Tilraunavefurinn
þriðjudagur, desember 5
  Smekkur
Baldur frændi var að skrifa þennan líka flotta pistil um tónlistarsmekk. Honum hefur verið legið á hálsi að hafa (Nota ég þetta orðatiltæki rétt?) lélegan smekk á músík. Í kommentunum er ég skammaður af systur minni fyrir að hafa verið fullákafur í að innræta henni góðan og vandaðan músíksmekk. ÉG JÁTA. Það tók mig tíma að ná þeim þroska að virða rétt fólks til að hafa þann smekk sem því sýndist án þess að ég lítilsvirti hann. Afsakið. Ég geri þetta helst ekki lengur. Afsakið. Sennilega hef ég líka böggað Baldur sjálfan þegar fyrst fóru að heyrast þung sömpluð hip hop bassatrommuslög út um gluggann á herberginu hans og út á Holtastíginn. Afsakið Baldur minn. Afsakið.

Ég var óvæginn ungur maður. Sjálfur varð ég fyrir aðkasti bekkjasystra minna í grunnskóla vegna þeirrar tónlistar sem ég var að hlusta á. Dylan, Megas og Trúbrot þóttu ekki töff árið 1988. Það beit ekki á mig. Mér var alveg sama. En ég skaut á þær og um Paulu Abdul og Five star fór ég ófögrum orðum. Og þegar ég var plötusnúður á diskótekum spilaði ég sjö og átta ára gamalt stöff með Egó og Utangarðsmönnum sem engum líkaði nema mér sjálfum og Ingólfi félaga mínum. Ekkert smá ömurlegur gæi! Afsakið.
 
Ummæli:
Ekki gleyma Shadows ;)
 
Ekki gleyma Shadows ;)
 
Nei, það geri ég ekki. Og ekki heldur Bjartmari. Ég bara hætti ekki á að lengja listann mikið meira.
 
Bjartmar var ekki í okkar „plötusafni“ en það voru Shadows. Óþarfi samt hjá mér að tvítaka þetta !!
 
Ég hlustaði mikið á hip hop þegar ég var unglingur og hef ábyggilega gert þig geðveika á bassanum sem var í þessum lögum, en smekkur minn hefur breyst eftir að ég eldist og hlusta ég núna á allt. Þú ert ábyggilega sáttari við tónlistarsmekkinn núna en hann var fyrir 10 árum hjá mér ;)
 
Já þú ert að nota þetta rétt. Þú getur huggað þig við að Abdul og Five star hafa nú kannski ekki elst alveg eins vel og Dylan og co!
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]