Ís á Skorradalsvatni
Það var smá snjóföl yfir öllu í gær. Við klæddum okkur öll upp í skíðagallana og brunuðum af stað; stefnan var sett á snæviþaktar brekkur Akrafjalls. Þegar þangað var komið var þar ekki nokkurn snjó að finna. Gil og lækir voru meira að segja gul og græn og grá, en ekki hvít.
Við tókum þvi ákvörðun um að líta inn í Svínadal og leita að snjó þar. Þar var ástandið eins og í AKrafjalli. Við yfir Dragann og í SKorradal. Þar var heldur enginn snjór. En vatnið var lagt svo við fórum með sleðann út á ísinn og lékum okkur þar svolitla stund. Þaðan var ekið í Reykholtsdal og svo að Varmalandi og niður þjóðveginn í Norðurárdal og í Borgarnes þar sem Gréta bauð upp á franskar og ís!