Af spili (og getraun)
Af spilamennsku er það helst að frétta að á morgun verð ég að spila tvisvar á Selfossi. Eitt lokað gigg, hitt á bæjarkránni. Á föstudagskvöldið er svo ball með Bleki og byttum í Mosó. Á undan er þar einhver heljarinnar söngskemmtan þar sem hljómsveitin leikur undir í nokkrum lögum hjá karlakvartett og tenóradúett.
Svo var ég að ráða bassaleikara í tríóið mitt vegna veislu sem við verðum að spila í bráðum. Þeir tveir bassaleikarar sem ég hef getað leitað til voru uppteknir í öðru spileríi þetta kvöld. Svo ég fann varamann í djobbið. Sá var heldur nú heldur betur til í að hjálpa okkur Kristjáni Frey við að halda uppi stuðinu.
Getraun:
Hver er bassaleikarinn?

Lesendur spyrja í athugasemdadálki - ég gef vísbendingar með því að svara spurningunum með já-i eða nei-i.