Tilraunavefurinn
mánudagur, desember 17
  KY
Kristján skrifaði „KY-tímarnir" hér á athugasemdakerfinu og Hemmi hressi hlær bara að honum.

Fyrir þá sem ekki vita hvað þetta þýðir allt saman kemur hér söguskýring:

Helgina fyrir páskana 1992 hittust þeir Bolvíkingar sem höfðu hugsað sér að spila með knattspyrnuliði UMFB þá um sumarið í Reykjavík og héldu sig saman og léku nokkra æfingaleiki. Hópurinn samanstóð af þeim sem höfðu æft fyrir vestan undir stjórn Hjölla og fjölmargra bolvískra framhaldsskólanema úr skólum í Reykjavík, Akureyri og Akranesi. Það var eins og gefur að skilja ekki látið nægja að keppa þessa leiki. Það varð að kanna lífið í höfðustaðnum. Í slíkum könnunarleiðangri, inni á einhverri knæpu eða fyriir utan einhverja knæpu, hitti ég kunningja minn úr Hnífsdal. Strák sem ég þekkti svo sem ekki mikið en hafði kynnst svolítið í kringum gítarglamur og raul sumarið áður. Þetta var hann Venni. Nú ég kvaddi fótboltamennina sem ég var að þvælast með og fór með Venna í partí í eitthvert rokkgreni í miðbænum. Þar bjó hópur ungs fólks, þeirra á meðal strákur sem ég kannaðist aðeins við og hafði verið söngvari í skemmtilegri hljómsveit sem Venni haðfi verið í. Það er minnisstætt að rétt áður en við komum að þessu partíhúsi opnaði Venni ruslafötu í húsasundi og dró upp úr henni hálfa vodkaflösku til að hafa með í partíið. Hann átti felustað í miðbænum!

Á leiðinni í þetta partí ákváðum við að spila saman í rokkhljómsveit fyrir vestan um sumarið. Alvöru rokk. Við lögðum sem sagt á ráðin um þetta í miðborg Reykjavíkur. Við vorum sammála um að fá Símon Jakobsson til að spila með okkur á bassa. Venni yrði á gítar og ég söngvarinn. Trommuleikarann ætluðum við að taka úr Reykjavík. Plata einhvern rokkara úr Reykjavík til að koma vestur og vinna um sumarið og spila í rokkhljómsveit með okkur á kvöldin. Við hittum meira að segja trommara sem við reyndum að ráða í djobbið þetta sama kvöld.

Símon bassaleikari vildi svo ekki gera þetta með okkur, því hann var að sinna dauðarokkinu og ætlaði sér stóra hluti í því. Hann varð svo seinna poppstjarna í vinsælli hljómsveit sem ég man ekki í augnablikinu hvað hét. En um vorið hafði Venni reddað bæði trommara og bassaleikara í þetta band. Ungum strákum frá Ísafirði. Palla Einars og Jóni Geir. Þeir eru enn starfandi í rokkgeiranum. Þessi hljómsveit æfði svolítið um sumarið og spilaði á nokkrum uppákomum. Mest coverlög og svo alla vega eitt lag eftir mig. En ég sinnti bandinu illa þetta sumar því ég var að asnast til að vera að æfa fótbolta. Þannig að ég kom ekki á æfingar fyrr en eftir að fótboltaæfingum var lokið. Það var ekki nógu gott hjá mér. Það má eiginlega segja að ég hafi eyðilagt þetta band með því að vera að æfa fótbolta.

Þegar ég fór suður á Skagann í skólann um haustið héldu þeir áfram með hljómsveitina og ég held að flestir sem á annað borð þekkja þessa hljómsveit, þekki þá útgáfu af KY. Í henni voru Venni, Jón Geir og Palli, Rúnar Óli og Eiríkur Sverrir. Svo breyttist hún eitthvað seinna. Á meðan ég var í bandinu æfði það í kjallara Húsmæðraskólans á Ísafirði. Ég hafði mjög gaman af þessu. Það voru fullt af krökkum sem ég kynntist í þessu stússi með KY. Þeirra á meðal Ingimar í Hnífsdal, Denni trúbador og Bryndís, sem seinna varð leikari.

Ég á myndir í albúmi af mér á sviði með KY í Félagsheimilinu í Hnífsdal frá þessu sumri. Þá var ég með mikið hár að reyna að lúkka kúl. Ég ætti kannski að skanna hana og birta með þessari færslu? Sjáum til.
 
Ummæli:
Einhversstaðar á ég mynd þar sem stórklipparinn Helga Páls klippir makkann úti á stétt, er það þetta sumar? Líklega fysta sumarið hennar Grétu hér vestra.
 
Það var þessi makki sem Helga klippti á stéttinni. Það var annað sumar Grétu vestra.
 
Gaman að sjá þig með svona sítt hár, þetta var "inn" á þessum tíma :)
 
Flott hár;o)

Heiðrún
 
Ég kunni nú ekki við hann með þetta hár, ekki frekar en þegar hann fékk sér „fangaklippinguna“ og lét síðan taka af sér mynd í ökuskírteinið, það var erfitt að vera móðir þessa drengs :)nei, nei, hann var alveg merkilega ágætur.
 
þetta var skemmtilegur tími...áður en KY fór í þennan kjallara var Stórsveitin, með rúnari karls, jóni geir og Sigga sam...ásamt bryndísi...palla...ragnari torfa...helgu ágústar...gísla ágústar...þórdísi einars..systur palla...bjarkar flugmanni...þetta var alvöru soul hljómsveit.
áður en við fórum í þennan kjallara í húsó...vorum við í gamla sjúkrahúsinu..
vá þetta er heilt blogg þetta comment.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]