Tilraunavefurinn
fimmtudagur, janúar 27
  Travlt
.... mikið að gera.
 
mánudagur, janúar 24
  Veikindi
Ég hef aldrei lent í annarri eins flensu. Nú hef ég verið frá vinnu síðan á miðvikudaginn og slappur frá því á þriðjudaginn.

Krakkarnir hafa allir fengið einhvern skerf af þessu líka. Nú eru strákarnir báðir veikir en Perla María fór í leikskólann í morgun. Það er fyrsti dagurinn þar síðan miðvikudaginn 12. janúar.
 
  最新情報
Þeir sem ekki skilja þessa fyrirsögn hafa ekki sömu góðu tilfinninguna fyrir tungumálum og ég. Ég gat nefnilega komist í gegnum þetta og þess vegna get ég skrifað þessa færslu. Þegar ég opnaði bloggerinn var hann á þessu tungumáli og bað um lykilorð og aðgangsorð.

Benni Sig var Bolvíkingum til sóma í þættinum Ísland í bítið á Stöð 2 í morgun. Honum gramdist svo hvað Bolvíkingum var núið lagleysi um nasir eftir að nokkrir krakkar höfðu farið óundirbúnir og falskir í Idolið. Um þverbak keyrði svo þegar í umræddum þætti var gert myndskeið með hröðum klippingum þar sem hvert stórslysið rak annað í söng og kynningingin var sú að þetta væru Bolvíkingarnir sem hefðu mætt. Það voru sem sagt ekki bara Bolvíkingar (mér fannst þeir nú samt alveg nógu margir!). En Benna fannst að heiðri Bolvíkinga vegið í þessum þætti og skrifaði bréf sem hann sendi Stöð 2 og þar lét hann þá heyra það. Nú löngu seinna er hann svo kallaður suður til að standa fyrir máli sínu. Hann sagði í bréfinu að Bovíkingar gætu víst sungið og sannaði það í morgun fyrir þeim sem ekki vissu fyrir.

Ég fór að segja Grétu hvaða Bolvíkingar væru náskyldastir Benna Sig. Þetta var um það bil hálftíma upptalning. Ég sá að ég fylli hinn hluta hópsins. Þ.e. sá helmingur Bolvíkinga sem ekki er skyldur Karvel eða Mörtu. Aðallega er það Uppsalafólkið sem er einstaklega margt og sennilega óvenju margt af því sem ekki hefur farið frá Bolungavík. Það eru nokkrar svona familíur í Víkinni sem bara ná yfir u.þ.b. helming íbúanna. Ég nefni afkomendur systkinanna Danna og Dæju, afkomendur Möggu Guðfinns og Sigurgeirs, Einars Guðfinns og Elísabetar að ógleymdum öllum börnum þeirra Ólafs og Maríu Rögnvaldsdóttur; Helga Svana, Halli Ólafs, Mæja Ólafs, Fjóla Ólafs, Stína Ólafs, Haukur Ólafs (ég er rétt byrjaður með upptalninguna!).

 
laugardagur, janúar 22
  Listamaðurinn
Þetta ömmublogg sem hefur þann tilgang að vera fréttavefur fjölskyldunnar færir nú sjaldnast nokkrar fréttir af fjölskyldunni. Aðallega eru þetta einhverjar hugrenningar mínar um hitt og þetta og ekki neitt. Stundum skrifa ég nú fréttir af krökkunum, en Gréta mín er lítið áberandi hérna á síðunni. Hún er reyndar ekkert leið yfir því. En núna kemur pistill um listamanninn.

Þegar Gréta var í lista- og handverksskólanum á Engelsholm í Danmörku vöktu myndirnar sem hún málaði hvarvetna athygli. T.a.m. var það hálfvandræðalegt þegar skólinn hélt samsýningar nemenda á fjölförnum stöðum í nálægum bæjum að einu málverkin sem seldust voru hennar málverk - og hún seldi bara nokkuð vel og það seldust líka eftir hana verk úr gleri. Einu sinni var glerskál eftir hana stolið af sýningu í fræðslumiðstöð í Vejle. Það eru meðmæli með handverkinu. Henni var bættur skaðinn með því að skólinn splæsti á hana efninu í aðra skál. Gréta var ekki algjörlega sátt en kennarinn hennar í glerinu hvatti hana til að velja efni í þessa „miskaskál" sem hún hefði annars aldrei látið sér detta í hug að velja af því að þau voru svo dýr. Úr þessu varð hinn fallegasti gripur sem prýðir heimili okkar við hátíðleg tækifæri og fær væntanlega æðri sess þegar krakkarnir verða eldri.

