Jólaböll í sveitinni

Hákon fór á jólaball í Aratungu, eftir að hafa borðað þar hátíðarmálsverð og haldið Litlu jólin í skólastofunni. Það komu þrír jólasveinar í Aratungu. Þar kitlaði ég mandólín svona til að skreyta píanóundirleik Hilmars Arnar. Svo tók ég strikið á jólaball leikskólans. Þar stjórnaði ég dansinum með söng og gítarslætti og Hilmar kom svo og skreytti strömmið hjá mér og lék á fótstigið harmóníum. Kertasníkir kom og hitti krakkana. Perla María var mjög dugleg að syngja með í jólalögunum. VIð höfðum forsöngvara eftir að líða tók á ballið þegar María Sól kom og söng með okkur. Það þótti minni stelpu flottast við ballið!
Hringur veiktist í leikskólanum og varð að vera heima meðan jólaballið var. Það var eitthvert gubberí í gangi. Hann hressist vonandi fljótt.