Tilraunavefurinn
mánudagur, október 30
  Aðeins meira að prófkjöri SF i NV.
Gutti hafði þetta. Hann á eftir að reynast drjúgur á þinginu. Gunnar Sturla og Flosi gerðu óð um hann þegar hann varð fimmtugur þar sem sungið var að Gutti væri góður drengur. Þau orð eiga vel við hann.
Ég gleymdi einum í gær þegar ég var að skrifa um fólkið á listanum sem ég hef haft kynni af. Einnum kynntist ég lítillega en hef síðan ekki hitt hann. Það er presturinn.

Kalli Matt var sóknarprestur á Ísó þegar ég var í ræðuliði Menntaskólans 1989. Hann hjálpaði okkur í liðinu að búa okkur undir efnið „Er djöfullinn til?". Hann leiddi okkur í gegnum þá staði í Biblíunni þar sem við gátum notað. Kalli var mjög skemmtilegur. Mig minnir að í liðinu með mér hafi verið þau Vigdís Jakobs, Margrét (man ekki meir) og Jón Yngvi.
 
  Who?
Ég var að komast að því að fyrir Suðurkjördæmi eru einhverjir menn á þingi sem heita Jón Gunnarsson og Kjartan Ólafsson. Ég er ekki grínast með það en ég held að ég hafi aldrei heyrt þá tjá sig um nokkurn hlut hvorki í fréttum né umræðuþáttum í +utvarpi eða sjónvarpi, ekki í blöðunum og ekki minnist þess ekki að hafa séð þeim bregða fyrir á mannamótum sem ég hef sótt hér sunnanlands. Svo sé ég bara núna að þeir eru að óska eftir umboði til að sitja áfram á þingi. Það má vel vera að þeir hafi verið duglegir á þinginu, en ég hef engar forsendur til að vita nokkuð um það. Þeir sjást ekki og það heryist ekkert frá þeim. Þeir hljóta að hafa valið sér rangt starf.
 
sunnudagur, október 29
  Gutti og Sveinn eru i framboði
Ég er þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin Grænt framboð hafa þá kosti fram yfir aðra stjórnmálaflokka á Íslandi að kjósendur þeirra geta alltaf verið vissir um það fyrir hvað þeir standa í meginatriðum. Ég vil hafa hlutina á hreinu og styð þess vegna VG. Ég get nú samt haft gaman af því sem þeir segja sumir fulltrúar hinna flokkanna og líst stundum bara þokkalega á þá sem fulltrúa á þjóðþinginu. Það væri ekki merkilega samkoma ef allir væru þar sömu skoðunar um öll mál.

Nú þekki ég ágætlega tvo menn sem eru í framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæminu. Það eru þeir Guðbjartur Hannesson og Sveinn Kristinsson. Sveinn vill fá 1. sætið en Gutti sækist eftir 1.-2. sæti.

Þetta er toppmenn. Gutti hefur framúrskarandi stjórnunarhæfileika og hefur á síðustu árum verið að sækja sér þekkingu á sviði fjármálastjórnunar, sem mun nýtast honum í pólitíkinni. Sveinn er maður fólksins. Hann hefur mjög ríka réttlætiskennd, er mælskur og ósérhlífinn þegar kemur að starfi í þágu almennings. Því hef ég kynnst þegar ég hef verið á heimili hans og séð hann vera að undirbúa sig eða redda einhverjum málum í símanum. Báðir hafa þeir reynslu af sveitarstjórnarmálum og hafa setið í stjórnum stórra fyrirtækja og stofnana. Ég er viss um að þeir geta báðir orðið frambærilegir fulltrúar á Alþingi. Ekki spillir fyrir að þetta eru traustir menn og bráðskemmtilegir, hvor á sinn hátt.

Svo sé ég að gamall félagi af heimavistinni í MÍ, Benni Bjarna, er líka í bframboði. Hann þekki ég ekki eins vel og þá hina. En ég man vel að Benna var lagið að halda manni á snakki langt fram á nótt. Hann var ræðinn og skemmtilegur strákur.
 
laugardagur, október 28
  Fangakórinn
Hefði diskurinn okkar Hilmars farið illa í fólk og það ekki keypt hann af okkur hefðum við lent illa í því. Við vorum farnir að kvíða því að lenda e.t.v á Hrauninu í skuldafangelsi. En Hilmar var fljótur að sjá jákvæða hlið á því. Þá fengjum við nefnilega að syngja í fangakórnum hjá séra Gunnari Björnssyni. Það er örugglega stuð í þeim félagsskap.