Tvisvar yfir veturinn voru haldnar skólasýningar á skólanum. Í bæði skiptin hafði Gréta í nógu að snúast við að afhenda myndir og tala við fólk sem vildi sjá og heyra í listamanninum áður en það tæki málverkið sitt með sér heim. Þetta voru í flestum tilfellum foreldrar annarra nemenda. Þannig að frá árinu 1999 hafa verk eftir Grétu hangið á veggjum heimila í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Á seinni sýningunni mættu útsendarar úr nýstofnsettu galleríi sem er inni í ægilega fancy prenthönnunarfyrirtæki í miðbæ Velje. Og það varð úr að við skildum nokkrar myndir eftir hjá þessum mönnum. Þetta voru ægilega miklir töffarar en nýgræðingar í rekstri gallerísins og sýningin skilaði lítilli sölu. En þeir stóðu við allt sem samið hafði verið um og sendu myndirnar til okkar heim til Íslands. Þessir spariklæddu tískusveinar í grafíkinni hafa greinilega gert góða hluti með galleríið eftir þetta því þar er enn verið að sýna og þeir hafa í nokkur ár haldið úti heimasíðu þar sem galleríið fær sitt pláss. Það er linkur á það í fyrirsögninni hér að ofan.

Svona langar bloggfærslur nennir maður ekkert að lesa þannig að ég verð með framhaldspistil um listamanninn seinna.
 
  Af nýrri tónlist - Landnám
Ég lét verða af því um daginn þegar ég skrapp á Skagann að næla mér í plötuna hans Geirs Harðarsonar, Landnám. Hitti kappann og keypti af honum plötuna. Þessi plata kom mér skemmtilega á óvart. Hún er glettilega góð. Svo skemmtileg og lífræn eitthvað og svo íslensk. Ég er ekki frá því að pródúsjónin á þessari plötu sé einhver sú líflegasta sem vinur minn, Orri Harðarson, hefur staðið að til þessa. Algjör snilld.

Sjálfur er Geir algjört unik. Lögin hans eru einföld, grípandi, ólík hvert öðru og skemmtileg. Yrkisefnin eru fjölbreytt og áhugaverð og textarnir vel gerðir (reyndar eru í sumum textanna andk. ljótar málvillur - það læt ég fara í taugarnar á mér). Söngur Geirs er alveg fáránlegur. Hann gerir allt eins og á ekki að gera það. Hann rennir sér á tónana en nær samt sjaldnast alveg hreinum tóni. Þetta er svona raul sem er alveg hrikalega sjarmerandi. Mér finnst þessi tilgerðar- og áreynslulausi söngstíll Geirs það flottasta við plötuna.

Svo fékk ég mér skemmtilega plötu núna um daginn. Hún heitir Dansaðu fíflið þitt dansaðu.
 
sunnudagur, janúar 16
  Mæðgurnar að heiman
Við strákarnir vorum einir heima í dag. Stelpurnar fóru til Reykjavíkur. Við Hringur vroum nú bara inni í allan dag, hann er búinn að vera hálfslappur greyið. Er nú kominn með hita til viðbótar við nasakvef og hósta. Hákon fór aftur á móti í íþróttahúsið með Gabríel vini sínum og fleira fólki.

Við náðum að sjá talsvert af fótboltanum sem var í boði í sjónvarpinu og svo byrjuðum við Hákon á myndbandi sem við ætlum að gera við lag Halla og Ladda, tafist í Texas. Það eru kúrekar og indjánar úr Playmo-safni Hákonar sem fara með hlutverkin í myndbandinu. Nú svo hlustaði ég á útvarpsþáttinn Orð skulu standa klukkan rúmlega fjögur. Sem sagt rólegur dagur hjá okkur feðgum, enda svo sem ekki annað í boði miðað við heilsufar Hrings.

Góðar stundir.
 
  Myndasiðan
 
  Uppboð
Í sjónvarpinu í kvöld var jakkinn sem Pálmi Gunnarsson klæddist þegar hann söng Gleiðibankann í undankeppni Evróvision 1986 boðinn upp. Hann fór, ef ég man rétt, á sexhundruðþúsundkall. Mér datt svona í hug þegar var verið að sýna myndir af Pálma í jakkanum hvort ekki væri þess virði að borga einhverjar krónur fyrir að sjá, nú 19 árum síðar, í beinni útsendingu, hljómsveitarstjóranum, Þóri Baldurssyni, troðið í vestið sem hann klæddist við þetta sama tækifæri.
 
föstudagur, janúar 14
  Undirbúningur
Lykillinn að markmiðum manns getur oft legið í því að undirbúa sig vel. Til að ná sínu fram á fundi þar sem taka á ákvörðun um eitthvert efni getur það ráðið úrslitum að vera betur undirbúinn en aðrir sem sitja fundinn. Þessar hugleiðingar varða síðustu færslu.

