Gettu betur

Í gærkvöldi var spilað á Holtastígnum. Í hitteðfyrra vorum við líka hérna í Víkinni um jól og þá var spilað heima hjá mömmu og pabba. Í þetta skiptið fórum við Gréta í næsta hús og spiluðum við Önnu Svandísi, Atla Frey, Danna, Írisi og Kristján Jóns. Nú var það þessi frábæri leikur Gettu betur sem var á spilaborðinu. Mikið ofboðslega finnst mér þetta skemmtilegt. Þetta er gríðarlega vel heppnað spil hjá þeim Gunnari Sturlu og Trausta. Og spurningar Illuga eru góðar. Ég vona bara að Veruleiki, fyrirtækið sem stóð að þessari útgáfu spilsins, muni fljótlega koma með nýjar spurningar á markaðinn. Ég myndi kaupa nokkra pakka.
Gunni, þú kemur þessu áleiðis.