Tilraunavefurinn
miðvikudagur, apríl 23
  Á að vera falskt - FRAMHALD
Stundum líður manni hálfkjánalega í þögninni. Og þegar Bjóla sat fyrir framan mig og þagði fór ég að spyrja hann út í það hver hefði leikið mandólínpartana á Sturlu, plötu Spilverksins. Hann minntist þess ekki að mandólín hefði nokkru sinni verið notað af Spilverkinu. Því ætlaði ég ekki að kyngja. Ég hafði hlustað og hlustað og hlustað á þessa plötu. Mér fannst að ég ætti að kannast við þetta. En Orri, sem er líka mikilll Spilverksaðdáandi og saman höfðum við pælt mikið í þessari músík þeirra Spilverksfólks, treysti orðum meistarans. Treysti þvi að minni Bjólunnar væri gott, þótt hann hefði átt að gera sér ljóst að sumar minningar lægju líkast til einhverstaðar í bláum skugga. Ég fór heim þarna um kvöldið og hlustaði á Sturlu. Það var ekki um að villast. Í lögunum Arinbjarnarson, Hæ, hó og gott ef það var ekki lika í Söngur dýranna í Straumsvík var leikið á mandólín. Daginn eftir hittumst við Orri heima hjá mér í Nóatúni og þá var hann búinn að finna leið til að leika eitthvern þessara parta á kassagítar, lengst uppi á hálsinum. Þar með fannst honum vera komin sönnun þess að Bjóla myndi þetta rétt, ekkert mandólín hefði verið notað af Spilverkinu. En þetta gítarglamur hljómaði ekki eins og mandólín, jafnvel þótt það væri vel leikið og kæmist nærri því. Ég heyrði svo Valgeir segja frá því seinna í útvarpsviðtali að hann hefði fyrir rælni gripið eitthvert mandólín sem lá úti í horni í Hljóðrita og fiktað í því þangað til þessir partar voru komnir. Ég vissi það!
 
Ummæli:
Hehe, jú jú. Þessu var ég búinn að gleyma! :) En eins mikið og ég dreg nú gjarnan fullyrðingar fólks í efa, um alla skapaða hluti, þá hef ég veigrað mér við því að rengja þá örfáu snillinga sem ganga lausir á þessari plánetu. :)
 
He, he, algjör snilld;o)

En mikið væri ég til í að heyra þig spila á mandólín í dag Kalli minn, og gott hjá þér að láta draum rætast og fara á slíkt námskeið..

Heiðrún
 
naVið þyrftum nú að spila saman einhverntíma. Ekkert smá flott að heyra mandólín og klarinett spila saman!
 
Já, til er ég!!

Heiðrún
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]