Tilraunavefurinn
miðvikudagur, apríl 30
  Hver er Víkarinn?
Ég var að koma heim frá því að spila fyrir hóp fólks úr Reykjavík sem brá sér í starfsmannaferð hingað á Suðurlandið. Ég kannaðist ekki við neinn úr hópnum. Það er nú ekki oft sem það kemur fyrir. En viti menn, kemur þá ekki annar svona starfsmannahópur í salinn og þar kannaðist ég við tvo karla og annar þeirra er Bolvíkingur.

Fyrsta vísbending snýr að því hver mín fyrstu kynni voru af honum. Þá var hann ein af fyrirmyndum okkar litlu strákanna sem stunduðum fótbolta í Víkinni. Hann var hafsent í liði UMFB. Og hann hafði eitt ákveðið hlutverk í liðinu sem miklu seinna kom í minn hlut (þá sjaldan ég fékk að spila!). Það sést aðeins í hann á einni myndinni sem birtist á forsíðu vefsíðunnar Víkari.is. Hann kemur oft vestur.

Hver er Víkarinn?
 
  BassaLeikarar snúa bökum saman

Hvað er Pálmi að væla yfir þessu meirihlutadrama! Nú hefur hann loksins ástæðu til að flytja heim. Kannski fer að losna staða bassaleikara í aðalhljómsveit bæjarins. Ekki leysir Elías Jónatans Grím Atlason af hólmi á þeim vettvangi. En Pálmi er hins vegar þrautreyndur bassaleikari. Þeir ættu að bjóða honum stöðuna Lýður og Hrólli og þeir.
 
þriðjudagur, apríl 29
  Ættir og popp
Ég lét loksins verða af því að horfa á viðtalið sem Kastljós átti við Grím bæjarstjóra og Láru Ómarsdóttur. Þar sagðist Lára eiga fjölskyldutengsl inn í alla listana í bæjarstjórn Bolungavíkur. Ég veit að Lára þessi er systurdóttir Gunnu Jó en varla tengir það hana við alla listana í bæjarstjórn. Hún hlýtur að vera að tala um einhver önnur tengsl. Nú verður einhver ættfræðingurinn að upplýsa mig.

Eftir þessu viðtali í Kastljósi kom annað viðtal við gamla unglingastjörnu úr nýbylgjupoppinu. Sá er núna fatahönnuður og heitir Gunnar Hilmarsson. Man einhver í hvaða bandi hann var og á hvaða hljóðfæri hann spilaði? Ég hélt mig muna það, fannst endilega að hann hefði verið bassaleikari í Rauðum flötum, en þegar ég gúgglaði Rauða fleti gat ég ekki tengt þennan Gunnar við það annars ágæta poppband. Hvaða band var þetta sem hann var í?
 
  Enn af þessu....
Ætli maður skelli sér ekki bara á námskeið hjá Eddu?
Stutt að fara og svona. Og kannski fengi maður afslátt.
 
  Popppunktur Kalla

Annar leikur. Nú er það mynd sem ég sá á Netinu. Ég get ekki gefið upp hvar hún birtist fyrr en eftir að rétta svarið er komið. Spurt er: Hvaða hljómsveit er á myndinni og hvaða ár er hún tekin?
 
mánudagur, apríl 28
  Popppunktur Kalla
Mig langar að setja í gang leik.
Sjáum til hvort þetta verður ekki bara létt.

Ég spyr um íslenskt dægurlag. Sannkallaðan smell.
Það er virkilega vel heppnað popplag. Það er grípandi, einfalt og textinn er sniðugur og einhvern veginn þannig að fólk á öllum aldri man hann, eða alla vega glefsur úr honum. Viðlagið syngur fólk ósjálfrátt með. Það er svo grípandi. Annað lag frá sömu hljómsveit varð vinsælt á svipuðum tíma. Það lag hef ég aldrei fattað.

En aftur að vinæla dægurlaginu sem ég spyr um hér. Fjórir hljómar eru endurteknir í sömu röð allt lagið. Lagið hefur tvo kafla, A-kafla og B-kafla og hálfgert millistef að auki. Þótt laglínan breytist aðeins er hljómagangurinn alltaf eins. Fyrsti hljómurinn í hringnum er moll hljómur, hinir þrír eru dúr hljómar.

