Tilraunavefurinn
laugardagur, janúar 22
  Listamaðurinn
Þetta ömmublogg sem hefur þann tilgang að vera fréttavefur fjölskyldunnar færir nú sjaldnast nokkrar fréttir af fjölskyldunni. Aðallega eru þetta einhverjar hugrenningar mínar um hitt og þetta og ekki neitt. Stundum skrifa ég nú fréttir af krökkunum, en Gréta mín er lítið áberandi hérna á síðunni. Hún er reyndar ekkert leið yfir því. En núna kemur pistill um listamanninn.

Þegar Gréta var í lista- og handverksskólanum á Engelsholm í Danmörku vöktu myndirnar sem hún málaði hvarvetna athygli. T.a.m. var það hálfvandræðalegt þegar skólinn hélt samsýningar nemenda á fjölförnum stöðum í nálægum bæjum að einu málverkin sem seldust voru hennar málverk - og hún seldi bara nokkuð vel og það seldust líka eftir hana verk úr gleri. Einu sinni var glerskál eftir hana stolið af sýningu í fræðslumiðstöð í Vejle. Það eru meðmæli með handverkinu. Henni var bættur skaðinn með því að skólinn splæsti á hana efninu í aðra skál. Gréta var ekki algjörlega sátt en kennarinn hennar í glerinu hvatti hana til að velja efni í þessa „miskaskál" sem hún hefði annars aldrei látið sér detta í hug að velja af því að þau voru svo dýr. Úr þessu varð hinn fallegasti gripur sem prýðir heimili okkar við hátíðleg tækifæri og fær væntanlega æðri sess þegar krakkarnir verða eldri.

Tvisvar yfir veturinn voru haldnar skólasýningar á skólanum. Í bæði skiptin hafði Gréta í nógu að snúast við að afhenda myndir og tala við fólk sem vildi sjá og heyra í listamanninum áður en það tæki málverkið sitt með sér heim. Þetta voru í flestum tilfellum foreldrar annarra nemenda. Þannig að frá árinu 1999 hafa verk eftir Grétu hangið á veggjum heimila í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Á seinni sýningunni mættu útsendarar úr nýstofnsettu galleríi sem er inni í ægilega fancy prenthönnunarfyrirtæki í miðbæ Velje. Og það varð úr að við skildum nokkrar myndir eftir hjá þessum mönnum. Þetta voru ægilega miklir töffarar en nýgræðingar í rekstri gallerísins og sýningin skilaði lítilli sölu. En þeir stóðu við allt sem samið hafði verið um og sendu myndirnar til okkar heim til Íslands. Þessir spariklæddu tískusveinar í grafíkinni hafa greinilega gert góða hluti með galleríið eftir þetta því þar er enn verið að sýna og þeir hafa í nokkur ár haldið úti heimasíðu þar sem galleríið fær sitt pláss. Það er linkur á það í fyrirsögninni hér að ofan.

Svona langar bloggfærslur nennir maður ekkert að lesa þannig að ég verð með framhaldspistil um listamanninn seinna.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]