Fólkið í sjánvarpsþættinum #1
Ég var að horfa á þáttinn Það var lagið með Hemma Gunn. Einn gestanna var Idol-gæinn frá Ísafirði, Helgi Þór. Þegar ég sá hann þarna syngja rann upp fyrir mér minning sem ég á um hann frá því ég var að byrja að kenna. Þá kenndi ég tónmennt heima í Víkinni. Hann var í 2. bekk og sá bekkur varð seinna fyrsti umsjónarbekkurinn minn, þá 6. bekkur. En ég man svo sérstaklega vel eftir Helga Þór því hann var svo áhugasamur um að syngja. Hann elskaði að syngja og að komast í tónmennt til að syngja. Það voru nokkrir ódælir skrattakollar í þessum bekk og ég man að honum þótti svo sárt þegar lætin í þeim urðu til þess að tími fór til spillis, sem hefði verið hægt að nýta til söngs.