Ég held að lagið sé samið af landsbyggðarmanni. Hann hefur sent frá sér sólóplötu en lagið kom samt út á plötu hljómsveitar sem hann var í. Löngu síðar kom það aftur út á plötu annarrar hljómsveitar. Þá var útsetningin örlítið frábrugðin en sami trommuleikarinn lék á trommurnar í báðum útgáfunum, enda meðlimur í báðum sveitunum.

Hver er hann þessi smellur?
 
sunnudagur, apríl 27
  9. marz 1858
9. marz 1858 skrifar Jón Guðmundsson, ritstjóri Þjóðólfs, nafna sínum Sigurðssyni eitt bréf af mörgum frá Reykjavík til Kaupmannahafnar. Í því bréfi segir hann frá 6 manna drukknun í Bolungavík. Og ef rétt er eftir honum haft í bréfasafninu sem ég er að lesa hefur hann ritað Bolungarvík - með erri. Það þykir mér merkilegt miðað við að bréfið er ritað 1858. Ég sem hélt að menn hefðu ekki byrjað á þeim ósið fyrr en miklu síðar.
 
  Bannað að elska í Djúpinu
Ragna Manga Ragg situr í nýja meirihlutannum í bæjarstórninni í Bolungavík. Hún er bloggari en fjallar eðlilega ekkert um meirihlutaskiptin. Í dag fjallar hún aftur á móti um pabba sinn, Manga Ragg, sem á 85 ára afmæli. Hann er jafnaldri og skólabróðir Gunnu Jóns, ömmu minnar. Hún varð 85 ára fyrr í þessum mánuði. Í færslunni hennar Rögnu er skemmtileg lítil saga um forboðna ást og örlög. Svo var Ragna að fá styrk til að færa í leikrit sögu þeirra fjölskyldna sem bjuggu í húsinu þar sem hún hefur komið á fót veitingarekstri. Það eru merkilegar sögur við hvert fótmál.
 
  Fleiri tjá sig um aðalmálið í Víkinni
Lýður læknir skrifar tvo pistla: Hesteyri framtíðarinnar og Bless Grímur Atlason.
Katrín Gunnarsdóttir skrifar líka um meirihlutaslitin. Hennar pistill heitir A-listi afls til áhrifa.
Bæjarstjórinn skrifar líka um málið í færslu sem hann nefnir Að leita eftir skýringum.
 
laugardagur, apríl 26
  Enn af bolvískri pólitík
Það eru fleiri að fjalla um pólitíkina í Bolungavík en ég. Sjáið hvað fyrrum íbúi Bolungavíkur, ritfærasti blaðamaður á Íslandi, Hlynur Þór Magnússon, skrifar á bloggsíðu sína í pistli sem hann kallar Að ríða traustum hesti í pólitík. Þess skal getið að Hlynur Þór er yfirlýstur Sjálfstæðismaður. Í stuttri málsgrein skammar hann oddvita allra listanna.

Svona skil ég orð hans: Sossa hefði átt að mynda meirihluta með Elíasi eftir síðustu kosningar, Elías hefði átt að mynda meirihluta með Sossu nú. Anna er jafnstygg nú og hún var þá.
 
miðvikudagur, apríl 23
  Um bolvíska pólitík
Meiri ógæfan sem meirihluti bæjarstjórnar Bolungavíkur er búinn að koma sér í. Leiðinlegt að svona þurfi að fara. En annars skilst mér á því bæjarstjórnarfólki sem ég þekki að það sé nú afar sjaldan sem komi til alvarlegs ágreinings milli meirihluta og minnihluta. Menn hafa lengi borið gæfu til að leysa málin í sameiningu. En þetta er nú allt saman vænsta fólk og hvernig sem meirihlutinn verður óska ég honum velfarnaðar. Nú eru loksins að skapast tækifæri í Bolungavík til að bæjarfélagið dafni á ný. Það má ekki klúðra þeim með argaþrasi. Ég held að menn ættu að hugsa sig vel um áður en þeir ákveða að sparka þeim sem situr í bæjarstjórastólnum. Mér hefur fundist hann koma vel fram í fjölmiðlunum og vera öflugur talsmaður Bolvíkinga og Vestfirðinga allra.
 
