Styrkþegi
Ég og Hilmar Örn vorum að fá úthlutað styrk til hljómplötugerðar með unglingum í Biskupstungum. Þetta verður þá þriðja platan sem við gerum með börnum eða unglingum í Biskupstungum og fjórða platan sem við gerum saman með börnum. Þetta er heilmikið verkefni sem við köllum „Í liði með listamönnum". Hugmyndin er að fá tónskáld og dægurlagahöfunda til að semja lög fyrir unglingakór og/eða einsöngvara á unglingsaldri. Við höfum nú þegar leitað til nokkurra listamanna sem ætla að ljá verkefninu lið. Við fengum sem sagt styrk frá Menningarráði Suðurlands upp á 500.000 kr. Áður hafði Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur styrkt okkur um 150.000 kr. Það eru sem sagt komnir nógir peningar til að byrja að vinna.

Við tókum á móti styrknum í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á sunnudaginn. Við það tækifæri fluttum við nokkur jólalög.