Tilraunavefurinn
mánudagur, mars 31
  Skagamenn í heimsókn

Laugdælir, nágrannar mínir, halda úti körfuboltaliði karla sem leikur einhverri deildarkeppninni hjá KKÍ. Einn vinnufélagi minn í skólanum leikur með liðinu. Í kvöld mæta þeir ÍA á Laugarvatni. Ég held að í þessu ÍA liði séu kempur sem ég lék mér við á skólalóðinni við Brekkubæ í denn. Gamlar hetjur eins og Jón Þór og Jóhannes. Kannski Heimir Fannar og Helgi Jak séu líka í liðinu? Ég veit ekki. Sennilega ekki Einar og Erlingur eða Böddi bak. Er að spá í að fara og tékka á þessu í kvöld. Sjáum til. Spáði í dag að Skaginn tæki þetta 73 - 90. Sjáum líka til með það.

Viðbót:
Laugdælir unnu leikinn. Þetta reyndist vera úrslitaleikur um sæti í 1. deild að ári. Ekki vissi ég það nú! Það var nú ekkert fullt af gömlum kempum í þessu ÍA liði. Ég þekkti bara Jón Þór og Dag Þórisson. Dagur var reyndar langbesti maður vallarins, en það dugði ekki til - Laugdælaliðið var sterkara og vann sanngjarnt.
 
  Jibbí!
Búinn að skila skattaskýrslunni.
 
sunnudagur, mars 30
  Játning
Ég er ekki fullkomnara foreldri en svo að ég get látið fara í taugarnar á mér hversu mikið 5 ára dóttir mín þarf að æfa sig í því að tala.
 
fimmtudagur, mars 27
  27. mars
Svi mér þá ef æskuvinur minn, Halli Pé, á ekki afmæli í dag. Eða var það í gær?
Til hamingju Halli minn.
 
  4 af 5
Ég skrifaði um daginn um vestfirska vefmiðilinn BB. Hann er svo duglegur að flytja fréttir af Mugison að hann slær heimasíðu hans sjálfs við í þeim efnum. Í dag eru 4 af 5 mest lesnu fréttunum á BB vefnum af Mugison. Þetta er okkar maður!
 
miðvikudagur, mars 26
  1991 Flashback
Ég sá á BB vefnum að nú er búið að ráða forstöðumann Þjóðfræðistofu á Ströndum. Þegar ég sá myndina af manninum sem fékk starfið mundi ég strax eftir því hvaðan ég kannaðist við hann. Og hugurinn leiddi mig þangað. Sá sem Stradamenn réðu í djobbið er þjóðfræðingurinn Kristinn Schram, en hann var einu sinni söngvari í hljómsveitinni Sonum Raspútíns. Hann var annar tveggja söngvara í þeirri sveit. Og þeir sungu saman fyrir MK í Söngkeppni framhaldsskólanna 1991, sama ár og ég söng Afgan fyrir FVA. Þeir sungu lagið í tveimur röddum og Kristinn söng efri röddina. Ég man eftir að hafa séð Syni Raspútíns spila í miðborginni á 17. júní skemmtun, en annars hef ég ekki hitt þessa stráka síðan þarna á Hótel Íslandi 1991. Helena Jónsdóttir, dansari, sá um það fyrir Sjónvarpið að segja okkur sem komum þarna fram hvernig við ættum að hreyfa okkur á sviðinu. Hún samdi bókstaflega feril sem maður átti að ganga á sviðinu, allt með tilliti til þess hvar myndavélarnar voru og hver þeirra næði af okkur bestri mynd. Öll hlýddum við henni, nema þeir Haffi og Kiddi úr MK. Þeim leist ekkert á tillögur hennar og gerðu bara það sem þá langaði að gera a sviðinu. Útlitslega séð fannst mér atriðið þeirra það langflottasta á þessari skemmtun. Það leit sérstaklega vel út í sjónvarpinu, einkum frjálslegur dans þeirra meðan Stebbi Magg tók mjög langt gítarsóló. Lagið sem Kiddi og Haffi sungu var eftir þá eða einhvern annan úr hljómsveitinni þeirra. Það heitir Fjötrar. Ég man það enn:

Ánægður þótt hann sé fangi,
fjötraður í eigin huga.

