Tilraunavefurinn
föstudagur, desember 8
  Matseldin í Bjarnabæ
Það er fæðingardagur móðurafa míns dag. Hann var búfræðingur að mennt og mikill áhugamaður um hefðbundin bústörf og náttúrufræði. Aldrei hélt hann þó skepnur sjálfur. Hin síðari ár lögðu þau amma mikla rækt við garðinn umhverfis húsið þeirra og náðu að rækta upp fallegan reit við þær erfiðu aðstæður sem óneitanlega eru fyrir hendi á Bolungavíkurmölum. Það hefur ekki síst verið því að þakka að afi hafði þekkingu á því sem þar þurfti að gera. Angi af þessum áhuga hans á landbúnaði er eðlilega áhugi á landbúnaðarafurðum og matargerð.

Þá sem þekktu afa minn rekur sjálfsagt í rogastans að lesa þetta. Því ekki var hann afi minn liðtækur í eldhúsinu hennar ömmu. Hann hefði sennilega ekki getað bjargað sér hefði hann fengið það verkefni að hræra skyr. Hann eldaði aldrei mat. En samt má segja að hann hafi verið áhugasamur um matargerð. Alla vega var honum ekki sama hvernig hlutirnir voru gerðir þegar matargerð var annars vegar. Þá siði og venjur, sem amma hafði vanist heima hjá sér, um hvaða matur væri á borðum eða hvernig hann væri verkaður áður en hann væri borinn á borð, lagði hún til hliðar og tók upp þær aðferðir sem notaðar höfðu verið á æskuheimili afa og hann hafði alist upp við. Honum var ekki sama hvernig maturinn var verkaður ofan í hann.

Hann afi minn var í meira lagi vanafastur maður. Það átti við um allt sem hann gerði, líka um matinn sem hann át. Ég efast um að hann hafi smakkað á nýjum réttum eftir að hann flutti úr foreldrahúsum. Hann talaði yfirleitt ekki um mat eða matargerð. Ekki fyrr en allt í einu þegar hann var orðinn rúmfastur sjúklingur. Þá brá svo við að umræður hans og Bigga bróður hans fóru að snúast um mat og matargerð. Biggi gerði það að reglu einhverntíma eftir að afi var orðinn veikur að heimsækja hann vikulega eða tvisvar í viku og þá ræddu þeir saman. Það hefði verið fullkomlega eðlilegt að ljúka málsgreininni hér að framan á orðunum „og þá ræddu þeir saman um heima og geima" eða eitthvað á þá leið. En það væri lygi. Því eftir að þessar heimsóknir hófust var aðeins eitt umræðiefni á dagskrá: Matargerðin hennar mömmu. Þetta umræðuefni entist þeim í tvö ár.
 
Ummæli:
Góður! Vanafastur en ekki sérvitur vildi hann hafa það.
En það var nú mikið spjallað um skepnur, einu sinni voru þeir bræður í því að rifja upp hvað kindurnar höfðu heitið ásamt ýmslu örður úr æsku þeirra.
 
Umræðum um nöfnin á kindunum hefur örugglega verið í tengsum við það hvernig kjötið af þeim hefur verið hanterað og smakkast.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]