Finnst ykkur það ekki flott hjá Gunnsa presti að láta fangana syngja í kór? Það finnst mér. Það er ekkert nema mannbætandi að syngja, og þá sérstaklega í kór.
 
  Dagbók
Dagurinn byrjaði vel.

Og þannig leið hann áfram um stund. Ég vann eitthvert verðmætasta góðverk sem ég hef unnið um dagana. Það vann ég í þágu Ungmennafélagsins í Bolungavík. Ég læt það vera að svo stöddu að skýra nánar í hverju góðverkið fólst. En læt þess þó getið að það tengist Koníakssulli og Ópalsnafssumbli á frænda mínum á Spáni.

Svo fór ég á kóræfingu og söng á skemmtun í Aratungu. Og mér tókst að koma út fjórtán geisladiskum á einu bretti. Hjúkk!
 
föstudagur, október 27
  Það sem eg vildi sagt hafa
Þá loksins ég er með á plötu sem kemur út hjá stóru útgáfufyrirtæki og fer í einhverja alvöru dreifingu, geri ég ekkert af því sem ég hef verið að fást við í tengslum við músík síðustu tuttugu árin. Ég syng ekki, spila ekki á mandólín og leik ekki á munnhörpu. Ég spila reyndar á kassagítar (hef nú gert nokkuð af því um dagana). Þannig er að í dag kom út hjá Senu platan Pældu í því sem pælandi er í, þar sem hinir ýmsu tónlistarmenn votta Megasi virðingu sína og flytja lög eftir hann. Það geri ég líka. Ég útset eitt laganna, tek það upp og hljóðblanda í félagi við annan mann.

Á þessu tiltekna lagi er mikill heimilisbragur. Við vorum bara tveir að vinna það að mestu, ég og vinur minn, organistinn. Þegar þannig er verður svo skemmtilegt að ganga í þau störf sjálfur sem manni finnst að þurfi að vinna til að koma laginu í viðeigandi búning. Eins og þeir vita sem þekkja mig hef ég mjög gaman af slíku. Ég þurfti reyndar að gefa mér ansi góðan tíma í sumt. En útkomuna er ég ákaflega sáttur við. Já, í þessu lagi spila ég á banjó og á rafmagnsgítar með slide-hólki. Ég leik meira að segja orgellínur. Okkur fannst það hæfa að klaufinn semdi og léki sumar orgellínurnar en fagmaðurinn aðrar.

Þetta er lagið Heilræðavísur af fyrstu Megasarplötunni. Í textanum gefur barn manískri móður sinni heilræði. Í okkar útgáfu er undirleikurinn borinn uppi af rafmagnspíanói sem Hilmar Örn spilar þungt og jafnt og reglulega og léttum og lifandi trommuleik Sigtryggs Baldurssonar. Söngkonan er 15 ára stelpa héðan úr Biskupstungum, María Sól. Hún syngur þetta æðislega vel og tekst að koma innihaldi textans sannfærandi til skila. Svo eru gítar- og banjómotta yfir þessu og söngraddir, orgel og slide-gítar til skrauts.

Mikið rosalega er ég stoltur af því að þetta lag sé með á þessari plötu.
 
fimmtudagur, október 26
 
Megas
 
  Sigtið með Frimanni Gunnarssyni
Ég hef lengi ætlað að lýsa yfir ánægju minni með sjánvarpsþáttinn Sigtið með Frímanni Gunnarssyni sem er sýndur á Skjá einum. Þið vitið, þátturinn með leikurunum Halldóri Gylfasyni, Friðriki Friðrikssyni og Gunnari Hanssyni. Mér finnst það skemmtilegur þáttur og persónan Frímann alveg stórkostlega skrifuð. Það sem er fyndnast við gæjann er yfirleitt það sem ekki er sagt og ekki er sýnt, heldur liggur það svona ósagt. Það finnst mér gaman. Ég fæ á tilfinnunguna að ég einn hafi skilið djókinn - að ég fatti hvað höfundarnir hafi verið að fara - en ekki þið hin. Auðvitað veit ég alveg að það ná þessu langflestir, en mér líður bara samt svona og mér finnst það ægilega notalegt. Ég vona að vinur minn, Gunnar Sturla, sjái þetta í Danmörku. Mig grunar að honum líki þessi húmor.