Ég eyddi dágóðum tíma í að undirbúa mig fyrir fund sem haldinn var í gær. Ég var með innlegg í umræðuna, tillögur og hugmynd sem ég var búinn að vinna í og fullvissa mig um að gæti virkað sem lausn á vandanum sem upp var kominn. Hinir fundarmennirnir voru óundirbúnir. Fyrr um daginn sem fundurinn var haldinn var ég búinn að kynna hugmyndir mínar á réttum stöðum. Þannig að ég hafði meðbyr á fundinum allan tímann. Allir gengur sáttir út, nema einn, sem var fúll. En ég er sáttur og ég veit að kollegarnir eru mér þakklátir. Niðurstaða fundarins var algjörlega eins og ég hafði óskað mér að hún yrði. Og nú er ég ánægður með mig!

Á fundinum kom í ljós verulegur áherslumunur skólastjórnenda og mín á tilgang og fyrirkomulag valkennslu á unglingastigi. Það er spennandi. Annars er svo sniðugt að þegar kemur að málamiðlunum í málefni sem er fólki mikið hjartans mál þá verða einhverskonar átök. Í Grundaskóla vorum við á unglingastiginu langoftast sammála um leiðir og áherslur í kennslu og mótun skólaandans. Samt sem áður urðu átakafundir. Skiljiði: Allir á sama máli en samt var hægt að takast á. Það er margt skrítið í henni veröld! En akkúrat þetta atriði gerir það kannski að verkum að okkur tókst, eins og fyrirrennurum okkar líka, að viðhalda góðum skólaanda og halda uppi skemmtilegu skólastarfi með ánægðum nemendum.

Það er þá e.t.v. eftir allt saman þess virði að rífast um ekki neitt?
 
miðvikudagur, janúar 12
  Vinnan
Það var einhver hringlandagangur á tilhögun valsins hjá krökkunum i 9. og 10. bekk. Ég setti mig á móti því á fundi í gær, vildi halda áætlun því annað finnst mér óþægilegt fyrir kennarana sem kenna val og óréttlátt gagnvart krökkunum. Það var tekið vel í þessa athugasemd mína og á morgun verður fundur með öllum valgreinakennurunum og skólastjórunum tveimur þar sem á að ræða þessi mál. Nú er ég að undirbúa mig undir þann fund. Ég ætla að koma innlegg sem vit er í!
 
mánudagur, janúar 10
  Lögin Lögin
Á bloggsíðu Bladurs Smára, frænda míns, var þessi færsla.

„Ég fylgdi þessum leiðbeiningum...

1. Open up the music player on your computer.
2. Set it to play your entire music collection.
3. Hit the “shuffle” command.
4. Tell us the title of the next ten songs that show up (with their musicians), no matter how embarrassing. That’s right, no skipping that Carpenters tune that will totally destroy your hip credibility. It’s time for total musical honesty.
5. Write it up in your blog or journal and link back to at least a couple of the other sites where you saw this.
6. If you get the same artist twice, you may skip the second (or third, or etc.) occurances. You don’t have to, but since randomness could mean you end up with a list of ten song with five artists, you can if you’d like.

...og þetta var útkoman"

... og svo komu lögin frá Baldri.
Ég ætla líka að vera með og þetta er útkoman:

A day in the life The Beatles
Track 06 BG & Ingibjörg
Okkar fyrstu kynni Breiðbandið
Hlustið góðu vinir Diddú
U-Mass Pixies
Gun fun Risaeðlan
Alla Turka Rússíbanar
Hver eltir hvern? Steini spil
Lag 06 Túpilakar
Mellow yellow Donovan
 
  Mála mála mála
Ég fór að hjálpa Halldóru systur á laugardaginn. Þau Örvar voru að kaupa íbúð í Hafnarfirði og pabbi var að mála fyrir þau. Og ég fór sem sagt á laugardaginn og lagði hönd á plóginn. Atli var þarna líka og hefur verið að hjálpa til alla helgina. Þetta er stór íbúð í gamalli blokk á fínum stað í bænum. Halldóra ætlar að fara í skóla, Snyrtiskólann, og Örvar fer að vinna á bílaverkstæðinu sem hann vann á þegar hann var að læra bifvélavirkjun.

