Magnús Óskar kominn í leitirnar
Samkennari minn var veikur í dag. Ég fór því heim í hádeginu, því við ætluðum að funda klukkan eitt. Hitti Hákon á skólalóðinni. Hann var þá að leika við Magnús Óskar og bara í góðu stuði. Skömmu síðar voru þeir mættir heima og farnir að leika sér. Magnús á heima mjög nálægt okkur, en til að ganga heim til hans þarf að fara yfir aðalumferðargötu bæjarins, Kirkjubraut.
Ég er að byrja með gítarnámskeið fyrir byrjendur. Það er liður í frístundavali í unglingadeildinni. ég hef haldið tvö svona námskeið hérna áður með mjög góðum árangri. Ég ætti kannski að gera meira af því að kenna á gítar? Svo byrjar Tónlistarskólinn á morgun. Það er gott!
Ágúst er læknir á Hvammstanga en ekki á Hofsósi, eins og ég sagði áður. En Pétur er í Svíþjóð. Ferlega flinkur!