Kóræfing og knattspyrna
Í bassanum á æfingunni í dag hafði ég mér á hægri hönd söngvara sem syngur veikt en alltaf rétt. Hann hefur mætt vel á æfingarnar á þessu sem við erum að æfa núna og ég hef lært mikið af honum og getað reitt mig á hann. En mér á vinstri hönd var söngvari sem hefur ekkert verið með okkur á æfingum á þessu verki. Hann er með fallega, þykka og sterka bassarödd en hann syngur meira og minna allt rammfalskt. Fyrir mig sem byrjanda í svona heavy kórtónlist eru þetta ofboðslega erfiðar aðstæður. Ég var að brjálast!