Tilraunavefurinn
Líf og fjör á Núpi í Dýrafirði 1985
Meistarar í 5. flokki í fótbolta á æskulýðshátíðinni Líf og fjör á Núpi í Dýrafirði 1985: UMFB.
Hér kemur færsla fyrir Bolvíkingana. Ég bið þá sem léku með mér í 5. flokki UMFB árið 1985 og lesa þetta að kvitta í kommentin. Svo væri líka gaman ef einhver gæti rifjað upp eitthvert skemmtilegt atvik frá þessu móti. Ég man alveg heilmargt, bæði af fótboltamótinu og öðru sem við gerðum þessa helgi á Núpi. Hvað munið þið?
Fótboltinn var leikinn á túninu fyrir framan skólahúsið á Núpi. Annar hálfleikurinn var leikinn niðurámóti en í hinum hálfleiknum þurfti að sækja á brattann. Úrslitaleikurinn var leikinn á stórum grasvelli að viðstöddu fjölmenni. Ég var á eldra árinu. Jafngamlir mér í liðinu voru Rúnar frændi minn og Gummi Hrafn (Pétur Pé var örugglega ekki með okkur á þessu móti). Ég man ekki alveg hvernig liðið var í úrslitaleiknum en ég man þó að Albert þjálfari lét okkur kjósa um tvær mögulegar uppstillingar. Ég var í marki í annarri þeirra en hin varð hlutskarpari. Ég hafði verið sviptur fyrirliðatigninni í þessu móti. Fyrirliði var Jónas Vilhelms. Hann lyfti bikarnum sem við fengum. Ég man að mér þótti það svolítð súrt því yfirleitt var ég fyrirliði þegar ég var á eldra árinu, en ég lét lítið á því bera og reyndi að bera mig karlmannlega. Jónas var alltaf svo fínn náungi. Vinur minn, Halli Pé, var okkar langbesti maður, þó hann væri á yngra ári. Hann átti stórleik í úrslitaleiknum gegn ÍBÍ.
Við hljótum að hafa leikið 4-4-2. Man einhver hvernig liðið var skipað?
Passiusalmarnir i Skalholti
Megas og Passíusálmarnir í Skálholtsdómkirkju laugardaginn 15. apríl klukkan 17:00. Miðasala hófst í gær hjá Sunnlenska fréttablaðinu.
Ég myndi drífa mig að panta miða því ég tel allar líkur á að það verðir fljótt uppselt. Það er mikill áhugi fyrir þessu. Komið og upplifið túlkandi flutning á passíu. Megas var stórkostlegur í Hallgrímskirkju í febrúar.
Ekki með Bolungavik
Ein af vefsíðunum sem ég heimsæki nokkuð oft er síðan www.fotbolti.net. Þar eru skrifaðar fréttir og slúður um fótboltann hérna á Íslandi og víðar í Evrópu. Í dag las ég þar svör ungs leikmanns í FH við stöðluðum spurningum í lið á síðunni sem kallaður er Hin hliðin. Þessi leikmaður svarar þegar spurt er hvort það séu einhver félagslið sem hann gæti ekki hugsað sér að leika með að Bolungavík komi upp í hugann. Þetta get ég ekki skilið.
Hvernig gat honum dottið þetta svar í hug? Jafnvel þótt hann sé Ísfirðingur. Ég er viss um að hann er velkominn í liðið okkar og sjálfsagt yrði honum vel tekið. Ég svo aldeilis rasandi bit.
Andrea & Perla María
Frænkurnar gefa sér tíma til að líta upp úr kökudiskunum og brosa framan í myndatökumanninn.
Undirleikarinn
Við Hákon spiluðum undir þegar gestirnir sungu afmælissönginn fyrir Hring.
Hringur 2 ára
Það var blásið og blásið. Mamma varð að hjálpa til því annars hefði orðið fullblautt í kökunni!
Afmælisgjöf
Það er eitthvað dularfullt við þessa lýsingu. Á myndinni er Hringur nýbúinn að opna pakka sem kom með póstinum.
