessu tiltekna sýklalyfi. Það þarf að kanna það.
En hvað skyldi hafa valdið óþæægindum mínum eftir þetta afmælisboð????? Úff! því er erfitt að svara.
Hákon er svo spenntur þessa dagana vegna þess að í gær vissi hann að frændi hans og leikfélagi sl. sumar fyrir vestan, myndi flytja á Skagann. Við erum búnir að finna út hvar hann ætlar að búa og sennilega eru þeir búnir að hittast þegar þessi orð eru skrifuð.