  Á að vera falskt - FRAMHALD
Stundum líður manni hálfkjánalega í þögninni. Og þegar Bjóla sat fyrir framan mig og þagði fór ég að spyrja hann út í það hver hefði leikið mandólínpartana á Sturlu, plötu Spilverksins. Hann minntist þess ekki að mandólín hefði nokkru sinni verið notað af Spilverkinu. Því ætlaði ég ekki að kyngja. Ég hafði hlustað og hlustað og hlustað á þessa plötu. Mér fannst að ég ætti að kannast við þetta. En Orri, sem er líka mikilll Spilverksaðdáandi og saman höfðum við pælt mikið í þessari músík þeirra Spilverksfólks, treysti orðum meistarans. Treysti þvi að minni Bjólunnar væri gott, þótt hann hefði átt að gera sér ljóst að sumar minningar lægju líkast til einhverstaðar í bláum skugga. Ég fór heim þarna um kvöldið og hlustaði á Sturlu. Það var ekki um að villast. Í lögunum Arinbjarnarson, Hæ, hó og gott ef það var ekki lika í Söngur dýranna í Straumsvík var leikið á mandólín. Daginn eftir hittumst við Orri heima hjá mér í Nóatúni og þá var hann búinn að finna leið til að leika eitthvern þessara parta á kassagítar, lengst uppi á hálsinum. Þar með fannst honum vera komin sönnun þess að Bjóla myndi þetta rétt, ekkert mandólín hefði verið notað af Spilverkinu. En þetta gítarglamur hljómaði ekki eins og mandólín, jafnvel þótt það væri vel leikið og kæmist nærri því. Ég heyrði svo Valgeir segja frá því seinna í útvarpsviðtali að hann hefði fyrir rælni gripið eitthvert mandólín sem lá úti í horni í Hljóðrita og fiktað í því þangað til þessir partar voru komnir. Ég vissi það!
 
þriðjudagur, apríl 22
  Á að vera falskt

Við síðustu færslu skrifar Orri í athugasemdadálki: „Á að vera falskt".
Sú athugasemd þarfnast útskýringa.
Þannig var að á annarri sólóplötu Orra, Stóra draumnum, sem kom út haustið 1995, er lag þar sem Orri leikur stef á mandólínið mitt. Þegar hann fór svo að fylgja útgáfu plötunnar eftir með fáeinum tónleikum vildi hann einbeita sér að söngnum og kassagítarleiknum, þannig að þeir partar sem hann hafði leikið á önnur hljóðfæri í hljóðverinu og honum fannst lögin ekki getað verið án í lifandi flutningi voru leikin af mér og Önnu Halldórs. Ég lék á mandólín og munnhörpu, Anna á píano og flautu og bæði sungum við bakraddir. Þetta var mjög skemmtilegt. Þeir voru svo líka hljómsveitinni Friðrik og Ingi úr Spoon og Eddi Lár.

Fyrir útgáfutónleikana í Þjóðleikhúskjallaranum var ég baksviðs að stilla mandólínið og var rétt að ljúka við þegar maður sest á móti mér. Þarna var kominn upptökumaður plötunnar, Sigurður Bjóla. Frá því ég fór að hlusta á tónlist hefur Bjóla verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Lagasmíðarnar, söngurinn og trommuleikurinn. Þetta er allt í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Og þarna var hann mættur og ég segi svona um leið og ég slæ hljóm til að kanna hvort hljóðfærið stemmi: „Er þetta ekki bara komið?" Þá var það sem hann sagði: „Þetta á að vera falskt". Svo sagði hann ekkert meir. Þar ríkti þögnin ein.
 
mánudagur, apríl 21
  Mandolin Symposium
Jæja, þá er orðið tímabært að opinbera hér að ég hef skráð mig á sumarnámskeið. Í þetta skipti ætla ég til útlanda á námskeið og ég ætla að læra tónlist. Ég geri mér vonir um að það muni nýtast mér bæði í tónlistarstarfinu og kennarastarfinu. Námskeiðið heitir Mandolin Symposium og það fer fram vestur í Kaliforniu. Ég er búinn að ganga frá skráningunni og panta flugfarið og er að vinna í því að fá styrki til fararinnar.

