Strákar í heimsókn
Hákon fór til Magnúsar Óskars frænda síns í morgun. Þeir komu svo hinar heim seinnipartinn og léku sér saman. Þá var mikið fjör á þeim og þeim kom vel saman. Svo kom Ívar bekkjarbróðir þeirra. Það var aðeins of mikið. Það kemur oft fyrir þegar strákarnir, Hákon og vinir hans, að þegar þeir eru orðnir fleiri saman verður erfiðara andrúmsloft og þeir höndla það ekki alltaf.
Við Perla María fórum í göngutúr í morgun. Hún vildi vera lengur úti en ég, en ég ræð! Svo skruppum við í Skagaver áðan og keyptum deig í svona grænmetispæ sem Gréta er að elda núna.
Ég er búinn að vera við tölvuna svolítið í dag. Hef verið að klippa kvikmynd sem staðið hefur til að gera lengi. Þar sem græjurnar eru komnar alla leið heim til mín, get ég ekki látið reka á reiðanum öllu lengur. Þetta er mjög gaman.
Meira seinna,
Kalli