Tilraunavefurinn
sunnudagur, desember 31
  Meira stuð!
Þriðja giggið stendur fyrir dyrum. Nýársdansleikur á Stuðeyri. Þar verð ég í hljómsveit með Venna vini,
Kristjáni Frey (í hljómsveitinni Reykjavík) og ferðamálafulltrúa Ísafjarðarbæjar, Rúnari Óla. Ég þekki þessa stráka í gegnum svona spilerí, en þessi samsetning hefur ekki fyrr verið reynd. Spennandi.
Nóg að gera - mikið stuð!
 
  Ekki söng hann nú!

Ekki söng hann nú!
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Þettta er Sossa sem er þarna með Hringi. Það er til svipuð mynd af henni og Perlu Maríu þegar hún var á svipuðum aldri.

Nýjar myndir á myndasíðunni.
 
fimmtudagur, desember 28
  Gigg á heimaslóðum
Það verður líka gigg hérna heima í Víkinni. Það verður á föstudagskvöldið 29. desember í Kjallaranum í Einarshúsinu.
Fyrsta gigg mitt á heimaslóðum á þessari öld. Ég hlakka til þess.
 
miðvikudagur, desember 27
  Gigg á Ísafirði
Ég verð að skemmta á kaffihúsinu og kránni Langa Manga á Ísafirði 30. desember. Það er linkur á heimasíðu Langa Manga í fyrirsögninni.

Það eru komin mörg ár síðan ég kom fram á Ísafirði. Þegar ég var að spila sem mest trúbadoradagskrá á Akranesi og nærsveitum skemmti ég oft hérna heima í Víkinni, bæði á sumrin og í jóla- og páskafríum. Eitt sumarið var ég líka stundum að spila á Vagninum á Flateyri. En ég kom sjaldan fram einn á Ísafirði á þeim tíma. Seinna fór ég aftur af stað og spilaði þá í örfá skipti í Sjallanum. Einhverju sinni tókum við Venni saman geim á Frábæ. Það var mjög gaman.

Venni ætlar að spila með mér hluta af dagskránni á Langa Manga. Mér hefur alltaf fundist gaman að spila með honum. Hann spilar með ákaflega áhugaverðum hætti á gítar. Það er eitthvað illskilgreinanlegt við það hvað gerir hann að svo góðum hljóðfæraleikara. Einn faktor er þó eflaust sá að hann hefur einhvern hæfileika til að skemmta manni með því hvernig hann velur að slá á strengina. Það verður áhugavert að fylgjast með því hvað hann er að gera þessi á gítarnum. Þar að auki liggja tónlistarhæfileikar hans mikla frekar í höfðinu á honum en í fingrunum. Það á reyndar við um langflesta hljóðfæraleikara. En í hans tilfelli fær þetta nýja merkingu því fingurnir á honum eru stórir og þrútnir sjómannsfingur og fingrasetningin er svo langt frá því að vera í líkingu við þá sem kennd er í tónlistarskólum.

Ég hvet þá áhugamenn um söngl og gítarglamur sem staddir eru á norðanverðum Vestfjörðum að koma og fylgjast með okkur Venna á Langa Manga á laugardagskvöldið. Hver veit nema að aðrir Vestfirskir glamrarar sláist í hópinn þegar líða tekur á kvöldið? Það eru nokkrir góðir hérna á svæðinu.
 
  Gettu betur

Í gærkvöldi var spilað á Holtastígnum. Í hitteðfyrra vorum við líka hérna í Víkinni um jól og þá var spilað heima hjá mömmu og pabba. Í þetta skiptið fórum við Gréta í næsta hús og spiluðum við Önnu Svandísi, Atla Frey, Danna, Írisi og Kristján Jóns. Nú var það þessi frábæri leikur Gettu betur sem var á spilaborðinu. Mikið ofboðslega finnst mér þetta skemmtilegt. Þetta er gríðarlega vel heppnað spil hjá þeim Gunnari Sturlu og Trausta. Og spurningar Illuga eru góðar. Ég vona bara að Veruleiki, fyrirtækið sem stóð að þessari útgáfu spilsins, muni fljótlega koma með nýjar spurningar á markaðinn. Ég myndi kaupa nokkra pakka.