Er hann kannski ánægður vegna þess
að hugur hans er of einfaldur
til að skilja eigið hlutskipti?
Til að vita hvers hann fer á mis?
 
mánudagur, mars 24
  24. mars - Hringur 4 ára

Hr.
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com
Þessi strákur átti 4 ára afmæli í dag. Það var heilmikið partí í dag. Við tókum myndir. Afar og ömmur, skyldmenni og vinir og allir aðrir sem vilja skoða myndir úr veislunni í dag. Gjöruðisovel!
 
sunnudagur, mars 23
  Hljómsveit hættir
Gleðilega páska.

Ég heyrði tilkynnt í útvarpinu á dögunum að einhver hljómsveit væri hætt. Ég man ekki hvaða hljómsveit þetta var. Getur verið að það hafi verið Jakobínarína? Þetta er óvenjuleg tilkynning. Síðustu ár hafa hljómsveitir verið mjög tregar til að leggja upp laupana. Það er þráast við meðan einhver eftirspurn er fyrir hendi, jafnvel miklu lengur en meðlimirnir hafa gaman af því að starfa saman. Þegar allt er komið í óefni innan sveitanna taka þær sér hlé, en riðjast svo aftur inn í bransann og eru alveg eins og þær voru fyrir pásuna. Ég vona að þeir tímar fari nú í hönd að hljómsveitir hætti og upp úr þeim verði stofnaðar nýjar sveitir. Það kemur hreyfingu á tónlistarlífið. Það er reyndar blómlegt blessað tónlistarlífið, en ég held að það geri mönnum gott að skipta um starfsumhverfi í þessum bransa eins og öðrum brönsum. Nú hvet ég alla poppara þessa lands til að hætta í hljómsveitinni sinni og stofna nýja sveit með einhverjum úr hinum hljómsveitunum.
Smá getraun: Hvaða hljómsveit er á myndinni?
 
miðvikudagur, mars 19
  Málað
Ég hef rifjað upp gamla takta með pensilinn. Hef verið að mála í páskafríinu mínu. Það er málari hér í sveitinni sem hefur mikið að gera og gat vel þegið vinnuframlag frá mér. Mér finnst þetta bara fínt. Hef svo oft málað í páskafríum. Ég man eftir mörgum skiptum þar sem við pabbi höfum fylgst með dagskrá Rásar 2 meðan við höfum verið að mála. Mér finnst það hreinlega tilheyra Spurningakeppni fjölmiðlanna að vera með pensil í annarri og sandpappír í hinni.

Svo ætla ég að syngja með Skálholtskórnum í messunni annað kvöld og á páskum og öðrum degi páska. Nóg að gera í sveitinni.
 
mánudagur, mars 17
  Varað við
Fyrir fáeinum árum fórum við Atli bróðir báðir vestur til foreldra okkar og unnum hjá pabba í málningarvinnu sumarlangt. Það vakti athygli okkar bræðranna að litla systir okkar, sem bjó þá á Vopnafirði, og mamma töluðu daglega saman í síma, stundum oftar en einu sinni á dag. Atli er oft snöggur upp á lagið og getur verið orðheppinn. Þegar Dóra sysir var komin vestur í heimsókn lagði hann t.a.m. til að Símanum yrði send afkomuviðvörun!
 
sunnudagur, mars 16
  Muggi hefur komið víða við
Hér örlítið neðar á síðunni er færsla sem heitir Ofboðslega frægi frændi minn og Graceland Bolungavíkur. Í framhaldi af þeirri færslu er hér skemmtileg upptalning sem ég sá á vestfirska fréttavefnum www.skutull.is. Þar er Muggi frændi minn, Papamug, tekinn í yfirheyrslu:

Hvar hefur þú átt heima um ævina?
Bolungavík, Reykjavík, Mindelo Cabo Verde, Lissabon Portúgal, Hrísey, Stanley Falklandseyjum, Puerto Madryn og Sierra Grande Argentínu, Bintulu, Kuching,Labuan, Kota Kinabalu, Kuala Sungai Baru, Melaka og Kuantan Malasíu og Ísafirði ásamt því að hafa sinnt ýmsum verkefnum í skemmri tíma á Sakahlin Rússlandi, Dili Austur Timor, Punta Arenas Chile og Abu Dhabi Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og sjálfsagt gleymi ég einhverjum stöðum.
 
