Fólkið í sjánvarpsþættinum #2
Svo í auglýsingahléinu kom auglýsing þar sem Hallgrímur Ólafsson Melló, verðandi leikari, syngur Egó-lagið Stórir strákar fá raflost með textanum: „Stórir strákar fá gráðost". Um hann get ég sagt margt svolítið merkilegt. T.d. þetta: Þegar ég var hvað mest að skemmta sem kráarsöngvari á Akranesi svona sirka ´92 vorum við nokkrir sem spiluðum á kránum tveimur í bænum. Við spiluðum fyrir sama kaupið og vissum það allir. Svo fór veitingastaður í miðbænum af stað með pöbb. Fyrir opnunarkvöldið var haft samband við mig og farið fram á að ég skemmti, en launin sem voru í boði voru ekki nema þriðjungur af því sem tíðkaðist að borga. Ég gat ekki tekið þetta að mér fyrst þetta átti að vera díllinn og takið með því þátt í að eyðileggja taxtann fyrir félögum mínum í bransanum. En ég vildi hjálpa til og benti vertinum á Halla Melló. Hann hafði nýlega bankað hjá mér og fengið lánaða möppuna mína með lögunum og ég vissi að hann gat bæði spilað og sungið. Hann var bara byrjandi og það var svosem í lagi þótt hann tæki ekki meira fyrir giggið en þriðjung af fullu kaupi. Þannig að það var ég sem ýtti Halla Melló af stað út í atvinnumennskuna.
Hann var ekki lengi að ná tökum á þessu og varð flottur trúbadúr og lifði af því að skemmta fólki um allt land um tíma. Núna er hann leiklistarnemi og les og syngur inn á teiknimyndir eins og hann eigi lífið að leysa.