Í þeim félagsskap sem ég er í hef ég aldrei heyrt nokkurn mann minnast á þennan þátt einu orði. Er þetta kannski að fara fram hjá fólki? Eða finnst engum þetta sniðugt nema mér?

Ný þáttaröð fer í gang í kvöld. Ég er alveg búin undir að hún verði glötuð. Það er svo dæmigert með svona vel heppnað projekt. Nú verður húmorinn í kringum karakterinn sjálfsagt gegnsærri og verður þar með orðinn of glataður til að vera eitthvað sniðugur. Sjáum til.

Ég mun taka Frímann Gunnarsson fram yfir Hermann Gunnarsson í kvöld.
 
þriðjudagur, október 24
  Hákon á Vitateigi 4

Hákon á Vitateigi 4
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Vegna samanburðarrannsóknar Heiðurúnar.
 
  Draumadjobbið
Einhver kona sem ég þekki ekki en bloggar mikið er að mæra Bændablaðið á bloggi sínu, Henni finnst þetta blað svo gott og vel skrifað. Svo tekur hún það fram að hún sjái eftir að hafa ekki sótt um blaðamannsstarfið sem þar var auglýst síðastliðinn vetur. Þessa færslu hennar má lesa með því að smella á fyrirsögnina hér að ofan.

Ég fæ bændablaðið í póstkassann hjá mér. Þar sá ég þessa auglýsingu þegar auglýst var eftir blaðamanninum. Atli bróðir sá hana líka. Hann er svo mikill áhugamaður um búskap og tækni í landbúnaði að hann les auðvitað þetta blað. Atli hvatti mig til að sækja um blaðamannsstöðuna. Hann var algjörlega búinn að gera sér í hugarlund í hverju þetta starf fælist. „Hugsaðu þér", sagði hann. „Að aka á milli bæja, drekka kaffi og háma í sig brúnkökur!"
 
  Gubb og dans

Voðalega slappur
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Perla María er farin í leikskólann og Hákon í tíma í 4.- og 5. bekk. Gréta er inni í skúr að vinna - það dynja á okkur hamarshöggin og högg úr heftibyssunni. Hún er greinilega að berja saman blindramma og strekkja á þá striga. Við Hringur erum hérna frammi á ganginum að ná okkur niður eftir hamaganginn sem fylgir því að koma Perlu Maríu og Hákoni af stað í skólana. Ég var að ganga frá í eldhúsinu og setja þvottavélina af stað.

Hringur er búinn að vera lasinn í nótt og í morgun. Hann er með ælupest. Nú liggur hann með sleikjó í sófanum og hreyfir hvorki legg né lið. Alveg búinn á því eftir síðusta krampa. Ég ætla að vera heima með honum í dag.

Eldri krakkarnir munu sýna dans seinna í dag. Það er að ljúka dansnámskeiði sem þau hafa sótt síðustu vikurnar. Ég missi af því.
 
  Nagladekkin
Þá er bíllinn kominn á negld dekk. Dekkin sem voru undir honum voru svo algjörlega búin að ég mátti teljast heppinn að komast vestur í Mosfellsbæ til að láta skipta. Það hafði þurft að bæta lofti í tvö dekkjanna daglega síðustu daga, það reyndust vera myndarleg göt á þeim báðum. En þetta slapp til og nú eru góð dekk undir bílnum. Svona dekkjaumgangur kostar drjúgan skilding. Jafnvel þótt skipt sé við menn innan fjölskyldunnar og afsláttur veittur. En það verður að hafa það. Maður ekur með dýrmætan farm - dekkin þurfa að vera í lagi.
 
laugardagur, október 21
  Bolvíkingar á vegi mínum
Það kemur náttúrulega fyrir að maður hitti Bolvíkinga á förnum vegi.

Á landsleiknum um daginn hitti ég rétt sem snöggvast bræðurna Þóri og Arnar Heiðarssyni og lika Aron þeirra Þórarins og Lindu. Þá sá ég líka tilsýndar frænku mína, Ingibjörgu Snjólaugu, og pabba hennar, Jóa Hákonar.