Gunni, þú kemur þessu áleiðis.
 
mánudagur, desember 25
  Við jólatréð í stofunni

Við jólatréð í stofunni
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Myndir frá aðfangadagskvöldi jóla eru komnar á myndasíðuna.
 
sunnudagur, desember 24
  Aðfangadagur i Vikinni
Við erum komin til Bolungavíkur. Heim til pabba og mömmu. Höfum það mjög mjög gott. Ætlum að halda jólin hér.

Ég færi lesendum síðunnar óskir um gleðileg jól.
 
fimmtudagur, desember 21
  Jólaböll í sveitinni

Hákon fór á jólaball í Aratungu, eftir að hafa borðað þar hátíðarmálsverð og haldið Litlu jólin í skólastofunni. Það komu þrír jólasveinar í Aratungu. Þar kitlaði ég mandólín svona til að skreyta píanóundirleik Hilmars Arnar. Svo tók ég strikið á jólaball leikskólans. Þar stjórnaði ég dansinum með söng og gítarslætti og Hilmar kom svo og skreytti strömmið hjá mér og lék á fótstigið harmóníum. Kertasníkir kom og hitti krakkana. Perla María var mjög dugleg að syngja með í jólalögunum. VIð höfðum forsöngvara eftir að líða tók á ballið þegar María Sól kom og söng með okkur. Það þótti minni stelpu flottast við ballið!

Hringur veiktist í leikskólanum og varð að vera heima meðan jólaballið var. Það var eitthvert gubberí í gangi. Hann hressist vonandi fljótt.
 
miðvikudagur, desember 20
  Engin getraun
Ég var nú bara að rugla í getrauninni sem var hérna. Það skýrir vonandi það að enginn hafði giskað á rétt svar. Afsakaði. Ég var að bera saman tvö lög, spurði um annað lagið en hitt nefndi ég, nema hvað - ég nefndi rangt lag! Þetta er algjört meiriháttar klúður hjá mér. Til að gera mig ekki að enn meira fífli en ég hef þegar gert hætti ég við að spyrja um lagið sem til stóð að spyrja um. Ég skal setja aðra getraun á síðuna innan skamms.
 
þriðjudagur, desember 19
  Ný íslensk tónlist
Til vitnis um það hversu illa ég fylgist orðið með nýrri íslenskri tónlist langar mig að koma þessu á framfæri:

Í færslu á vef Dr. Gunna, þar sem hann listar upp 30 bestu lög ársins, kannast ég við eitt lag.

Í færslu á vef Orra Harðar, þar sem hann nefnir tvær plötur sem hann álítur vera bestu plötur ársins, kannast ég við hvoruga plötuna.
 
  Af nýjum plötum
Nýja platan með Spöðunum er skemmtileg. Ég hef sérstaklega gaman af því hversu stórt hlutverk fiðlan leikur í þetta skiptið. Það var kominn tími á að Guðmundur fengi að láta ljós sitt skína. Lagið Hjásof er æsing sönn er brilljant. Ekki aðeins orðanna hljóðan minnir á The house of the rising sun, heldur er takturinn líka svipaður og orgelið hefur einhvern blæ einfaldleika og tímaleysis sem minnir á þetta gamla klassíska þjóðlag að westan.

Ég er ekki búinn að hlusta á Hjörleif og félaga á Bardúkkudiskinum, en ég er búinn að fá hann. Þeir skemmtu okkur kórafólkinu á laugadagskvöldið. Voru hreint út sagt stórkostlegir. Ég hlakka til að hlusta á diskinn þeirra.

Svo fékk ég líka jólaplötu Hljómskálakvintettsins um helgina. Hann er mjög hátíðlegur og flottur.

Ég hef sjálfur verið með á fjórum plötum þetta árið.