  Gargandi snilld (kannski ekki alveg - og þó)!
Ég var að hlusta á plötuna sem við skólabræðurnir úr Fjölbraut á Akranesi gerðum fyrir níu árum síðan. Hún kom mér þægilega á óvart. Hún er ágæt. Hún er reyndar ekki það sem við vildum að hún yrði. Við vildum gera plötu til að eiga heimild um Abbabb, hljómsveitina sem okkur þykir öllum ákaflega vænt um. Í allskyns vafstri í kringum hana áttum við ógleymanlegar stundir saman. Það var oft kátt á hjalla. En platan er ekkert sérstök heimild um hljómsveitina eins og hún var. Það er einhverstaðar til tónleikaupptaka sem er miklu betri heimild. Þar er allt bullið á milli laganna og það sem bullað var inni í miðjum lögum. Þar eru spunakaflar sem Davíð Þór, Gummi og Sigurþór skjóta inn í lögin okkar algjörlega óvænt -bara eitthvað sem spinnst út frá einhverju sólói eða brandara. Þar er hin rétta mynd af gríninu sem þessi tónlist okkar byggðist á. Platan hefur sum af þessum lögum en allt spontant er farið úr gríninu. Á plötunni erum við að vanda okkur við flutninginn á tónlistinni, en það var nú aldrei höfuðatriði á tónleikum í gamla daga. Platan sándar óþarflega vel. Svona getur maður verið vitur eftir á. Í fyrstu útgáfu hljómsveitarinnar lékum við á gítarana ég og Einar Viðars. Þegar Gunnar Sturla kom í bandið lék hann alltaf á gítar. Enginn okkar leikur á gítar á þessari plötu, nema í nokkrum lögum sem eru tekin upp í partíi sem við héldum í hljóðverinu. Með því að nota „góðu gítarleikarana", Einar Harðar og Erling, í allan gítarleik fengum við mjög fínan gítarleik, en það er ekki sama Abbababb og þegar við hinir strömmuðum þetta sjálfir. Eins setti mandólínleikur minn mikinn svip á bandið á tónleikum. Jafnvel þótt ég hafi lítið kunnað að nota það öðruvísi í þá daga en að slá bara hljómana. Á plötunni er mandólínið eiginlega ekkert með. En þó platan sé ekki eins og hún átti að verða finnst mér hún bara skemmtileg og ég held við getum verið ánægðir með hana.

Þeir sem eiga ekki þessa plötu geta hlaðið henni niður á Tónlist punktur is. Hún er uppseld á útgefanda. Eða það hlýtur að vera.
 
  RÉTT SVAR
Ég get ekki notað kommentakerfið. Það er svo lélegt netsambandið við útlönd þessa stundina.
Rétta svarið við getrauninni er komið. Biggi Olgeirs hafði þetta. Sennilega hefur Sundlaugin í Víkinni kveikt á þessu hjá honum.
 
laugardagur, mars 15
  Hver er bassaleikarinn?
Ég held ég þurfi að súmmera þetta upp hérna. Ég setti upp spurningaleik hér í vikunni um það hvaða bassaleikari lesendur gætu ímyndað sér að ég hefði fengið til að leika með Dansttríói mínu í veislu í apríl. Þá hef ég ekki aðgang að bassaleikurunum Hilmari eða Sólmundi, sem hafa séð um bassaleikinn fyrir mig. Ég fékk sem sagt annan mann til að fylla þeirra skarð.

Það sem komið hefur fram er af vísbendingum er þetta:
Þessi bassaleikari er ekki Vestfirðingur.
Hann er fjölhæfur og þekktur tónlistarmaður.
Hann er ekki Símon hans Kobba Þorsteins, Tjúlli, Erlingur, Sigurþór Þorgilsson bassadurgur, Finnbogi í Kan, Elli Ketils í Kraftaverk, Biggi Braga, Hilmar Örn, Venni, Orri Harðar eða Andrés í Tónastöðinni.