Hér er síða stofnunarinnar sem heldur námskeiðið: www.mandolinasymposium.com.
Hér eru svo nokkrar myndir frá námskeiði stofnunarinnar 2006, sem haldið var á sama stað og námskeiðið nú í sumar.
Þessi maður heitir Andy Statman. Hann er bæði mandólínleikari og klarinettuleikari. Heimsfrægur tónlistarmaður sem leikur klezmertónlist, bluegrass og fleira. Virkilega góður spilari. Hann verður kennari á námskeiðinu í sumar.

Á þessari mynd sést í David Grisman. David Grisman er goðsögn í augum allra sem leika á mandólin. Hann spilar alla vega músík, en mér skilst að hans bakgrunnur sé í bluegrassinu. Hann hefur á síðustu árum gert plötur með Andy Statman og hann gerði líka plötur með Jerry Garcia. Var sá náungi ekki gítarleikari í Greatful Death? Grisman er svo virtur í þessum tónlistargeira að hann að sérstakt afbrigði tónlistar er kennt við hann og kallað DAWG. David Grisman er einn aðalkennaranna á námskeiðinu. Hann er sá , svarta stutterma bolnum með síða gráa hárið og skeggið.

 
sunnudagur, apríl 20
  Horft
Í aprílmánuði hef ég verið áskrifandi af íþróttarásinni í sjónvarpinu sem einu sinni hét Sýn. Og annað slagið hef ég gefið mér tíma til að fyrlgjast með leikjum sem þar eru sýndir. Úrslitakeppnin í körfunni hefur verið frábær, góðir leikir í meistaradeildinni og fín dagskrá. En þetta er rándýrt og á þeim forsendum ætla ég ekki að halda áfram að horfa á þetta. En í gær horfði ég að fyrri hálfleikinn hjá Barcelona. Eiður Smári lék sérstaklega vel. Að mínu mati var hann næstbesti maður vallarins og liðið lék reglulega fínan bolta og komst í færi. Svo var hann bara tekinn út af í hálfleik. Þá nennti ég ekki lengur að horfa. Sveimérþá.
 
 
Í gærkvöldi hitti ég nokkra Skagamenn. Ég var að spila og syngja fyrir starfsmannahópa úr þremur fyrirtækjum sem voru allir að skemmta sér á sama stað. Í einum þessara hópa voru andlit sem ég þekkti. En ég get því miður ekki farið í leikinn Hver er Skagamaðurinn? fyrir Skagamennina sem lesa þessa síðu því ég þekki eiginlega ekki meira af þessu fólki en andlitið og einstaka nöfn. Já það var nýlunda í þessari síðustu lotu þar sem ég hef verið að skemmta með söng og hljóðfæraleik að ég var beðinn um að leika lög eftir sjálfan mig og það sem meira var, fólk tók undir í söngnum.

Krakkarnir voru að koma heim úr bíói. Þau fóru að sjá fílamynd í Selfossbíói. Ég skrapp á meðan og söng í fermingarmessu. Svona gengur lífið fyrir sig í sveitinni.
 
miðvikudagur, apríl 16
  Af fangelsi í sundlauginni og sitjandi engli

Við fórum nokkrum sinnum í sund um daginn, ég og yngri sonur minn, Hringur. Hann er nýorðinn fjögurra ára. Hringur hefur verið eyrnaveikur þannig að hann hefur ekki stundað sundlaugarnar að ráði. Þó það væri sjálfsagt í lagi, þá hafa sundferðir hans mest snúist um öskur og gól, grátur og ofsavatnshræðslu. Nú er hann aftur að koma til. Sundferðirnar í síðustu viku gengu reglulega vel. Og eftir að hann hafði sjálfur sett þá athöfn að fara í sturtu í svolítinn ævintýraljóma var það orðið mjög spennandi að láta vatnið buna yfir höfuð sér. Hann sagðist vera í fangelsi í sturtunni. Hann átti auðvelt með að sjá fyrir sér fangelsisrimla þegar hann horfði út úr steypibaðinu. Reyndar segir Hringur ekki fangelsi heldur FNJANGELSI. Það er töff.