Nýlega fékk ég svo upptöku af Brynjólfsmessu. Þar syng ég sjálfur í kórnum. Messan hljómar vel, flottur hljómur og vel staðið að allri hljóðvinnunni. Georg og Kiddi á RÚV sáu um þá vinnslu ásamt tónskáldinu. Flott vinna hjá þeim.

Í haust kom út diskur með Kammerkór Suðurlands (þar fékk ég að syngja með í 5 lögum). Það er svolítið skemmtilegur diskur. Hressileg tónlist.

Þá má fá hjá mér Kammerpoppið sem við Hilmar Örn gerðum með krökkunum í sveitinni.

Eitt lag af Kammerpoppinu okkar er á plötunni Pældu í því sem pælandi er í, þar sem Megas er heiðraður.
 
  Kvikmynd
Ég fékk svona ADSL sjónvarpstengingu fyrir skömmu. Núna hef ég stillt á DR1 og heyri auglýsta dagskrá morgundagsins. Þeir sem hafa aðgang að DR2 ættu að tékka á myndinni sem verður þar á dagskrá klukkan 20 að dönskum tíma. Einni albestu kvikmynd sem ég hef séð í langan tíma. Það er sænska stórmyndin Saa som i himmelen. Hún er full af Biblíuvísunum og er þar fyrir utan ofboðslega vel unnin. Meiriháttar persónusköpun þar á ferðinni og flott saga. Stórvirki.

Vonandi verður hún sýnd í íslensku sjónvarpi sem allra fyrst.
 
  Hver er Víkarinn (2. vísbending)
Þessi Bolvíkingur hefur gott útsýni úr eldhús- og stofugluggunum heima hjá sér, og á dóttur sem er ári eldri en ég og son sem er nokkuð yngri.
 
mánudagur, desember 18
  Hver er Víkarinn?
Ég var að koma heim frá því að syngja á útgáfutónleikum Brynjólfsmessu eftir Gunnar Þórðarson. Einn Bolvíkingur var meðal gestanna í Grafarvogskirkju. Ég hitti hann aðeins eftir tónleikana. Við þekkjumst vel. Hver er þessi Víkari?

1. vísbending:
Þessum Bolvíkingi er margt til lista lagt. Hann er t.a.m. listakokkur. Hann hefur í gegnum tíðina verið virkur í ýmsu félagsstarfi í Víkinni, alla vega í tveimur deildum Ungmennafélagsins, Slysavarnarfélaginu og í pólitísku starfi.
 
sunnudagur, desember 17
  Gær
Það var mikið um að vera hjá okkur sveitafólkinu í gær. Ég söng á þrennum tónleikum og á einu balli. Hákon söng á einum tónleikum. Gréta fór á jólahlaðborð og kom svo á skemmtunina hjá okkur í kórnum.

Pabbi hefur verið að vinna í Hafnarfirði þessa vikuna. Hann kom á eina tónleikana og gætti svo barnanna um kvöldið. Þau voru mjög ánægð með þá heimsókn.

Mér fannst þetta reglulega skemmtilegir tónleikar, sérstaklega þeir síðustu. Þá var kórinn nokkuð góður. Tónleikarnir í fyrra voru samt á hærri standard. Kórinn var betri þá.
 
föstudagur, desember 15
  Aðventutónleikar í Skálholtskirkju
Minni á tónleikana á morgun. Þetta verður hátíðleg dagskrá. Aðskóknin í miða hefur verið það góð að þriðju tónleikunum var bætt við. Það er bara gaman að getað sungið þessa flottu dagskrá einu sinni til viðbótar. Verst ef mað hefur ekki orku í partíið á eftir!
 
  Útgáfutónleikar Brynjólfsmessu eftir Gunnar Þórðarson
Í Grafarvogskirkju 18. desember kl. 20.

Einsöngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson flytja messuna ásamt kirkjukórum Keflavíkurkirkju, Skálholtskirkju, Grafarvogskirkju og unglingakórum kirknanna og kammersveitin Jón Leifs Camerata leikur undir. Hljómsveitarstjóri er Hákon Leifsson

Aðgöngumiðar eru til sölu hjá kórfélögum, á www.midi.is, hjá kirkjuvörðum í Grafarvogskirkju og við innganginn. Aðgangseyrir er 2000 krónur, fyrir börn og eldri borgara 1000 krónur.
 
  Af öðru bloggi
Á rúnti um vefsvæði fyrrverandi nemenda minna fann ég þessa nýlegu færslu. Þetta er af blogginu hennar Evu. Hún var í umsjónarbekknum mínum í Grundó. Það væri óskandi að fleira fólk gæti litið þessum augum á starf okkar sem vinnum í grunnskólum. Þá entumst við sjálfsagt lengur í þessum störfum.

Eva hefur orðið:
„Grundaskóli er 25 ára í ár. Ég var að lesa afmælisútgáfu Púlsins og ég sver það-lítið tár braust fram. Ég er svo stolt að hafa verið í þessum skóla, þetta er örugglega framúrstefnulegast og umhyggjusamasti skóli landsins!

Hvergi annarsstaðar er lögð jafn mikið áhersla á einstaklingsmiðað nám og listisköpun, frjálst val og margmiðlun! Skólalífið var einsog uppúr bíómynd-Fame eða e-ð.

Ég vildi að ég hefði verið í 10.bekk í svona 3 ár í viðbót! Það góða er líka að maður kann að meta skólann á meðan maður er í honum! Maður uppgötvaði það ekki löngu seinna-maður vissi alltaf að maður væri hluti að mikilvægri heild, fjölskyldu. Vá hvaða ég sakna hans...."
 
  Gömul hús í Bolungavík (frh.#2)

Einarshúsið er verið að hressa upp á - það á sér merkilega sögu - þótt það sé í sjálfu sér ekki mjög gamalt. Vonandi fær það nýjan svip og mun standa.

Þegar ég var strákur var þetta hús verbúð og afgreiðsluhús veiðarfæra. Í þeirri afgreiðslu man ég fyrst eftir Nonna, afa Ninnu, Lalla og Guðnýjar á Miðdal. Svo var Dóri Leifa þarna og tók ekki bara Siggi Leifa við af honum? Í verbúðinni man ég eftir Gunnari Hauki og Bjössa prestsins. Þeir fluttu úr Víkinni með foreldrum sínum á svipuðum tíma. En þeir komu svo sjálfir í mörg sumur til að vinna. Hörkuduglegir strákar í saltfiski hjá Geir.

Svo man ég eftir sumrinu þegar Haukur Vagns flutti heila hljómsveit (og einhverjar skvísur!) með sér vestur og hún gerði út frá þessu húsi. Allir meðlimirnir unnu í fiski, bjuggu og æfðu í Einarshúsinu og spiluðu svo um helgar. Þetta var hljómsveitin M.A.O. Þetta hefur líklega verið 1987. Ég var ekki farinn að fara á böllin, en fannst tónlistarmennirnir mjög forvitnilegir gæjar. Í þessum hópi var Friðrik Sturluson, sem seinna spilaði með Sálinni, eins og hann gerir enn, og Ástvaldur Traustason í Bardukka þjóðlagasveitinni og Milljónamæringunum til margra ára og núverandi skólastjóri tónlistarskóla í Reykjavík.

Pétur Pé vinur minn hafði herbergi í Einarshúsinu sumarið 1991. Þangað kom ég stöku sinnum. Síðast kom ég inn í þetta hús þegar við fótboltamenn fengum það undir partíhald eftir að grasvöllurinn var vígður 1996.

Nú er búið að setja pöbb í kjallarann á þessu húsi. Þangað hef ég ekki komið, - ekki enn.
 
