Tilraunavefurinn
mánudagur, desember 31
  Gamla árið kvatt í kvöld
Hákon er orðinn mjög spenntur fyrir kvöldinu í kvöld. Hann ætlar að sprengja kínverja og skotblys. Það er mánuður síðan hann tilkynnti mér að nú væri hann orðinn nógu gamall til að mega það. Við sjáum til með það. Hann er óheppinn með það hversu faðir hans er áhugalaus um sprengingar. Við reynum að bæta honum það upp með því að bjóða til okkar sprengjumanni í kvöld.

Ég var að leggja ís í frystinn sem ég var að enda við að gera. Andabringurnar bíða þess að ég skeri í þær og kryddi, en humarinn verður eitthvað lengur í frystinum. Það verður veisla.
 
  Galdra-Snati & Bara-Snati

Á Þorláksmessu hittum við hundana Galdra-Snata og Bara-Snata. Þeir eru heimilishundar á bænum Miðhúsum hérna í Biskupstungunum. Miðhús eru einn af Hlíðarbæjunum, næsti bær við Úthlíð. Þar býr Þrúða apótekari og félagsmálafrömuður hér í sveit. Við þekkjumst í gegnum starfið í Skálholtskórnum, þar sem hún er formaður. Þrúða er gift Hallgrími frænda mínum Guðfinnssyni. Og það var hann sem galdraði fram skötuveislu á Þorláksmessu. Krakkarnir mínir voru alveg heillaðir af þessum nafngiftum á hundunum og eiga þess vegna aldrei eftir að gleyma Halla frænda sem á þessa hunda með skemmtilegu nöfnin.

Í gær heimsóttum við líka félaga minn úr kórnum. Við heimsóttum Sigrúnu á Engi. Það var verið að kaupa Apple tölvu á Engi og ég var að sýna Ingólfi bónda nokkur trix til að nýta sér tónlistarforritið Garage Band. Hann spilar á hljóðfæri og hefur gaman af grúski, þannig að hann á væntanlega eftir að gleyma sér annað slagið við nýja makkann.

Myndin er ekki af Miðhúsahundunum.
 
miðvikudagur, desember 26
  Gleðileg jól

Þessi mynd fór ekki í jólakortið
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com
Jólamyndir komnar á myndasíðuna.
 
mánudagur, desember 24
  Hver er Víkarinn? (önnur vísbending)
Formáli:
Síðast þegar ég gaf vísbendingu um ættartengsl þess sem spurt var um inn í gamla bekkinn minn í Víkinni leiddi ég fólk á villigötur. Það er ekki að undra því það er óvenjulega mikið um að fólk sé náskylt hvert öðru í þessum bekk. Magga og Baldur eru systkinabörn og Lilja Brynja náskyld þeim, Heiða, Gummi og Ása eru systkinabörn, Ég, Ketill, Rúnar og Ragnhildur erum líka systkinabörn og annað foreldri okkar allra systkinabarn við Ásu, Björg Hildur og Vignir eru systkinabörn, Hálfdán og Pétur eru nokkuð skyldir og við Dóra Óskars líka. Þar fyrir utan er eitthvað um minni skyldleika.

Vísbendingarnar:
Sá sem hér er spurt um á skyldmenni í gamla bekknum mínum. Hann sagði mér sögu þarna í hljómplötuversluninni.
 
laugardagur, desember 22
  Hver er Vikarinn?
Ég rakst á Bolvíking í hljómplötuverslun í dag. Eða kannski er hann ekki svo mikill Bolvíkingur. Hann er alla vega kenndur við annan stað. En hann hefur búið og starfað í Bolungavik og þar á hann marga að. Ég hef barasta ekki hitt hann áður svona til að spjalla við hann en mikið heyrt um hann talað. Ég fann mig knúinn að heilsa upp á hann. Kynna mig og leyfa honum að sjá framan í mig.