Það var ágætt að taka aðeins í málningarverkfærin aftur. Ég var mikið á rúllunni og þegar ég vaknaði á sunnudagsmorgun fann ég fyrir því í handleggjunum hvað ég hafði verið að gera daginn áður. Svona er nú formið á manni!

 
miðvikudagur, janúar 5
  Blóð upp um alla veggi í bílskúrnum
Það fylgir því að búa í sveit að þar er nábýið við náttúruna og blessuð dýrin meira en í bæjunum. Það kom t.d. á daginn í gær og svo aftur í dag. Í fyrsta sinn á ævinni (eða ég man í það minnsta ekki betur) veiddi ég mús. Þessari mús mætti ég í þvottahúsinu í gærmorgun og taldi mig svo hafa náð henni ofan í pizzukassa inni í bílskúr og hent henni út. En til öryggis keypti ég músafellu í Bjarnabúð og egndi fyrir kvikindinu. Nú í morgun var svo músin komin í felluna, rétt hékk í henni á annarri framlöppinni. Þetta hafði því greinilega ekki gengið í gær með pizzukasann. Það var því fyrsta verk dagsins í dag að lóga greyinu. Til þess þurfti ég fyrst að safna kjarki, svo að ná í Hákon til að halda í höndina á einhverjum óhræddum á meðan ég fremdi þetta grimmdarverk. Síðan sótti ég hamar og ......

Mér þótti þetta sóðalegt og alls ekki gaman. Ég lærði svo snyrtilegri aðferð við þetta í dag; að henda fellunni með músinni í einfaldlega í vatnsfötu og bíða svo smástund!

Þetta ævintýri mitt þótti fólkinu ekkert merkilegt þegar ég var að segja frá því í gær og í dag. Hvort sem það eru börn eða fullorðnir þá virðast allir hafa meir reynslu af veiðiskap af þessu tagi en ég. Ég ætla nú samt að vona að ég þurfi ekki að fara að standa í þessu í allan vetur.
 
  Þessi mynd var tekin undir flugeldasprengingum Bolvíkinga um áramótin

Áramót
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Þetta eru sætustu stelpurnar í sveitinni. Perla María & Gréta.
 
mánudagur, janúar 3
  Komin heim (Ferðasaga)
Lagt var af stað um leið og fréttir höfðu borist af því að vegurinn um Ísafjarðardjúp væri orðinn fær, en þó ekki fyrr en Sigurgeir Jóhanns var búinn að riðja snjóinn af Holtastígnum. Þetta var um tvöleytið. Ferðin gekk vel inn í Mjóafjörð en þá vöknuðu krakkarnir og við tóku pissustopp og bleijuskiptingar með jöfnu millibili. Við náðum ekki komast yfir Steingrímsfjarðarheiði fyrr en orðið var dimmt. Þá var farið að bæta í vind og farið að skafa svolítið yfir veginn. En við vorum í Hólmavík um kvöldmatarleytið og fengum okkur vegasjoppumat. Framhald ferðarinnar var svipað. Dimmt og veðrið að versna. Ég þakkaði nokkrum sinnum mínum sæla fyrir að við skyldum ekki hafa verið á ferðinni klukkutíma síðar og að við vorum að aka suður en ekki vestur. Þá hefði Ennishálsinn orðið okkur erfiður.

Í Norðurárdal í Borgarfirði voru dimm él en við sluppum alltaf við alvöruveður, alveg þangaði til á Kjalarnesi. Þar var blindbylur og óöryggir ökumenn að lalla eftir veginum. Í Grafarvogi rákumst við lika á unga ökumenn sem höfðu stöðvað bílana á miðjum veginum og voru augljóslega búnir að gefast upp, settu bara viðvörunarljósin á og biðu (sjálfsagt eftir því að pabbi kæmi og bjargaði þeim úr ógöngunum).

Við ákváðuðm að fresta síðasta áfanga ferðarinnar til morguns og fara í björtu yfir Hellisheiði. Fengum gistingu hjá Perlu Maríu. Í morgun var svo lögreglan búin að vara fólk við að fara Hellisheiði þannig að við fórum Þrengslaveginn. Sú ferð gekk vel en þa ðvar þungfært upp frá Reykjavík og að Litlu kaffistofunni eða þar um bil. Svo var færið barasta gott þangað til leggurinn Þrastalundur - Reykholt tók við með svívirðilegri hálku og hvassviðri. En við komumst þó heim að lokum án þess að lenda í nokkurm vandræðum vegna veðurs eða færðar. Málið er bara að flýta sér ekki, aka eftir aðstæðum og fylgjast með fréttum af færðinni.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]