  15. desember
Vinur minn og samstarfsmaðurinn góði og náni úr Grundaskóla, á afmæli í dag. Til hamingju með daginn Gunnar Sturla.
 
fimmtudagur, desember 14
  Gömul hús í Bolungavík (frh.#1)
Það var fallegt hús innan við húsið sem Villi á Hreggnasanum og Mangi höfðu. Þar bjuggu Sigrún Bjarna og Sölvi (Var hann ekki Betúelsson?). Það naut sín náttúrulega ekki þarna eftir að þessi stóru hús risu þarna í kring.

Fyrir innan það hús var merkileg bygging, sennilega ekki gott hús, en það var mjög sérstakt. Það var óvenju lágt og langt, bárujárnsklætt, brúnt eða gult, og snéri eins og áin, eins og Þróttarhúsið. Þar bjó fjölskylda þegar ég var krakki, yngstu krakkarnir voru ekki nema litlu eldri en ég. Mér finnst líka eins og Bjagga eða Gauja Summ hafi búið í endanum sem var næstur Hafnargötunni. Þar var líka sjoppa einhverntíma (var það ekki Einsi Magg sem var með þá sjoppu?).
 
þriðjudagur, desember 12
  12. desember
Vinur minn á afmæli í dag.
Til hamingju með daginn.
 
  Heimilispostilla
Haldið var upp á afmæli Hákonar um helgina. Fyrst á laugardaginn þegar strákarnir í skólanum komu, svo á sunnudaginn þegar fjölskylda og vinir heimsóttu okkur. Þá komur afi Gilli og Þóra, Bensi, Hjördís og Sandra Dögg og Emelía Rakel, Atli, Jóhanna, Jakob Freyr og Valdimar, Hilmar Örn, Andri Freyr og Gabríel Daði.

Í gær var Hákon sögumaður í helgileiksuppfærslu skólans í Skálholtskirkju. Hann stóð sig mjög vel.

Í dag eru heimilismenn syfjaðir. Hér hafa allir fengið einhverjar pestir, nema ég (ég fékk mér flensusprautu). Hér gekk mikið á í nótt. Eitt barn grét í einu, stundum tvö, og um tíma voru allir vakandi. Við á hlaupum; snýtandi og útdeilandi hóstasafti, eyrnadropum og verkjastillandi. Gréta var heima í gær með Perlu Maríu. Nú þarf hún að vinna og ég er heima með krökkunum. Læknirnn fær heimsókn!
 
mánudagur, desember 11
  Getaun - Hver er Vikarinn?
Ég var að spila á jólahlaðborði á Geysi á laugardagskvöldið. Hitti þar Bolvíking.
Hver er maðurinn?

Mamma hefur þetta strax. Hvað með ykkur hina Víkarana? Ég vil endilega fá ágiskanir.

1. vísbending:
Maðurinn hefur próf í iðn. Hann heitir tveimur nöfnum sem bæði eru aðeins eitt atkvæði. Ég man að hann var kallaður gælunafni og þá fylgdi því ýmist seinna nafnið eða kenning við móður hans - eins og tíðkaðist stundum fyrir vestan. Hann spilaði fótbolta (og gerir sennilega enn) - ég þekki hann úr þeim félagsskap.
 
föstudagur, desember 8
  Matseldin í Bjarnabæ
Það er fæðingardagur móðurafa míns dag. Hann var búfræðingur að mennt og mikill áhugamaður um hefðbundin bústörf og náttúrufræði. Aldrei hélt hann þó skepnur sjálfur. Hin síðari ár lögðu þau amma mikla rækt við garðinn umhverfis húsið þeirra og náðu að rækta upp fallegan reit við þær erfiðu aðstæður sem óneitanlega eru fyrir hendi á Bolungavíkurmölum. Það hefur ekki síst verið því að þakka að afi hafði þekkingu á því sem þar þurfti að gera. Angi af þessum áhuga hans á landbúnaði er eðlilega áhugi á landbúnaðarafurðum og matargerð.

