Tilraunavefurinn
mánudagur, janúar 24
  最新情報
Þeir sem ekki skilja þessa fyrirsögn hafa ekki sömu góðu tilfinninguna fyrir tungumálum og ég. Ég gat nefnilega komist í gegnum þetta og þess vegna get ég skrifað þessa færslu. Þegar ég opnaði bloggerinn var hann á þessu tungumáli og bað um lykilorð og aðgangsorð.

Benni Sig var Bolvíkingum til sóma í þættinum Ísland í bítið á Stöð 2 í morgun. Honum gramdist svo hvað Bolvíkingum var núið lagleysi um nasir eftir að nokkrir krakkar höfðu farið óundirbúnir og falskir í Idolið. Um þverbak keyrði svo þegar í umræddum þætti var gert myndskeið með hröðum klippingum þar sem hvert stórslysið rak annað í söng og kynningingin var sú að þetta væru Bolvíkingarnir sem hefðu mætt. Það voru sem sagt ekki bara Bolvíkingar (mér fannst þeir nú samt alveg nógu margir!). En Benna fannst að heiðri Bolvíkinga vegið í þessum þætti og skrifaði bréf sem hann sendi Stöð 2 og þar lét hann þá heyra það. Nú löngu seinna er hann svo kallaður suður til að standa fyrir máli sínu. Hann sagði í bréfinu að Bovíkingar gætu víst sungið og sannaði það í morgun fyrir þeim sem ekki vissu fyrir.

Ég fór að segja Grétu hvaða Bolvíkingar væru náskyldastir Benna Sig. Þetta var um það bil hálftíma upptalning. Ég sá að ég fylli hinn hluta hópsins. Þ.e. sá helmingur Bolvíkinga sem ekki er skyldur Karvel eða Mörtu. Aðallega er það Uppsalafólkið sem er einstaklega margt og sennilega óvenju margt af því sem ekki hefur farið frá Bolungavík. Það eru nokkrar svona familíur í Víkinni sem bara ná yfir u.þ.b. helming íbúanna. Ég nefni afkomendur systkinanna Danna og Dæju, afkomendur Möggu Guðfinns og Sigurgeirs, Einars Guðfinns og Elísabetar að ógleymdum öllum börnum þeirra Ólafs og Maríu Rögnvaldsdóttur; Helga Svana, Halli Ólafs, Mæja Ólafs, Fjóla Ólafs, Stína Ólafs, Haukur Ólafs (ég er rétt byrjaður með upptalninguna!).

 
Ummæli:
emm. thank you for this text
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]