Frumflutningur og slaufa
Þá er búið að frumflytja Brynjólfsmessu Gunnars Þórðarsonar. Flutningurinn hefppnaðist vel. Það gaman að vea þátttakandi í því að frumflytja nýtt tónverk í svo glæsilegum búningi. Þetta verður svo flutt við messu í Skálholtskirkju á morgun. Það verður vafalaust troðfullt hús. Ég hlakka mikið til að syngja þetta þar í þeim einstæða hljómburði sem þar er.
Gréta er að fara út á lífið á skemmtistað þorpsins, Klettinn. Það er slaufa hjá leikfélaginu.
Heimkoma
Já, Hringur á afmæli í dag. Hann er tveggja ára. Hann hafði bæði með köku og ís á leikskólann í morgun og svo hringdi HIlmar kórstjóri í hann á leikskólann og lét barnakórinn syngja fyrir hann afmælissönginn!
Það er engin smá afmælisgjöf sem hann fær. Hjördís, móðursystir hans, og fjölskylda henna, kom heim frá USA í morgun. Þau hafa verið þar í 4 mánuði á sjúkrahúsi með yngri dótturina, Emelíu Rakel. Það mikið bíð að ganga á hjá henni á undanförnum vikum. Hún er búin að fara í hverja hjartaaðgerðina á fætur annarri og hefur verið undir stöðugu eftirliti og endurhæfingu.
Velkomin heim, Hjördís, Birkir, Emelía Rakel og Sandra Dögg.
Mynd af Abbababb
Abbababb fékk uppreisn æru eftir að hafa næstum því farið á hausinn eftir plötuna. Við spiluðum að gamni nokkur lög á skemmtun fyrir skólakrakka þar sem meirihluti hljómsveitarinnar voru kennarar við skólana á Akranesi. Ég spilaði allt prógrammið með jólasveinaskegg. Ég rakst á þessa mynd á Netinu. Mig minnir að í kjölfar þessarar upptroðslu höfum við spilað á heilu skólaballi. Mér sýnist vera hörkustuð á sviðinu.
Báðum er afmæli
Nú fer að styttast í tveggja ára afmæli í fjölskyldunni.
Það er gaman að skoða myndir af Hákoni frá því hann var 2ja ára því þeir bræðurnir eru alveg skuggalega líkir.
Rauða húsið og Grandarinn
Fínir tónleikar hjá okkur í gærkvöldi á Eyrarbakka. Troðfullt hús (það er reyndar ekki stórt) og góð stemmning. Fyrst lék þýska tríóið Zimt spænskættaða gyðingatónlist. Þar er sama söngkonan og hjá okkur í hinni hljómsveitinni. Að auki eru í Zimt Olaf ásláttarleikari og Kristin sem leikur á nylonstrengjagítar. Kristín er alveg ævintýralega fær gítarleikari. Á eftir tríóinu stigum við í Kol isha á svið. Við lékum hressa Svartahafsdansa og balkanskar brúðkaupsvísur. Síðast var svo Hjörtur, prímusmótorinn sjálfur, með unglingahljómsveit sem hann er að þjálfa upp. Þetta eru nemendur hans og hann hefru verið að taka þá í aukatíma í frístundum sínum og kenna þeim gyðingasálma og nútíma-klezmer í rokkaðri gerðinni. Það var mjög gaman að hlusta á þá.
Grand rokk í kvöld. Ég hvet alla sem vantar eitthvað skemmtilegt að gera í kvöld til að koma og hlusta.
Ég verð í allan dag að æfa aðra tónlist í Reykjavík. Það er maraþonkóræfing í Grafarvogskirkju vegna frumflutningsins á messunni hans Gunnars Þórðarsonar. Þannig að það er nóg að gera í músíkinni þessa dagana.
Spileri
Gyðingamúsíkin hljómaði í Skálholtskirkju í gærkvöldi. Í kvöld verður hressara og veraldlegra prógram í Rauða húsinu á Eyrarbakka og á laugardaginn á Grand rokk í Reykjavík. Er ekki kominn tími til að lyfta sér upp?
