Tilraunavefurinn
mánudagur, mars 3
  Jökullinn

Veturinn sem Kalli Sighvats var organisti og tónlistarkennari í Bolungavík var ég farinn að hafa áhuga á öllu sem við kom íslensku poppi og rokki. Stóra hvíta platan með Trúbrot var til á heimilinu og Atli bróðir átti Poppbókina eftir Jens Guð. Ég lá í þessu. Kunni þessi bók utan að og sleit plötunni með endalausum hlustunum. Kalli kenndi okkur tónmennt. Ég reyndi hvað eftir annað að fá hann til að segja mér einhverjar rokksögur. Spurði hann út í það hvernig í ósköpunum Gunnari Jökli hafi dottið í hug að hætta í bresku sveitinni Syn þegar hún var á barmi heimsfrægðar (ég man alveg sérstaklega vel eftir að hafa reynt að fá hann til að segja mér eitthvað um þetta efni. En Kalli var þögull um þessi efni og sagði ófermdu barninu sem minnst. Enda hefði ég ekki skilið það.

Fyrir nokkrum árum var útvarpsþáttur um Lifun-plötu Trúbrots þar sem maður fékk að vita fleira um Jökulinn, eins og til dæmis það að hann hafi verið hugmyndasmiðurinn að baki conseptinu á Lifun og mjög virkur við lagasmíðar og útsetningar. Nýlega var svo þáttur á Rás 2 um Gunnar Jökul þar sem maður fékk einhver svör við þessu brotthvarfi hans úr Syn. Nú bendir Dr. Gunni svo á athyglisvert viðtal við stofnanda Syn þar sem hann talar um sveitina og ber Gunnari Jökli góða söguna. Hér er tengill á þetta viðtal.

Auðvitað er hægt að tengja þetta trommugoð Íslands við Bolungavík. Nema hvað.
Gunnar Jökull var skyldur Danna og Dæju á Grundunum. Mér skilst að hann hafi komið vestur til Bolungavíkur og unnið í fiski þegar hann var krakki. Bolvíkingar hafa sagt mér að þeim hafi þótt það afar sérstakt með þennan dreng að hann mátti alls ekki vinna með hnífa. Það munu hafa verið óskir um það frá foreldrum hans. Þeir vildu ekki að hann ætti það á hættu að skera sig í fingurna því hann mun hafa verið sérstaklega efnilegur harmóníkuleikari. Það er ekkert um þetta í rokkfræðunum. Hér er á ferðinni munnleg heimild frá alþýðu Bolungavíkur.
 
Ummæli:
Var ekki síðasta verk Kalla Sighvats í Hólskirkju að spila við fermingu ykkar?
 
Jú, sennilega. Og hann lék rock´n roll í útspilinu. „Eitthvað fyrir krakkana."
 
Sæll Kalli.

Veturinn sem við Víkararnir vorum allir saman í Furulundinum á Akureyri, þá var ég álitinn bjáni að kaupa Lifunar diskinn. klárlega tímamóta verk í Íslenskri tónlistarsögu. Karl Sighvatsson var stór kafli í henni líka. Besti Hammondorgel leikari í heimi.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]