Hver er Víkarinn?
 
föstudagur, desember 21
  Dagbokin
Þá er ég kominn í jólafrí. Það var jólaball hjá grunnskólanum og annað hjá leikskólanum í gær. Það var heilmikið um að vera. Ég var að spila á báðum böllunum. Nú þarf ég að fara til Reykjavíkur í dag. Ég er að spá í að leggja snemma af stað, ljúka erindi mínu og drífa mig svo aftur heim í sveitina. Hákon þarf að koma með mér. Það á nefnilega eftir að láta klippa hann og finna á hann spariskó.
 
mánudagur, desember 17
  KY
Kristján skrifaði „KY-tímarnir" hér á athugasemdakerfinu og Hemmi hressi hlær bara að honum.

Fyrir þá sem ekki vita hvað þetta þýðir allt saman kemur hér söguskýring:

Helgina fyrir páskana 1992 hittust þeir Bolvíkingar sem höfðu hugsað sér að spila með knattspyrnuliði UMFB þá um sumarið í Reykjavík og héldu sig saman og léku nokkra æfingaleiki. Hópurinn samanstóð af þeim sem höfðu æft fyrir vestan undir stjórn Hjölla og fjölmargra bolvískra framhaldsskólanema úr skólum í Reykjavík, Akureyri og Akranesi. Það var eins og gefur að skilja ekki látið nægja að keppa þessa leiki. Það varð að kanna lífið í höfðustaðnum. Í slíkum könnunarleiðangri, inni á einhverri knæpu eða fyriir utan einhverja knæpu, hitti ég kunningja minn úr Hnífsdal. Strák sem ég þekkti svo sem ekki mikið en hafði kynnst svolítið í kringum gítarglamur og raul sumarið áður. Þetta var hann Venni. Nú ég kvaddi fótboltamennina sem ég var að þvælast með og fór með Venna í partí í eitthvert rokkgreni í miðbænum. Þar bjó hópur ungs fólks, þeirra á meðal strákur sem ég kannaðist aðeins við og hafði verið söngvari í skemmtilegri hljómsveit sem Venni haðfi verið í. Það er minnisstætt að rétt áður en við komum að þessu partíhúsi opnaði Venni ruslafötu í húsasundi og dró upp úr henni hálfa vodkaflösku til að hafa með í partíið. Hann átti felustað í miðbænum!

Á leiðinni í þetta partí ákváðum við að spila saman í rokkhljómsveit fyrir vestan um sumarið. Alvöru rokk. Við lögðum sem sagt á ráðin um þetta í miðborg Reykjavíkur. Við vorum sammála um að fá Símon Jakobsson til að spila með okkur á bassa. Venni yrði á gítar og ég söngvarinn. Trommuleikarann ætluðum við að taka úr Reykjavík. Plata einhvern rokkara úr Reykjavík til að koma vestur og vinna um sumarið og spila í rokkhljómsveit með okkur á kvöldin. Við hittum meira að segja trommara sem við reyndum að ráða í djobbið þetta sama kvöld.

Símon bassaleikari vildi svo ekki gera þetta með okkur, því hann var að sinna dauðarokkinu og ætlaði sér stóra hluti í því. Hann varð svo seinna poppstjarna í vinsælli hljómsveit sem ég man ekki í augnablikinu hvað hét. En um vorið hafði Venni reddað bæði trommara og bassaleikara í þetta band. Ungum strákum frá Ísafirði. Palla Einars og Jóni Geir. Þeir eru enn starfandi í rokkgeiranum. Þessi hljómsveit æfði svolítið um sumarið og spilaði á nokkrum uppákomum. Mest coverlög og svo alla vega eitt lag eftir mig. En ég sinnti bandinu illa þetta sumar því ég var að asnast til að vera að æfa fótbolta. Þannig að ég kom ekki á æfingar fyrr en eftir að fótboltaæfingum var lokið. Það var ekki nógu gott hjá mér. Það má eiginlega segja að ég hafi eyðilagt þetta band með því að vera að æfa fótbolta.