Í dag hitti ég svo Drífu og Kristján Jón. Indælisfólk. Kristján er náttúrulega úr næsta húsi við mig í Víkinni. Ég man reyndar ekkert eftir honum þar. En hann var svona fyrirmynd okkar sem vorum í fótbolta í gamla daga. Fastur fyrir en alltaf hress. Svo fór hann að spila á gítar. Ég var nú aldrei neitt með honum í þannig félagsskap, eða alla vega hefur það verið eitthvað ákaflega takmarkað.
 
föstudagur, október 20
  Kynslóðir koma, kynslóðir fara
Elstu börnin sem ég hef kennt í grunnskóla eru fædd 1981. Magnús Már, Gussi, Pétur og Pétur, Stefanía og þeir krakkar allir. Þau voru þá í 7. bekk sem ég kenndi tónmennt í Bolungavík hálfan veturinn 1994. Þann vetur vann ég líka í félagsmiðstöðinni og þar voru elstu krakkarnir fæddir 1978, fimm árum yngri en ég sjálfur. Krakkarnir sem eru fæddir 1982 kenndi ég íslensku þegar þau voru í 10. bekk. Það voru Elmar og Þröstur, Karvel, Jónína og Hulda, Helena, Jóna Rún, Lilja, Magnús, Heba, Halldór Vals og þau. Þau yngstu sem ég kenni nú eru í 1. bekk. Það eru börn fædd 2000.

Hefði ég alltaf kennt við sama skólann væri ég sjálfsagt að fara að byrja að taka við annarri kynslóð nemenda. Helga Svana sagði mér að hún hefði náð fjórum kynslóðum Bolvíkinga. Það voru Marta og Karvel, Stína, Sólveig og dóttir hennar (sem mér finnst að eigi að heita Kristín Gréta).
 
  Bakvörður
Frá árinu 2000 til 2004 fylgdist ég rosalega vel með fótbolta. Ég fór á völlinn að sjá ÍA leika og horfði svolítið á bolta í sjónvarpinu líka. Það hefur dregið gríðarlega úr þessu hjá mér. Allavega er það þannig núna að ég fylgist svo til ekki neitt með boltanum. Á þessum árum þegar ég var duglegur að fara á völlinn átti ég mér uppáhaldsleikmenn sem mér þótti gaman að sjá spila eða sá eitthvað í þeim sem mér fannst spennandi að fylgjast með hvernig þróaðist hjá þeim. Í hópi þeirra leikmanna er Ray Jónsson sem lék með Grindavík. Mér fannst hann einn skemmtilegasti bakvörðurinn í deildinni. Mér tókst nú aldrei að fá félaga mína á Skaganum til taka undir það með að hann væri góður leikmaður. En þeir eru náttúrulega þannig að þeim þykir enginn góður nema hann spili með ÍA. En núna stendur til að þessi bakvörður úr Grindavík fari í KR. Það hefur þá einhver annar en ég tekið eftir því góða í þessum leikmanni. Loksins.
 
fimmtudagur, október 19
  Ég er lánsamur maður

Gréta
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.

 
miðvikudagur, október 18
  Brynjolfur
Nú er verið að taka upp Brynjólfsmessu Gunnars Þórðarsonar, sem var fumflutt sl. vetur. Þarna performera þrír kirkjukórar, litil sinfóníuhljómsveit og tveir einsöngvarar. Þarna syngjum við í Skálholtskórnum. Svo verður þetta tekið upp fyrir sjónvarp á sunnudaginn og sýnt á RÚV um jólin.
 
mánudagur, október 16
  Gigg
Spilerí á Geysi á laugardaginn. Þetta var svolítið sérstakt. ég var að spila dinnermúsík, eins og ég hef stundum gert þar áður. Nema að nú var ég einn og sat bara og spilaði á gítarinn, raulaði með og ef það var gott grúv í gangi lengdi ég bara lögin og spilaði langa kafla á munnhörpu eða bara á gítarinn, ef ég réð við það í því lagi. Með þessu móti gat ég leikið mér að öllum uppáhaldslögunum mínum. Það voru engar ómaríur! En giggið á fimmtudagskvöldið á Selfossi var nánast alveg eins. Bara mjög gaman.

