Mugison í Bióhöllinni

Ég var að koma heim frá Akranesi. Við skelltum okkur á tónleika, ég, Hákon og Gabríel. Fyrst var súpa hjá Hildi Karen og Gunnari Hauki á Víðigrundinni. Þvílíkt góð súpa. Svo var farið í Bíóhöllina á tónleika með Mugison. Þetta voru æðislegir tónleikar. Frábær hljómsveit og gott sánd. Æðislegur listamaður með gott fólk í liðinu sínu.
Fyrir fimm árum voru fyrstu Mugison tónleikarnir haldnir á sama stað, í Bióhöllinni á Akranesi. Þá voru 17 gestir í salnum. Ég og þrír aðrir úr famelíunni, nokkrir Flateyringar, starfsfólk Bíóhallarinnar og svo tveir eða þrír aðrir Skagamenn. Það voru lika góðir tónleikar.