Tilraunavefurinn
miðvikudagur, desember 27
  Gigg á Ísafirði
Ég verð að skemmta á kaffihúsinu og kránni Langa Manga á Ísafirði 30. desember. Það er linkur á heimasíðu Langa Manga í fyrirsögninni.

Það eru komin mörg ár síðan ég kom fram á Ísafirði. Þegar ég var að spila sem mest trúbadoradagskrá á Akranesi og nærsveitum skemmti ég oft hérna heima í Víkinni, bæði á sumrin og í jóla- og páskafríum. Eitt sumarið var ég líka stundum að spila á Vagninum á Flateyri. En ég kom sjaldan fram einn á Ísafirði á þeim tíma. Seinna fór ég aftur af stað og spilaði þá í örfá skipti í Sjallanum. Einhverju sinni tókum við Venni saman geim á Frábæ. Það var mjög gaman.

Venni ætlar að spila með mér hluta af dagskránni á Langa Manga. Mér hefur alltaf fundist gaman að spila með honum. Hann spilar með ákaflega áhugaverðum hætti á gítar. Það er eitthvað illskilgreinanlegt við það hvað gerir hann að svo góðum hljóðfæraleikara. Einn faktor er þó eflaust sá að hann hefur einhvern hæfileika til að skemmta manni með því hvernig hann velur að slá á strengina. Það verður áhugavert að fylgjast með því hvað hann er að gera þessi á gítarnum. Þar að auki liggja tónlistarhæfileikar hans mikla frekar í höfðinu á honum en í fingrunum. Það á reyndar við um langflesta hljóðfæraleikara. En í hans tilfelli fær þetta nýja merkingu því fingurnir á honum eru stórir og þrútnir sjómannsfingur og fingrasetningin er svo langt frá því að vera í líkingu við þá sem kennd er í tónlistarskólum.

Ég hvet þá áhugamenn um söngl og gítarglamur sem staddir eru á norðanverðum Vestfjörðum að koma og fylgjast með okkur Venna á Langa Manga á laugardagskvöldið. Hver veit nema að aðrir Vestfirskir glamrarar sláist í hópinn þegar líða tekur á kvöldið? Það eru nokkrir góðir hérna á svæðinu.
 
Ummæli:
Mér líst vel á þetta og helv... leiðinlegt að geta ekki komið.
Kemst vonandi næst, bestu kveðjur af Skaganum.
 
Stórir og þrútnir sjómannsfingur... þú ert nú meiri brandarakarlinn hehe.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]