Þegar ég fór suður á Skagann í skólann um haustið héldu þeir áfram með hljómsveitina og ég held að flestir sem á annað borð þekkja þessa hljómsveit, þekki þá útgáfu af KY. Í henni voru Venni, Jón Geir og Palli, Rúnar Óli og Eiríkur Sverrir. Svo breyttist hún eitthvað seinna. Á meðan ég var í bandinu æfði það í kjallara Húsmæðraskólans á Ísafirði. Ég hafði mjög gaman af þessu. Það voru fullt af krökkum sem ég kynntist í þessu stússi með KY. Þeirra á meðal Ingimar í Hnífsdal, Denni trúbador og Bryndís, sem seinna varð leikari.

Ég á myndir í albúmi af mér á sviði með KY í Félagsheimilinu í Hnífsdal frá þessu sumri. Þá var ég með mikið hár að reyna að lúkka kúl. Ég ætti kannski að skanna hana og birta með þessari færslu? Sjáum til.
 
sunnudagur, desember 16
  Tannleysið
Bara nefna það Halldóra.
Hér er tannleysið til sýnis.

 
laugardagur, desember 15
  Hljóð í sjónvarpinu
Ég hef áður skrifað um það sem mér liggur nú á hjarta.

Einhverntíma þegar ég var áskrifandi af Stöð 2 lét ég það fara mikið í taugarnar á mér hve illa var hugað að söngvurum sem sungu í beinni útsendingu. Flestir söngvarar voru falskir. Sem hlýtur að vera vegna þess að þeir hafa ekki heyrt í sjálfum sér. Því stundum voru það bestu og þjálfuðustu söngvarar þjóðarinnar sem áttu í hlut. Þetta er dónalegt af stöðinni að bjóða upp á slíkt umhverfi fyrir listamennina að vinna í. Mér skilst að það sé gríðarlega erfitt að spila í beinni útsetningu. Það sé svo erfitt að gíra sig í stuð. Öll græjumál eiga að vera í lagi í sjónvarpinu.

Á föstudagskvöldið, í þættinum Ísland í dag, var verið að afhenda tónlistarmönnum gullplötur. Við það tækifæri léku Mugison og Sprengjuhöllin í beinni útsendingu. Þetta var voðalega fallegt. Mugison-bandið lék órafmangnaða útgáfu af góðu lagi og Sprengjuhöllin spilaði þeirra vinsælasta lag. Það heyrðist eignlega ekkert í trommukassanum í Mugisonlaginu og í hvorugu laginu fengu sjónvarpsáhorfendur að njóta bassaleiksins. Það fannst mér lélegt. Mig langaði svo mikið að heyra bassalínurnar. Þetta var alveg glatað. Það vantaði mikið í heildarmyndina.
 
  Hver er Víkarinn?
Ég hitti Víkara á Selfossi um daginn. Þetta var kona sem afgreiddi mig í verslun. Hún virtist ekki þekkja mig. En mér fannst ég kannast svo við hana. En eftir nokkra stund fannst mér ég vera búinn að finna það út að ég þekkti hana ekki neitt. Henni svipaði bara til stelpu frá Bolungavík sem er á mínu reki. Nokkru síðar mætti ég konunni í Bónus og þá sá ég hafði ekki verið mjög glöggur því það fór ekkert á milli mála að þessi kona er engin önnur en sú sem mér fannst hún líkjast svo. Við ræddum svolítið saman.

Þessi kona er frænka hennar Láru sem ég spurði um síðast. Hún á lítinn bróður og stóra hálfsystur.

Hver er Víkarinn?
 
  Tennurnar detta

í gær missti Perla María fyrstu barnatönnina.
 
fimmtudagur, desember 13
  Lífæðin
Ég er að hlusta á útvarpsstöð sem haldið er út heima í Bolungavík í desember. Rögnvaldur hennar Elínbetar og Magga Hans og Biggi þeirra Olgeirs og Steffýjar eru að stjórna einhverjum þætti.