Eina vísbendingin sem ég gef:
Ég tel mig hafa þekkt þennan fjölhæfa tónlistarmann á mynd sem ég sá einhversstaðar á Vefnum þar sem hann var á sundskýlunni einni fata að leika á gítar á tónleikum í Sundlauginni í Bolungavík.

Hver er hann?
 
  Ofboðslega frægi frændi minn og Graceland Bolungavikur
Það var frétt á vestfirska fréttavefnum www.bb.is áðan þar sem vitnað er í viðtal við Mugison í einhverjum öðrum fjölmiðli. Mugison fer oft í fréttunum á þessum miðli. Hún hefur eiginlega tekið yfir hlutverk síðu Mugisons sjálfs, www.mugison.com, sem fréttasíða af starfi listamannsins. Það gerist ekkert á þeirri síðu nema á nokkurra mánaða fresti. En í þessari nýju frétt hjá BB segir sem sagt af þesu viðtali þar sem Mugison segisr að því hafi verið logið upp á hann að hann sé Vestfirðingur. Í rauninni sé hann úr Breiðholtinu, en að hann sé ánægður með það að vera orðinn Vestfirðingur og að fyrir vestan líði honum vel. Þetta er gott hjá honum. Það vilja náttúrulega allir eiga hann eftir að hann varð svona vinsæll tónlistarmaður. Ég líka. Hann er frændi minn. Hann hefur búið víða. Í Bolungavík, á Ísafirði, í Súðavík, Hrísey, Breiðholtinu, í Hlíðunum í Reykjavík, á Leifsgötunni (eða var það einhver önnur gata?), í Vesturbænum, London, að Laugum, á Gænhöfðaeyjum og kannski víðar.

Ef Mugison verður einhverskonar goðsögn eins og Elvis geta Vestfirðingar gert út á það með auðveldum hætti. Traðarstígur 3 í Bolungavík yrði þá okkar Graceland. Ef hann heldur áfram að vera svona ofboðslega frægur gætu Pétur Guðmunds og Signý sett upp Mugisonsafn á heimili sínu og margfaldað fjölda ferðamanna sem koma til Bolungavíkur. Ég er viss um að hafnarstjórinn á Ísafirði myndi senda heilu rúturnar úr skemmtiferðaskipunum beina leið á safnið. Ég er ekki eins viss um að íbúarnir í Vesturbergi 76, 3. hæð til hægri, ættu létt með að gera út á þetta.
 
  Eftir dansleik
Það gengur nú ekkert sérstaklega vel með bassaleikaragetraunina. Ég held að Dóra systir sé reyndar komin á sporið. Haldið endilega áfram að senda inn spurningar og reyna að komast að því hver ætlar að leika á bassa með Danstríói KH í næsta mánuði.

Nú er nótt. Ég var að koma heim. Það var ball í Hlégarði í Mosó. Það var nú frekar fátt fólk í kvöld, en það var ljómandi skemmtilegt og bandinu tókst ágætlega að gera gott ball. Söngskemmtunin gekk bærilega. Það er nýr kvartett, Bændakvardettin, sem stóð að þessari skemmun. Mjög góðir söngmenn þar á ferð. Í kvöld bættust nokkrir söngvarar í hóp þeirra söngvara sem sungið hafa með Bleki og byttum. Einn hljóðfæraleikari bættist líka í þann hóp. Smári í Mánum leysti Hilmar Örn af hólmi.

Í gærkvöldi var ég að spila á kránni á Selfossi. Það var fullt af fólki allt kvöldið og fín stemning. Ástralskur munnhörpuleikari fór hamförum og blés og blés. Fyrst gekk það vel hjá honum og ég var alveg óhræddur að bjóða hann aftur á svið og blása meira. Leik hans var alltaf jafnvel tekið, en heldur rýrnuðu gæði hljóðfæraleiks hans er leið á kvöldið. Og hann var óstöðvandi. Sem betur fór lét hann það nú eiga sig að blása í míkrafóninn nema ég byði honum það sérstaklega.
 
miðvikudagur, mars 12
  Af spili (og getraun)
Af spilamennsku er það helst að frétta að á morgun verð ég að spila tvisvar á Selfossi. Eitt lokað gigg, hitt á bæjarkránni. Á föstudagskvöldið er svo ball með Bleki og byttum í Mosó. Á undan er þar einhver heljarinnar söngskemmtan þar sem hljómsveitin leikur undir í nokkrum lögum hjá karlakvartett og tenóradúett.