Þegar maður fer í sund í hér í Reykholtslaug seinni part dags í miðri viku um hávetur er ekki margt fólk að þvælast fyrir manni. Stundum er maður bara aleinn. Þegar við Hringur sátum í heita pottinum einn daginn og nutum kyrrðarinnar og hann lét sig fljóta milla bakkanna á handkútum sagðist hann sitja eins og engill. Honum fannst hann sitja í lausu lofti og það var að sitja eins og engill.
 
þriðjudagur, apríl 15
  Hver er Víkarinn? (2. vísbending)
Þessi stelpa er Grunnvíkingur í móðurætt og einhvers staðar renna ættir okkar saman í gegnum langa-langömmu mína, Ketilríði Jóhannesdóttur. Ég hef einum þrisvar sinnum, minnir mig, leikið í hljómsveit á dansleik með föður hennar.
 
mánudagur, apríl 14
  Hver er Víkarinn?
Á bar í miðbæ Reykjavíkur kemur til mín ung kona og heilsar mér. Hún er hress og kát. Er þarna að skemmta sér með skólasystkinum sínum. Ég held hún sé við nám í tveimur skólum í Reykjavík. Þessi kona er fyrrverandi nemandi minn úr Grunnskóla Bolungavíkur. Ég held að hún hafi áður verið Víkarinn sem spurt er um hér. Það var fyrir um það bil einu ári síðan. En þá var hún að afgreiða brauð og kökur í bakaríi í austurhluta höfuðborgarinnar. Hver er Víkarinn?
 
sunnudagur, apríl 13
  Málfar
Ég lít annað slagið á vefsíðuna www.fotbolti.net, sem flytur fréttir af fótbolta . Þar hafa þessir menn skrifað eftirfarandi innlegg í umræðuna um íþróttina. Mér þykir málfarið athyglisvert.

Erling Ævarr Gunnarsson skrifaði 2
sunnudagur 13.apríl 2008 - 10:53

Þessi maður er svo þvílíkur nagli maður fokk

Gunnar Birgisson skrifaði 4
sunnudagur 13.apríl 2008 - 17:20

nice myndir !!!!!!!! fkn saur
 
  Ekki er öll vitleysan...
Ég fór út á lífið í Reykjavík í nótt og var þar fram á morgun. Ekki get ég nú sagt að næturlíf höfðuborgarinnar hafi heillað mig. En ég var í góðum félagsskap og þá er nú sama hvar maður er staddur. Einn félaganna skemmti okkur hinum í bílnum á leiðinni frá Grafarholti og niður í miðbæ með söngvum sem hann spann á staðnum. Eins og gefur að skilja var þetta ekki svo stórkostlegur kveðskapur að ég muni úr honum margt. En rétt í þessu, þegar ég fletti Fréttablaðinu frá í gær, sá ég mynd af þingmanni Reykvíkinga, Ögmundi Jónassyni. Þá mundi ég þessar línur úr einum söngva næturinnar:

Ögmundur Jónasson
ber á sig body-lotion.
 
  Hver er Víkarinn?
Ég var að spila í Reykjavík í gærkvöldi. Giggið kom í gegnum þessa bloggsíðu. Gamall kunningi minn frá því ég var í Menntaskólanum á Ísafirði sá hér að ég væri stundum að spila í veislum svo hann hafði samband og fékk mig til að koma með tríó í brúðkaupsveislu. Kristján Freyr og Davíð Þór léku með mér í gærkvöldi. Svo var bandið svo heppið að meðal gesta í veislunni var gítarleikari sem slóst í hópinn þegar á leið. Sá heitir Guðmundur og er bróðir Halldóru Þorvalds. Þið Bolvíkingar kannist nú við hana.

En að efninu. Í þessari brúðkaupsveislu var kona frá Bolungavík. Ég veit svo sem ekki margt um hennar hagi núna. Og þó. Hún er nálægt mér í aldri. Systkinum hennar þremur hef ég eiginlega kynnst meira en henni sjálfri og að einu leyti svipar útliti hennar til útlits David Bowie.
 
miðvikudagur, apríl 9
  Það kom svar
Já, ég rekst annað slagið á séra Gunnar. Hann er sóknarprestur á Selfossi og þangað á ég oft erindi. Þá kemur fyrir að við hittumst á förnum vegi. Ég hef samt oftar hitt hann í Skálholti. Þangað fer ég til að syngja með kórnum. Hann er stundum við athafnir þar vegna embættisins og stöku sinnum hefur hann verið presturinn. Gunnar er yfirleitt til í að segja manni sögur og þá hermir hann gjarnarn eftir þeim sem sagan er af. Hann nær Gunnari skólastjóra t.a.m. prýðilega.