Þetta er útvarpsstöðin Lífæðin. Tóti Vagns er útvarpsstjórinn. Hann var lika með þessa stöð áður. Fyrir mörgum árum. Þá var hann með þetta í sviðsstofunni í skólanum. Sennilega oftar en einu sinni. Ég var einu sinni með þátt ásamt Hemma. Við vorum með alls kyns fíflaskap og tónlist. Húsmæður hringdu inn og svona. Svo einhverju sinni kom Venni með gítarinn og við spiluðum eitthvað flott og fínt í beinni. Gott ef Haukur Ástráðs lék ekki með okkur. Og kannski Einar Pétur líka. Ég man það ekki. En við tókum alla vega Violent Femmes slagara - það man ég. Hvort sem við lékum þetta bara tveir eða hvort fleiri voru með.

Mér finnst gaman að eiga kost á því að hlusta á þetta útvarp. Það á ég alveg örugglega eftir að gera aftur nú á aðventunni.
 
miðvikudagur, desember 12
  Hver er Víkarinn? (2. vísbending)
Ég veit ekki hvar hún er í systkinaröðinni þessi kona sem ég hitti á Selfossi í gær, en hún á alla vega tvær yngri systur, önnur þeirra er meira að segja líka yngri en ég. Hún er ein þessara fjölmörgu Víkara sem er alveg örugglega skyld öðrum hverjum Bolvíkingi, en þó ekki mér. Tvö bekkjarsystkini mín, úr 1973 árganginum í Bolungavík, og þessi kona sem ég spyr um eru systkinabörn.
 
þriðjudagur, desember 11
  Hver er Víkarinn?
1. vísbending

Ég hitti Víkara í dag. Konu. Ég var að versla, hún var að vinna. Ég kannaðist við hana og hún kannaðist við mig. Hvorugt mundum við þó nafn hins á því augnabliki sem við stóðum þarna. En ættarmótið (eins og það heitir örugglega) leynir sér ekki í henni. Ég vissi vel hver hún var. Ég man eftir henni þegar ég var púki. Hún á hóp systkina en ekkert þeirra býr lengur í Bolungavík.

Hver er Víkarinn?
 
mánudagur, desember 10
  Perla María
Ætli maður finni sér ekki eitthvað til dundurs þegar foreldrar manns láta mann vera heima bara af því maður er með smáhita og hósta?
Perla María lét sér í það minnsta ekki leiðast í dag. Ég ætlaði í fyrsta sinn að prófa að birta hérna slideshow ljósmynda. Það tókst því miður ekki. En hér er örlítið brot af myndunum sem hún tók af sér stelpan.
 
  Helgin og blognið
Aðventutóneikarnir gengu ágætlega. Það var góð mæting og flutningurinn heppnaðist vel. Partíið á eftir var fínt.

Ég fór að leita að bloggi höfundar jólalagsins þetta árið. Mig langaði að forvitnast um hvað hann skrifaði um tónleikana og lagið sitt. Fann það og líka blogg textahöfundarins. Þetta eru þær Hildugunnur Rúnarsdóttir og Harpa Jónsdóttir. Ég fann þessi blogg og það var eins og mig hafði grunað; Harpa hefur búið í Víkinni minni. Henni tókst vel upp með texta við lagið - það var svo gott að syngja hann. Það fór svo vel saman - lagið og textinn.

Ég sá á bloggi Hildigunnar að hún notaði orðið blogn um það þegar ekki er bloggað lengi. Þá sé blogn. Orðið er sjálfsagt myndað úr orðunum blogg og logn. Flott orð.

Ég fékk tölvupóst með linki á bloggsíðu manns sem var á tónleikunum. Hann tók myndir í gríð og erg á símann sinn. Hann er svo búinn að klippa þær saman við eitt laganna sem við fluttum á tónleikunum. Í flutningi Skálholtskórsins og hljómsveitarinnar var lagið leikið talsvert hraðar. Þú kemst inn á síðuna hans með því að smella á fyrirsögnina hér að ofan. Hákon Karlsson sést vel á mörgum myndanna.