Svo var ég að ráða bassaleikara í tríóið mitt vegna veislu sem við verðum að spila í bráðum. Þeir tveir bassaleikarar sem ég hef getað leitað til voru uppteknir í öðru spileríi þetta kvöld. Svo ég fann varamann í djobbið. Sá var heldur nú heldur betur til í að hjálpa okkur Kristjáni Frey við að halda uppi stuðinu.

Getraun:
Hver er bassaleikarinn?
Lesendur spyrja í athugasemdadálki - ég gef vísbendingar með því að svara spurningunum með já-i eða nei-i.
 
  Hvar er Valgerður?

Segið mér Skagamenn: Hafið þið hugmynd um það hvar í veröldinni söngkonan úr hljómsveitinni Frímanni er niður komin þessa dagana? Ég heyrði nafnið hennar nefnt í ákveðnu samhengi (sem eg segi ekkert frá hér - ekki í bili í það minnsta). Mér datt í hug hvort um væri að ræða Frímanns söngkonuna eða bara einhverja nöfnu hennar.
 
laugardagur, mars 8
  Vífill í útvarpinu
Af bloggsíðu Mána Atlasonar:

„Vífill fór svo í útvarpsviðtal við þessa hollensku útvarpsstöð sem vildi vita hvort hann sæti nú í fangelsi fyrir að hafa gert at í heimasíma George Bush. Vífill sagðist ekki vera í fangelsi. Í viðtalinu kom svo þessi samtalsbútur fyrir:

Hollenskur útvarpsmaður: "Ég las einhvers staðar að Íslendingar væru hamingjusamasta þjóð í heimi. Mér heyrist þú ekki vera í mjög góðu skapi, hvers vegna ekki?"

Vífill: "Það er nú ekki neitt. Ég las að hollenskar konur eru þær hávöxnustu í heimi að meðaltali!"

*Þögn...*


Þetta fannst mér gríðarfyndið. Annað fyndið sem hefur komið upp í viðtölum Vífils við erlenda fjölmiðla var í viðtali við útvarpsstöð á Flórída. Þar var samtalið einhvern veginn svona:

Flórídanskur útvarpsmaður: "Are you known in your school or hometown for being a prankster or funny?"
Vífill: "No, but I once made a rather funny joke. Do you want to hear it?"
Flórídanskur útvarpsmaður: "Yes..."
Vífill: "Once there was a very small man walking with another very small man. On their way they met a rather curious man. The curious man asked them "Why are you so small?". Then the small men said "We went together to a supermarket!""

*Löng þögn....*

Vífill: "It is playing with words, it is very funny in Icelandic."


Fyrir þá sem ekki fatta þá er brandarinn á íslensku þannig að sá forvitni spyr þá litlu hvers vegna þeir eru svona litlir og þá segja þeir "Við skruppum saman út í búð!" "


Ég átti til með að deila þessu með ykkur.
 
miðvikudagur, mars 5
  Sko mína!
Bara komin á Vefinn.
Og tekur sig svona líka vel út í vinnunni.
 
  Trúbador á Selfossi

Ég verð að spila á Kaffi Krús á Selfossi frá hálf ellefu á fimmtudagskvöldið. Það væri nú gaman að sjá einu sinni einhvern sem maður þekkir.
 