Gaman að fá rétta svarið frá Eysteini. Það er langt síðan ég hef séð hann. Mér skilst á Danna frænda að það sé hægt að fara í einhverja verslun í Reykjavík sem selur vörur fyrir golfiðkendur til að fá þjónustu Eysteins.

Sá fólk ekki viðtalið við Bjössa prestsins í Kastljósinu um daginn? Hann er tónlistarkennari í Kópavogi og nemandi hans er svona ofsalega efnilegur og iðinn á gítar. Þá var rætt við Björn Ólaf. Þið munið kannski að Bjössi lærði á píanó heima í Víkinni. Hann fór ekki að leika á gítar fyrr en á fullorðinsárum. Hann var alveg gríðarlega fljótur að ná tökum á gítarnum og lauk gítarnáminu á örfáum árum. Svo veit ég að hann var í framhaldsnámi í landi gítarsins, Spáni, og gott ef hann lærði ekki eitthvað í Ameríku líka. Mér er sérstaklega minnisstætt hversu myndarlega Bjössi stóð að því að hneigja sig að loknum flutningi á nemendatónleikum í félagsheimilinu heima. Hann hlýtur að leggja áherslu á það við nemendur sína í Kópavogi.
 
þriðjudagur, apríl 8
  Hver er Víkarinn? (þriðja vísbending)
Enn koma engar ágiskanir. Ég held því áfram að gefa vísbendingar.
Þessi Bolvíkingur sem ég hitti í búðinni um daginn er ekki fæddur Bolvíkingur. Hann gegndi ákveðnu embætti í Bolungavík, líklega ein 9 eða 10 ár. Fáeinum árum síðar gegndi hann samskonar embætti á öðrum stað á norðanverðum Vestfjörðum. Maðurinn er áhugamaður ættir fólks.
 
mánudagur, apríl 7
  Hver er Víkarinn? (önnur vísbending)
Þær standa á sér tilgáturnar.
Þessi Bolvíkingur er semsagt Lions maður. Hann var hestamaður þegar hann bjó í Víkinni. Barnið hans, það sem var í stuttu viðtali við Sjónvarpið á dögunum, er kennari. Maðurinn er ágætis eftirherma.
 
sunnudagur, apríl 6
  Hver er Víkarinn?
Já, ég hitti sem sagt hana Möggu Vilhelms á Flúðum á fimmtudagskvöldið. Hún þekkti mig, enda hef ég ekkert breyst síðan við bjuggum bæði í Bolungavík einhverntíma í kringum 1985. Ég átti eftir að gefa þá vísbendingu að hún Magga er einkar víðförul kona. Meðal staða sem hún hefur búið á eru Tromsö, Grænland, Danmörk, Raufarhöfn og Akureyri. Hennar sérsvið er lífríki sjávarins. Ég dreg í efa að nokkur Bolvíkingur hafi menntun á við hana, a.m.k. svona menntun eins og menn fá með skólagöngu. En þessar vísbendingar þurfti ekki. Hannes Már þekkti hana áður en ég fór að gefa ykkur þær.

Þá er komið á Víkaranum sem ég hitti í búð á föstudag og bað að heilsa ykkur öllum. Hann var að selja rauðar fjaðrir. Hann er sem sagt Lions maður. Ævistarf hans má sjálfsagt flokka í þrjú meginsvið. Eitt er kennsla. Annað barna hans var á dögunum í stuttu viðtali í sjónvarpinu. Hver er maðurinn?
 
laugardagur, apríl 5
  85
Amma mín á afmæli í dag. Hún ætlar að heimsækja mig á morgun. Það verður gaman að hitta hana hér. Hún var nú á ferð hér í sveitinni með gamla fólkinu að vestan fyrir fáeinum árum. En þá stoppaði hún náttúrulega ekki hjá mér.
 
