Mamma stendur sig!
Já mamma stendur sig. Sendi tillögur á gestabókina um nafngift handa ófæddu barni okkar Grétu. Mér líst mjög vel á þessar tillögur. Þessi nöfn hafa öll komið til tals... eins og einhver 90 önnur reyndar! Þetta er skemmtilegt viðfangsefni; að velja nöfn á börnin sín.
Ég bið fleiri sem kynnu að rata inn á síðuna að taka þátt í nafnaráðgjöfinni.
Áfram svo!