Þá sem þekktu afa minn rekur sjálfsagt í rogastans að lesa þetta. Því ekki var hann afi minn liðtækur í eldhúsinu hennar ömmu. Hann hefði sennilega ekki getað bjargað sér hefði hann fengið það verkefni að hræra skyr. Hann eldaði aldrei mat. En samt má segja að hann hafi verið áhugasamur um matargerð. Alla vega var honum ekki sama hvernig hlutirnir voru gerðir þegar matargerð var annars vegar. Þá siði og venjur, sem amma hafði vanist heima hjá sér, um hvaða matur væri á borðum eða hvernig hann væri verkaður áður en hann væri borinn á borð, lagði hún til hliðar og tók upp þær aðferðir sem notaðar höfðu verið á æskuheimili afa og hann hafði alist upp við. Honum var ekki sama hvernig maturinn var verkaður ofan í hann.

Hann afi minn var í meira lagi vanafastur maður. Það átti við um allt sem hann gerði, líka um matinn sem hann át. Ég efast um að hann hafi smakkað á nýjum réttum eftir að hann flutti úr foreldrahúsum. Hann talaði yfirleitt ekki um mat eða matargerð. Ekki fyrr en allt í einu þegar hann var orðinn rúmfastur sjúklingur. Þá brá svo við að umræður hans og Bigga bróður hans fóru að snúast um mat og matargerð. Biggi gerði það að reglu einhverntíma eftir að afi var orðinn veikur að heimsækja hann vikulega eða tvisvar í viku og þá ræddu þeir saman. Það hefði verið fullkomlega eðlilegt að ljúka málsgreininni hér að framan á orðunum „og þá ræddu þeir saman um heima og geima" eða eitthvað á þá leið. En það væri lygi. Því eftir að þessar heimsóknir hófust var aðeins eitt umræðiefni á dagskrá: Matargerðin hennar mömmu. Þetta umræðuefni entist þeim í tvö ár.
 
  Annað jólakort

Jólum á
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.

 
fimmtudagur, desember 7
  Gömul hús í Bolungavík
Ég var að lesa pistil á síðu bæjarfulltúans Baldurs Smára. Stúkuhúsið var rifið í gær. Þá fór ég að velta því fyrir mér til hvers þetta hús hafi verið notað síðustu áratugina? Ég er 33 ára og hef aðeins einu sinni komið inn í þetta hús. Það var þegar ég var krakki. Ég man ekki hvort ég var þá að þvælast með einhverjum fullorðnum sem var að sækja þangað eitthvert dót sem þar var geymt, eða hvort þannig hafi staðið á að einhverjir smiðir hafi verið að reyna að tjasla húsinu saman eftir skemmdir. Þetta hús skemmdist einhverntíma. Ég man heldur ekki hvort það voru skemmdarverk eða hvort skemmdirnar hafi verið af völdum veðurs. En ég man að mér fannst gaman að sjá innviðina, veggskreytinguna og sviðið. En þetta hús hefur enga þýðingu í hugum fólks af minni kynslóð.

Stúkuhúsið hefur sennilega ekki verið nógu gott til að það hafi borgað sig að varðveita það. En það er svolítið skítt hversu lítið er til af gömlum húsum í Víkinni sem vel hefur verið við haldið. Þorpið sem stóð þarna niðri á Kambi fyrir 100 árum hefur nokkra sérstöðu í sögulegu tilliti og næstu áratugi þar á eftir risu þar hús sem eru eiginlega öll farin. Ég man meira að segja eftir nokkrum þeirra. Allt hefur þetta verið rifið.

Ég ætla að grafa eftir minningum um einhver þessara húsa. Bæði um þau sem standa og hin sem eru farin. Það ætla ég að gera seinna.
 
  Hann á afmæli í dag...

Svakalega herralegur herramaður
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli hann Hákon.
Hann á afmæli í dag.

Hann er níu ára í dag.
Hann er níu ára í dag.
Hann er níu ára hann Hákon.
Hann er níu ára í dag.
 
