Bíll og nafn
Toyotan hefur reynst vel. Bilar ekki og það er gott að keyra hana. Hún er samt þrengri en ég kysi þegar ég hugsa til þess að innan skamms verður 5 manna fjölskylda á ferðalagi. Okkur langar að fá okkur stærri bíl. Ég ræddi þetta við Atla bróður minn í morgun. Hann gat sagt mér hvar ég ætti að leita. Hafa lesendur einhverjar tillögur um bíl með rúmgóðu aftursæti og skotti? Ábendingar eru vel þegnar í gestabókina. Í leiðinni má koma með tillögur að nafni á væntanlegan fjölskyldumeðlim...... svona til gamans. Við erum byrjuð að velta því fyrir okkur.