Skagamenn í heimsókn

Laugdælir, nágrannar mínir, halda úti körfuboltaliði karla sem leikur einhverri deildarkeppninni hjá KKÍ. Einn vinnufélagi minn í skólanum leikur með liðinu. Í kvöld mæta þeir ÍA á Laugarvatni. Ég held að í þessu ÍA liði séu kempur sem ég lék mér við á skólalóðinni við Brekkubæ í denn. Gamlar hetjur eins og Jón Þór og Jóhannes. Kannski Heimir Fannar og Helgi Jak séu líka í liðinu? Ég veit ekki. Sennilega ekki Einar og Erlingur eða Böddi bak. Er að spá í að fara og tékka á þessu í kvöld. Sjáum til. Spáði í dag að Skaginn tæki þetta 73 - 90. Sjáum líka til með það.
Viðbót:
Laugdælir unnu leikinn. Þetta reyndist vera úrslitaleikur um sæti í 1. deild að ári. Ekki vissi ég það nú! Það var nú ekkert fullt af gömlum kempum í þessu ÍA liði. Ég þekkti bara Jón Þór og Dag Þórisson. Dagur var reyndar langbesti maður vallarins, en það dugði ekki til - Laugdælaliðið var sterkara og vann sanngjarnt.