þriðjudagur, mars 4
  Málarinn lærði á klarinett
Keli félagi minn var að spila með Caput á Þursatónleikunum. Hann bauð okkur tveimur félögum, mér og Örlygi, í fagnað að sviðsbaki eftir tónleikana um daginn. Þar hitti ég virtasta tónlistarmann Vestfjarða fyrr og síðar, Villa Valla rakara, og hans frú. Rúnar sonur þeirra er Þurs. Ég kastaði kveðju á þau hjónin. Ég hef oft farið í klippingu á stofuna hjá Villa Valla. Ég þekki karlinn nú svo sem ekkert en við við höfum oft rætt saman um músík þarna á stofunni. Ég kannast nefnilega ágætlega við samstarfsmann hans, Samma rakara. Frúin vildi vita hverra manna ég væri. Ég sagði þeim að ég héldi að þau þekktu varla foreldra mína. Og þegar ég hafði sagt henni að ég væri sonur Stínu Halldórs og Halla málara tók Villi Valli kipp. Hann sagðist vel muna eftir Halla málara. Hann léki á klarinett, hefði lært hjá Óla. Ég man eftir því þegar ég var smákrakki að pabbi stingi einstaka sinnum upp í sig klarinetti. Mig minnir að hann hafi nú ekki getað spilað mikið. En þetta er rétt hjá Villa Villa. Pabbi lærði á klarinett hjá Óla málara. En þá var hann á fermingaraldri og hann hefur lítið sem ekkert leikið á það síðan. En hann lærði aftur á móti að mála hjá Óla og það heppnaðist betur, því karlinn hefur eiginlega ekkert starfað við annað síðan 1963.
 
mánudagur, mars 3
  Jökullinn

Veturinn sem Kalli Sighvats var organisti og tónlistarkennari í Bolungavík var ég farinn að hafa áhuga á öllu sem við kom íslensku poppi og rokki. Stóra hvíta platan með Trúbrot var til á heimilinu og Atli bróðir átti Poppbókina eftir Jens Guð. Ég lá í þessu. Kunni þessi bók utan að og sleit plötunni með endalausum hlustunum. Kalli kenndi okkur tónmennt. Ég reyndi hvað eftir annað að fá hann til að segja mér einhverjar rokksögur. Spurði hann út í það hvernig í ósköpunum Gunnari Jökli hafi dottið í hug að hætta í bresku sveitinni Syn þegar hún var á barmi heimsfrægðar (ég man alveg sérstaklega vel eftir að hafa reynt að fá hann til að segja mér eitthvað um þetta efni. En Kalli var þögull um þessi efni og sagði ófermdu barninu sem minnst. Enda hefði ég ekki skilið það.

Fyrir nokkrum árum var útvarpsþáttur um Lifun-plötu Trúbrots þar sem maður fékk að vita fleira um Jökulinn, eins og til dæmis það að hann hafi verið hugmyndasmiðurinn að baki conseptinu á Lifun og mjög virkur við lagasmíðar og útsetningar. Nýlega var svo þáttur á Rás 2 um Gunnar Jökul þar sem maður fékk einhver svör við þessu brotthvarfi hans úr Syn. Nú bendir Dr. Gunni svo á athyglisvert viðtal við stofnanda Syn þar sem hann talar um sveitina og ber Gunnari Jökli góða söguna. Hér er tengill á þetta viðtal.

Auðvitað er hægt að tengja þetta trommugoð Íslands við Bolungavík. Nema hvað.
Gunnar Jökull var skyldur Danna og Dæju á Grundunum. Mér skilst að hann hafi komið vestur til Bolungavíkur og unnið í fiski þegar hann var krakki. Bolvíkingar hafa sagt mér að þeim hafi þótt það afar sérstakt með þennan dreng að hann mátti alls ekki vinna með hnífa. Það munu hafa verið óskir um það frá foreldrum hans. Þeir vildu ekki að hann ætti það á hættu að skera sig í fingurna því hann mun hafa verið sérstaklega efnilegur harmóníkuleikari. Það er ekkert um þetta í rokkfræðunum. Hér er á ferðinni munnleg heimild frá alþýðu Bolungavíkur.
 
  Úps
Jæja, þá er maður búinn að upplifa það sem flestir, sem eitthvað hafa fengist við að skemmta fólki, hafa upplifað, a.m.k. einu sinni. Atriðið okkar Gunna virkaði ekki. Það var bæði erfitt og skelfilega leiðinlegt að misstíga sig svona. Alveg ömurleg tilfinning. Ég svaf ekki eftir þetta.

Á föstudaginn var ég hins vegar í góðu stuði. Þá fóru allir hressir heim. Ég reyni að muna eftir því þótt hitt kvöldið sæki nú meira á hugann.

Að öðru:
Ég er Víkari vikunnar á bolvíska fréttavefnum www.vikari.is
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]