Frumflutningur og slaufa
Þá er búið að frumflytja Brynjólfsmessu Gunnars Þórðarsonar. Flutningurinn hefppnaðist vel. Það gaman að vea þátttakandi í því að frumflytja nýtt tónverk í svo glæsilegum búningi. Þetta verður svo flutt við messu í Skálholtskirkju á morgun. Það verður vafalaust troðfullt hús. Ég hlakka mikið til að syngja þetta þar í þeim einstæða hljómburði sem þar er.
Gréta er að fara út á lífið á skemmtistað þorpsins, Klettinn. Það er slaufa hjá leikfélaginu.