Smelltu hér...
... og þú kemst á eina alflottustu tónlistarsíðuna á Netinu.
Gyðingabandið
Nú er nýtt spilverk í gangi. Mér var boðið að vera með í bandi sem ætlar að spila undir hjá þýskri söngkonu sem stödd er á landinu. Hún heitir Inga og syngur með afar sérstökum hætti. Hún syngur klezmer-tónlist eða gyðingatónlist. Það verða þrennir tónleikar í næstu viku; í Skálholtskirkju, í Húsinu á Eyrabakka og á Grand Rokk í Reykjavík. Ég spila á mandólín, en í bandinu er líka leikið á kontrabassa, harmoníum, slagverk, klarinett, þverflautu, gítar og melódiku. Eða ég held það. Einn í hópnum er verri en ég hvað varðar delluna að spila á mörg hljóðfæri að ég get ekki verið viss um hvernig endanleg útkoma verður; á hvað hann mun spila og hverju hann sleppir. Það er hann Hjörtur sem ég hef skrifað um hérna áður. Hann er gríðarlega áhugasamur um þessa tegund tónlistar.
Á efnisskránni eru t.a.m. lögin: Ani Mamin, Kadish, Makh Tsu Di Eygelekh, Tsi Darf Es Azoy Zayn, Yoshke Fort Avek, Geizele Yash, Neshumele, Awreml der Marwicher, Sapozhkelekh, Zhankoye og Sholem Zol Zhagn. En þetta eru náttúrulega lög sem flestir þekkja.
Fólkið í sjánvarpsþættinum #2
Svo í auglýsingahléinu kom auglýsing þar sem Hallgrímur Ólafsson Melló, verðandi leikari, syngur Egó-lagið Stórir strákar fá raflost með textanum: „Stórir strákar fá gráðost". Um hann get ég sagt margt svolítið merkilegt. T.d. þetta: Þegar ég var hvað mest að skemmta sem kráarsöngvari á Akranesi svona sirka ´92 vorum við nokkrir sem spiluðum á kránum tveimur í bænum. Við spiluðum fyrir sama kaupið og vissum það allir. Svo fór veitingastaður í miðbænum af stað með pöbb. Fyrir opnunarkvöldið var haft samband við mig og farið fram á að ég skemmti, en launin sem voru í boði voru ekki nema þriðjungur af því sem tíðkaðist að borga. Ég gat ekki tekið þetta að mér fyrst þetta átti að vera díllinn og takið með því þátt í að eyðileggja taxtann fyrir félögum mínum í bransanum. En ég vildi hjálpa til og benti vertinum á Halla Melló. Hann hafði nýlega bankað hjá mér og fengið lánaða möppuna mína með lögunum og ég vissi að hann gat bæði spilað og sungið. Hann var bara byrjandi og það var svosem í lagi þótt hann tæki ekki meira fyrir giggið en þriðjung af fullu kaupi. Þannig að það var ég sem ýtti Halla Melló af stað út í atvinnumennskuna.
Hann var ekki lengi að ná tökum á þessu og varð flottur trúbadúr og lifði af því að skemmta fólki um allt land um tíma. Núna er hann leiklistarnemi og les og syngur inn á teiknimyndir eins og hann eigi lífið að leysa.
Fólkið í sjánvarpsþættinum #1
Ég var að horfa á þáttinn Það var lagið með Hemma Gunn. Einn gestanna var Idol-gæinn frá Ísafirði, Helgi Þór. Þegar ég sá hann þarna syngja rann upp fyrir mér minning sem ég á um hann frá því ég var að byrja að kenna. Þá kenndi ég tónmennt heima í Víkinni. Hann var í 2. bekk og sá bekkur varð seinna fyrsti umsjónarbekkurinn minn, þá 6. bekkur. En ég man svo sérstaklega vel eftir Helga Þór því hann var svo áhugasamur um að syngja. Hann elskaði að syngja og að komast í tónmennt til að syngja. Það voru nokkrir ódælir skrattakollar í þessum bekk og ég man að honum þótti svo sárt þegar lætin í þeim urðu til þess að tími fór til spillis, sem hefði verið hægt að nýta til söngs.