Hákon er búinn að halda tvær afmælisveislur um helgina.
 
fimmtudagur, desember 6
  Dagbokin
Það er nóg að gera á heimilinu þessa daga. Hringur er búinn að vera veikur frá því síðasta föstudagskvöld, Perla María hefur líka verið lasin.

Hákon á afmæli á morgun, verður 10 ára. Það er mikill áfangi. Hann býður bekkjarbræðrum sínum heim eftir skóla á morgun. Á sunnudaginn er von á ættingjum til að fagna afmælinu.

Á laugardaginn er svo stóri dagurinn hjá mér þegar Skálholtskórinn heldur hina árlegu Aðventutónleika. Það er búið að vera að æfa og æfa og allt að verða klárt. Þetta er mjög hátíðlegt og flott. Full kirkja af fólki og falleg tónlist í flottum hljómi kirkjunnar.

Svo verður partí um kvöldið.
 
þriðjudagur, desember 4
  Styrkþegi
Ég og Hilmar Örn vorum að fá úthlutað styrk til hljómplötugerðar með unglingum í Biskupstungum. Þetta verður þá þriðja platan sem við gerum með börnum eða unglingum í Biskupstungum og fjórða platan sem við gerum saman með börnum. Þetta er heilmikið verkefni sem við köllum „Í liði með listamönnum". Hugmyndin er að fá tónskáld og dægurlagahöfunda til að semja lög fyrir unglingakór og/eða einsöngvara á unglingsaldri. Við höfum nú þegar leitað til nokkurra listamanna sem ætla að ljá verkefninu lið. Við fengum sem sagt styrk frá Menningarráði Suðurlands upp á 500.000 kr. Áður hafði Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur styrkt okkur um 150.000 kr. Það eru sem sagt komnir nógir peningar til að byrja að vinna.

Við tókum á móti styrknum í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á sunnudaginn. Við það tækifæri fluttum við nokkur jólalög.
 
mánudagur, desember 3
  Mugison í Bióhöllinni

Ég var að koma heim frá Akranesi. Við skelltum okkur á tónleika, ég, Hákon og Gabríel. Fyrst var súpa hjá Hildi Karen og Gunnari Hauki á Víðigrundinni. Þvílíkt góð súpa. Svo var farið í Bíóhöllina á tónleika með Mugison. Þetta voru æðislegir tónleikar. Frábær hljómsveit og gott sánd. Æðislegur listamaður með gott fólk í liðinu sínu.

Fyrir fimm árum voru fyrstu Mugison tónleikarnir haldnir á sama stað, í Bióhöllinni á Akranesi. Þá voru 17 gestir í salnum. Ég og þrír aðrir úr famelíunni, nokkrir Flateyringar, starfsfólk Bíóhallarinnar og svo tveir eða þrír aðrir Skagamenn. Það voru lika góðir tónleikar.
 
sunnudagur, desember 2
  Shane McGowan


Þennan mann hlustaði ég mikið á í denn. Hljómsveitin hans, The Pouges, er ein af uppáhaldshljómsveitum mínum. Hann er frábær laga- og textasmiður og einu sinni var hann líka stórgóður söngvari og slarkfær hljóðfæraleikari. Í hljómsveitinni Pouges lék hann stundum á gítar, banjó og írska trommu, jafnvel píanó. Á nýlegum upptökum á YOUTUBE sem ég var að hlusta á í gærkvöldi varð ég þess nú áskynja að allmikið hefur þessum snillingi farið aftur í söngnum. Það er engin furða, því hann hefur ekki farið sérstaklega vel með hljóðfærið í gegnum tíðina. Eins og sjá má á þessum myndum er hann undir áhrifum á þeim öllum og andlitið ber þess merki að hann hefur drukkið ótæpilega.

 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]