Þessi maður heitir Andy Statman. Hann er bæði mandólínleikari og klarinettuleikari. Heimsfrægur tónlistarmaður sem leikur klezmertónlist, bluegrass og fleira. Virkilega góður spilari. Hann verður kennari á námskeiðinu í sumar.
Á þessari mynd sést í David Grisman. David Grisman er goðsögn í augum allra sem leika á mandólin. Hann spilar alla vega músík, en mér skilst að hans bakgrunnur sé í bluegrassinu. Hann hefur á síðustu árum gert plötur með Andy Statman og hann gerði líka plötur með Jerry Garcia. Var sá náungi ekki gítarleikari í Greatful Death? Grisman er svo virtur í þessum tónlistargeira að hann að sérstakt afbrigði tónlistar er kennt við hann og kallað DAWG. David Grisman er einn aðalkennaranna á námskeiðinu. Hann er sá , svarta stutterma bolnum með síða gráa hárið og skeggið.
Gerast áskrifandi að
Ummæli [Atom]