Fjögur
4 störf sem ég hef unnið um æfina
• Söludrengur Vestfirska fréttablaðsins í Bolungavík
• Pressukaffikönnusamsetjari hjá Bodum verksmiðjunum
• Lagerstarfsmaður í versluninni Vöruvali, Ísafirði
• Pakkari í svínasláturhúsinu og kjötvinnslunni í Store-Lihme
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur
• Með allt á hreinu
• Í takt við tímann
• Så som i himmelen
• Útlaginn
4 bækur sem mér hefur þótt mjög gaman að lesa:
• Langa bókin (Bók með stuttum klassískum ævintýrum)
• Ævisaga Jóhannesar á Borg
• Ævisaga séra Árna Þórarinssonar
• Grettissaga
4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
• Fótbolti.net
• bb.is
• ruv.is
• vikari.is
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum
• Lilla-Svedala á Skáni með Grétu þegar við vorum 19 ára
• Skógar með fjölskyldunni í fyrra
• Flókalundur 1978, 1980, 1981, 1984, 1985 og 1986 með pabba og mömmu
• Tjaldstæðið í Bogense á Fjóni
4 matarkyns sem ég held uppá
• Ís
• Kakósúpa
• Ruccolopizzan mín
• Nánast allt lambakjöt
Töff
Ég var að taka eftir að ég lét færslu sem ég skrifaði áðan heita Kóræfing og knattspyrna. Það eru mistök. Ég ætla ekki að lagfæra þau. Mér finnst þetta töff.
Fiðlarinn #2
Hákon var í fiðlutíma í dag. Við höfðum verið duglegir heima þessa vikuna og hann fékk límmiða í bókina sína. Það fær hann í hvert skipti sem hann hefur lært lag úr bókinni nógu vel til að geta spilað það utanbókar.
Í gær var ég að leika mér að kenna honum Afmælissönginn og hann sagði mér í dag er hann ætlaði að vera búinn að ná honum á föstudaginn til að getað spilað hann fyrir stelpur í bekknum hans á föstudaginn. Þetta er herramaður.
Svefn
Ringo & Pearl Marie hafa sofið saman í herbergi síðustu vikurnar. Síðustu tvær nætur hafa þau nánast ekkert vaknað og við foreldrar þeirra sofið bara tvö í rúminu okkar. Þvílíkur lúxus!
Kóræfing og knattspyrna
Í bassanum á æfingunni í dag hafði ég mér á hægri hönd söngvara sem syngur veikt en alltaf rétt. Hann hefur mætt vel á æfingarnar á þessu sem við erum að æfa núna og ég hef lært mikið af honum og getað reitt mig á hann. En mér á vinstri hönd var söngvari sem hefur ekkert verið með okkur á æfingum á þessu verki. Hann er með fallega, þykka og sterka bassarödd en hann syngur meira og minna allt rammfalskt. Fyrir mig sem byrjanda í svona heavy kórtónlist eru þetta ofboðslega erfiðar aðstæður. Ég var að brjálast!
Bloggleikir #2
Þetta er skrifað um leið og síðasta færsla var sett inn á Netið.
Ég vildi bara ekki setja þetta inn á síðuna vegna þess að ég er að gera könnun. Mér þykir nefnilega líklegt að í kommentunum verði skorað á mig að vera með í leiknum. Ég spái að Halldóra systir komi með fyrstu áskorun, mamma þá næstu, þá Heiðrún og síðast einhver sem kommentar sjaldnar.
Bloggleikir
Það koma annað slagið upp svona leikir á blogginu þar sem allir segja frá sömu hlutunum um sjálfa sig. Spurningar sem allar eru eins en svörin verða náttúruelga misjöfn vegna þess að það er aldrei sama fólkið sem svarar. Svo er skorað á aðra að vera með og þannig fer þetta um Vefinn eins og eldur í sinu, það er kalla að klukka. Ég hef verið klukkaður. En mér hefur ekki þótt þetta það spennandi að mig hafi langað að taka þátt.