  Breytingar
Nú er það helst að frétta af mér að ég hef sagt upp störfum sem grunnskólakennari og ætla að snúa mér að öðru. Það er svo sem kominn tími til. Ég er búinn að vera óánægður með launun mín öll þessi ár, en mér hefur líkað þetta starf og fundist það eiga vel við mig og því hef ég tórað í því. En undanfarin misseri hef ég bæði verið fúll með launun og starfið. Og þá er ekkert annað í stöðunni en að hætta og finna sér annað að gera. Í sumar mun ég byrja í nýju starfi sem málari. Það er starf sem ég þekki vel og það er nóg að gera. Þegar líður fram á haustið ætla ég svo að sinna öðrum störfum með. Ég ætla að kenna á gítar í Tónkjallaranum á Selfossi og sinna nokkrum öðrum tónlistarverkefnum. Þetta verður öðruvísi.

Smá upprifjun:
Þegar ég var rétt nýfluttur hingað í sveitina fór ég í verkfall. Þá skrifaði ég þetta á bloggið mitt:

mánudagur, nóvember 1
Miðlunartillagan
Hvað er verið að reyna að segja manni með þessu?

Skv. tillögunni mun ég:
- Fá 130.000 krónu bætur fyrir að hafa verið „samningslaus" og án launahækkunar frá því í janúar sl.
- fá kauphækkun upp á rúmar 9.000 kr.
- Missa ákveðin laun fyrir ábyrgð sem skólastjórinn var búinn að fela mér.
- Skríða yfir 200 þúsund krónu þröskuldinn á næsta skólaári.
- Fá 213 þúsund í laun á mánuði í ársbyrjun árið 2008.

Árið 2008 verð ég 35 ára og mun hafa starfað í faginu í 10 og 1/2 ár. Séu árin í KHÍ talin með verða þau 13 og 1/2.

Er starf mitt ekki meira virði?
 
  Hver er Víkarinn? (þriðja vísbending)
Jæja, ég fletti henni upp í Íslendingabók þessari konu. Það var rétt hjá mér að hún er fædd árið 1965. Samkvæmt Íslendingabók erum við svolítið skild. Sameiginlegur forfaðir okkar var Loftur Bjarnason, fæddur í Litlu-Árvík 3. ágúst 1822. Kona hans var Þórunn Einarsdóttir, fædd á Bæ 1819. Einn sona þeirra hjóna var Kristján Loftsson. Hann var húsmaður í Reykjafirði 1890. Han var faðir Finnboga Jakobs, sem var faðir Ketilríðar, sem var móðir Jakobs Hallgríms, sem er faðir minn. Bróðir þessa Kristjáns Lofssonar var Kristmundur, langaafi konunnar sem ég spyr um hér.

Ég hef nokkrum sinnum séð þennan Víkara í fréttunum í Sjónvarpinu.
 
  Hver er Víkarinn? (önnur vísbending)
Þið verðið að fara að reyna að komast að þessu því ég hitti annan Víkara í búð í gær.Hann bað voða vel að heilsa ykkur öllum. En ég get ekki verið með tvo leiki í gangi í einu hérna á síðunni. Nú þarf að fara að komast að því hver hún er konan sem ég hitti á Flúðum í fyrrakvöld. Þessi kona sem er líklega áttaárum eldri en ég, elst í systkinahópi og það hefur líklega verið á allri vitorði að hún átti kærasta um það leyti sem hún var að klára grunnskólann. Alla vega man ég eftir því.

Fleiri vísbendingar:
Þessi umrædda kona á tvær yngri systur og einn bróður. Eftir því sem ég best veit eru það nú ekki rótgrónir Bolvíkingar sem standa að henni. Þess vegna á hún engan haug ættingja í Víkinni. En það var annar stór systkinahópur að alast upp í bænum á sama tíma og hún og systkini hennar. Þau voru systkinabörn. Þessar fjölskyldur bjuggu hvor í sínum enda bæjarins.
 
föstudagur, apríl 4
  Hver er Víkarinn?
Spurt er um konu. Ég held að hún sé átta árum eldri en ég. En ég er þó ekki viss. Ég man frekar lítið eftir henni í Víkinni. Hún er elst í systkinahópi (held ég). Ég man hver var kærastinn hennar um það leyti sem hún var að ljúka grunnskólanum. Tvö systkini hennar eru á líkum aldri og ég. Annað eldra, hitt yngra. Giskið nú!
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]