  Jólakortin hennar Emelíu Rakelar

Gling gló
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Þið munið sennilega einhver eftir systurdóttur Grétu, litlu stúlkunni sem eyddi jólum síðasta árs á sjúkrahúsi í Boston, þar sem hún gekk undir erfiðar hjartaaðgerðir, hverja á fætur annarri.

Þessi jólin verður hún heima hjá allri fjölskyldu sinni. En hún þarf að fara aftur út til Boston á næsta ári þar sem fleiri aðgerðir verða gerðar á henni. Grétu langaði að styðja við bakið á henni og foreldrum hennar með einhverju móti. Þetta kort og fimm önnur gerði hún og hefur látið prenta þau í nokkru upplagi. Þau eru til sölu hjá okkur og ágóðinn af sölunni rennur óskiptur í sjóð foreldra Emelíu vegna næstu utanferðar.

Allar frekari upplýsingar hér:
gretagisla@simnet.is
 
miðvikudagur, desember 6
  Ringó áberandi í Bláskógapressunni
Sko minn!
 
þriðjudagur, desember 5
  Stónsararnir
Ég þekki flesta íbúa Bolungavíkur, en þó engan meðlim hljómsveitarinnar Grjóthruns í Hólshreppi. Mér skilst á mömmu að hljómsveitin sú verði í þætti Jóns Ólafssonar í sjónvarpinu næstkomandi laugardagskvöld. Nú bíð ég bara spenntur eftir að heyra í þeim og sjá. Ég ætla bara að vona að þeir geti eitthvað!
 
  Smekkur
Baldur frændi var að skrifa þennan líka flotta pistil um tónlistarsmekk. Honum hefur verið legið á hálsi að hafa (Nota ég þetta orðatiltæki rétt?) lélegan smekk á músík. Í kommentunum er ég skammaður af systur minni fyrir að hafa verið fullákafur í að innræta henni góðan og vandaðan músíksmekk. ÉG JÁTA. Það tók mig tíma að ná þeim þroska að virða rétt fólks til að hafa þann smekk sem því sýndist án þess að ég lítilsvirti hann. Afsakið. Ég geri þetta helst ekki lengur. Afsakið. Sennilega hef ég líka böggað Baldur sjálfan þegar fyrst fóru að heyrast þung sömpluð hip hop bassatrommuslög út um gluggann á herberginu hans og út á Holtastíginn. Afsakið Baldur minn. Afsakið.

Ég var óvæginn ungur maður. Sjálfur varð ég fyrir aðkasti bekkjasystra minna í grunnskóla vegna þeirrar tónlistar sem ég var að hlusta á. Dylan, Megas og Trúbrot þóttu ekki töff árið 1988. Það beit ekki á mig. Mér var alveg sama. En ég skaut á þær og um Paulu Abdul og Five star fór ég ófögrum orðum. Og þegar ég var plötusnúður á diskótekum spilaði ég sjö og átta ára gamalt stöff með Egó og Utangarðsmönnum sem engum líkaði nema mér sjálfum og Ingólfi félaga mínum. Ekkert smá ömurlegur gæi! Afsakið.
 
mánudagur, desember 4
  Bústaður
Ég fékk símtal í síðustu viku frá vini mínum í Danmörku. Hann hafði áform um að koma til Íslands. Honum datt það svona í hug að skreppa með fjölskyldunni. Mér tókst að fá undir þau sumarbústað frá KÍ hérna í næstu sveit. Svo hringdi hann daginn eftir og hafði þá ekki náð að koma málum þannig fyrir heima að þau kæmust í frí til Íslands. En ég hafði leigt bústaðinn.
Þannig atvikaðist það að við dvöldum í sumarbústað hérna í bæjarhlaðinu heima hjá okkur yfir helgina. Svo var náttúrulega full dagskrá hjá okkur og við skruppum heim til að afgreiða myndir í Aratungu og spila undir hjá Kammerkórnum og um kvöldið upp að Geysi til að skemmta.

Bensi og Hekla voru með okkur um helgina.
 
föstudagur, desember 1
  Birgir grimmur
Flott grein frá Birgi Erni á vef BB.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]