Keflavik
Okkur var boðið í matarboð í Keflavík í gær. Það var mjög næs. Krakkarnir litlu voru hjá Bensa og Önnu en Hákon var eins og venjulega með Gabríel í Skálholti.
Við gistum þarna suðurfrá og ég fékk mér göngutúr í kyrrðinni í morgun. Ég fékk alveg nýja sýn á Keflavík. Fyrir það fyrsta þá var logn. Í öðru lagi gekk ég um mjög snyrtileg íbúðahverfi. Það sem ég hafði áður séð var sjabbí miðbær, moldrok, blokkir og stór iðnaðarhús. Svo hef ég nokkrum sinnum spilað fótbolta þarna í nágrannabæjunum, alltaf í roki, og nokkrum sinnum hef ég séð Keflavík - ÍA, og þá í roki og kulda.