Fyrir svona mánuði síðan gekk einn svona leikur um bloggheima sem mér þótti stundum skemmtilegur. Ég rakst hins vegar aldrei á neitt klukk þar sem óskað var eftir þátttöku minni. Þess vegna hef ég aldrei komið með dæmi um 4 störf sem ég hef unnið um dagana, 4 staði sem ég hef heimsótt í fríum, 4 bíómyndir sem ég gæti hugsað mér að sjá aftur og svo framvegis.
Söngur
Perla María er dansskvísa og söngpæja. Hún dillar sér mikið heima og æfir alla vega spor. Svo syngur hún. Sjaldnast hef ég nú ánægju af þeim söng, en það er vegna þess að henni liggur óvenju hátt rómur. Á meðan hún er að syngja getur enginn annar sagt nokkuð svo það heyrist. En stundum er gaman að hlusta á það sem hún syngur. Hún pikkar upp það sem hún heyrir í sjónvarpi og útvarpi og svo býr hún líka til bæði lög og texta.
Núna hljómar þetta: Hei, þú, ógeðslega töff! Ég er að tala við þig.
Hei, þú, ógeðslega töff! Ég er að tala við þig.Hei, þú, ógeðslega töff! Ég er að tala við þig.Hei, þú, ógeðslega töff! Ég er að tala við þig.Hei, þú, ógeðslega töff! Ég er að tala við þig.Hei, þú, ógeðslega töff! Ég er að tala við þig.Hei, þú, ógeðslega töff! Ég er að tala við þig.Hei, þú, ógeðslega töff! Ég er að tala við þig.Hei, þú, ógeðslega töff! Ég er að tala við þig.Hei, þú, ógeðslega töff! Ég er að tala við þig.Hei, þú, ógeðslega töff! Ég er að tala við þig.Hei, þú, ógeðslega töff! Ég er að tala við þig.Hei, þú, ógeðslega töff! Ég er að tala við þig.Hei, þú, ógeðslega töff! Ég er að tala við þig.Hei, þú, ógeðslega töff! Ég er að tala við þig. Ég er Silvía Nótt og ég Hei, þú, ógeðslega töff! Ég er að tala við þig. Hei, þú, ógeðslega töff! Ég er að tala við þig.Hei, þú, ógeðslega töff! Ég er að tala við þig.
Keflavik
Okkur var boðið í matarboð í Keflavík í gær. Það var mjög næs. Krakkarnir litlu voru hjá Bensa og Önnu en Hákon var eins og venjulega með Gabríel í Skálholti.
Við gistum þarna suðurfrá og ég fékk mér göngutúr í kyrrðinni í morgun. Ég fékk alveg nýja sýn á Keflavík. Fyrir það fyrsta þá var logn. Í öðru lagi gekk ég um mjög snyrtileg íbúðahverfi. Það sem ég hafði áður séð var sjabbí miðbær, moldrok, blokkir og stór iðnaðarhús. Svo hef ég nokkrum sinnum spilað fótbolta þarna í nágrannabæjunum, alltaf í roki, og nokkrum sinnum hef ég séð Keflavík - ÍA, og þá í roki og kulda.
Stóru tiðindin
Atli bróðir eignaðist strák í gær.
Jæja. Krakkarnir sofa. Gréta að vinna með leikfélaginu. Ég er að undirbúa mig fyrir fótboltamót hjá 5. flokki á morgun á Hellu. Það eru 9 krakkar í sveitinni á þessum aldri sem æfa fótbolta. Einn kemst ekki, annar nennir ekki og sá þriðji slasaði sig aðeins í dag og getur ekki verið með á morgun. Við rétt náum í lið.
Perla María Karlsdóttir
Haldiði að það sé skvísa!
Hringur Karlsson
Þannig var gæinn útbúinn á náttfataballið í leikskólanum á öskudaginn.