Tilraunavefurinn
sunnudagur, mars 16
  Gargandi snilld (kannski ekki alveg - og þó)!
Ég var að hlusta á plötuna sem við skólabræðurnir úr Fjölbraut á Akranesi gerðum fyrir níu árum síðan. Hún kom mér þægilega á óvart. Hún er ágæt. Hún er reyndar ekki það sem við vildum að hún yrði. Við vildum gera plötu til að eiga heimild um Abbabb, hljómsveitina sem okkur þykir öllum ákaflega vænt um. Í allskyns vafstri í kringum hana áttum við ógleymanlegar stundir saman. Það var oft kátt á hjalla. En platan er ekkert sérstök heimild um hljómsveitina eins og hún var. Það er einhverstaðar til tónleikaupptaka sem er miklu betri heimild. Þar er allt bullið á milli laganna og það sem bullað var inni í miðjum lögum. Þar eru spunakaflar sem Davíð Þór, Gummi og Sigurþór skjóta inn í lögin okkar algjörlega óvænt -bara eitthvað sem spinnst út frá einhverju sólói eða brandara. Þar er hin rétta mynd af gríninu sem þessi tónlist okkar byggðist á. Platan hefur sum af þessum lögum en allt spontant er farið úr gríninu. Á plötunni erum við að vanda okkur við flutninginn á tónlistinni, en það var nú aldrei höfuðatriði á tónleikum í gamla daga. Platan sándar óþarflega vel. Svona getur maður verið vitur eftir á. Í fyrstu útgáfu hljómsveitarinnar lékum við á gítarana ég og Einar Viðars. Þegar Gunnar Sturla kom í bandið lék hann alltaf á gítar. Enginn okkar leikur á gítar á þessari plötu, nema í nokkrum lögum sem eru tekin upp í partíi sem við héldum í hljóðverinu. Með því að nota „góðu gítarleikarana", Einar Harðar og Erling, í allan gítarleik fengum við mjög fínan gítarleik, en það er ekki sama Abbababb og þegar við hinir strömmuðum þetta sjálfir. Eins setti mandólínleikur minn mikinn svip á bandið á tónleikum. Jafnvel þótt ég hafi lítið kunnað að nota það öðruvísi í þá daga en að slá bara hljómana. Á plötunni er mandólínið eiginlega ekkert með. En þó platan sé ekki eins og hún átti að verða finnst mér hún bara skemmtileg og ég held við getum verið ánægðir með hana.

Þeir sem eiga ekki þessa plötu geta hlaðið henni niður á Tónlist punktur is. Hún er uppseld á útgefanda. Eða það hlýtur að vera.
 
Ummæli:
ég var einmitt að hlusta á gargandi snilld plötuna sem ég á. Var einmitt að færa hana yfir á hið stafræna form í tölvunni og lét samþykkja hana í CD track names í iTunes.

Kv. Karvel Pálmason
 
Snilldarplata! Skemmtilegt að vera að vinna með tveimur af félögum þínum og leiðinlegt að þú skulir ekki vera hér enn. Viltu ekki koma bara?
Sjonni
 
Á þessa plötu til og hef alltaf haft gaman af henni. Sérstaklega Diskókónginum og Heimur versnandi fer þó textinn sé ansi mikil heimsendaspá. Man að ég keypti plötuna í Skífunni og það vildi svo skemmtilega til að sölumaðurinn var Skagamaður. Hann horfði á mig með rannsakandi augnaráði og fannst þetta mjög undarlegt val hjá mér. Hann vildi miklu frekar gauka að mér einhverjum ófrumlegum viðbjóði úr nýjustu hillunum. KJ
 
Við eigum þessa plötu og ég hlustaði mikið á hana á sínum tíma. Uppáhaldslagið mitt var "Á kvöldin er ég kona" -eflaust vegna þess hve við sungum það oft í dönskutímum hjá þér (auk auglýsingalaga og Pippe Olsen) en best fannst mér alltaf þegar við sungum það til Gunnars Más E. ;)
 
Kommentið að ofan er frá mér..
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]