En reyndar var hópur frá fyrirtæki að skemmta sér þarna á Geysi sem vildi fá mig í að spila meira. Ég samdi bara við þá um það sérstaklega og tók viðbótarklukkutíma.

Það verður spennandi að sjá hvort þessi tvö trúbadorkvöld hjá mér séu upphaf á einhverju meiru. Það er aldrei að vita. Þetta voru alla vega fín gigg. En ég hef líka gott af því að spila dinnerprógrammið sem við Hilmar höfum verið með því þá þjálfa ég mig svo mikið í nótnalestri í leiðinni.
 
sunnudagur, október 15
  Gott mál
Ég var einu sinni beðinn að þýða unglingabók úr dönsku. Þegar ég sagði útgefandanum að ég efaðist um að ég væri nægilega góður í dönsku til að treysta mér í það sagði hann að það skipti engu máli - ég þyrfti að bara að vera góður í íslensku. Mér datt þetta svona í hug þegar ég las þetta á www.fotbolti.net.

„Sá síðari, Carlo, held ég hafa verið afleiðing af því hvernig hann féll í grasið, en sá fyrri, sem Petr er, ég er ekki viss um hvort hann sé kaþolikki, en hann er heppinn að vera á lífi. Mér fannst það slæmt. Hraði markvarðarins er hann renndi sér á vellinum og hnéð sem kom af krafti, það eru mismunandi áttir, maður getur ímyndað sér afleiðingar þess. Fyrir mér var þetta til skammar."
 
  Happy friends

Ég var að vafra um Vefinn í gær og fór að njósna um fólk í gamla vinahópnum frá því ég var í fjölbraut á Skaganum. Heimsótti meðal annars síður þessara kvenna. Það hafði ég ekki gert áður. Ég tók þessa mynd af síðu Kiddu. Sjáið hvað þær eru ánægðar með lífið. Það er frábært að vita af því að fólki sem manni þykir vænt um líður vel. Ég hef grunsemdir um hvernig stendur á þessari hamingju hjá annarri skvísunni. Svanfríður Þóra er nýorðin móðir í fyrsta sinn. En ég hef ekki hugmynd um hvers vegna Kristín Þórhalla er svona ofboðslega hamingjusöm.
 
laugardagur, október 14
  Besög
Muggi og Dóra voru að fara héðan.
Alltaf gaman að fá heimsókn frá ættingjum.
 
  Upptökur #2
Hérna eru reyndar þessar upptökur frá klezmerhljómsveitinni. Þetta er tekið upp á mini disk tæki úti í sal. Gæðin eru eftir því. En það er fínn stemmari í þessu.
 
  Hlustið a upptökur
Þið munið e.t.v. einhver eftir þív að í fyrravetur sagði ég hér frá lagi og texta sem ég og Ingólfur gerðum um skólastjórahjónin í Víkinni og fluttum á skemmtun í skólanum. Þá tók ég þetta lag upp, því ég mundi það vel. Nú er ég búinn að setja það á vefinn, þar sem það verður alla vega í smástund. Gjöriðisvovel. Svo eru þarna líka upptökur frá því ég var að spila klezmertónlist í fyrra.
 
föstudagur, október 13
  Trubador
Ég var að spila á kaffihús/krá á Selfossi í gærkvöldi. Í þetta skiptið var ég einn. Var með nýja kassagítarinn og spilaði á hann og á munnhörpu og söng með. Svona spilaði ég mikið þegar ég var í kringum tvítugt, en svo einhvernveginn hef ég ekki sinnt þessu síðan. Nú er ég búinn að vera lengi að safna að mér lögum og æfa mig svolítið fyrir einmitt svona spilerí og það var bara kærkomið að spila loksins og syngja aleinn. Mér fannst þetta bara gaman og held að mér hafi tekist vel upp.

Það var svolítið öðruvísi að koma heim eftir giggið í gær heldur en af Bárunni í gamla daga. Þetta er sko reyklaus krá sem ég spilaði á þannig að ég var góður í röddinni allt kvöldið, djúpu gítarstrengirnir eru enn eins og nýir, munnhörpurnar lykta ekki af gömum reyk og gallabuxurnar þurftu ekkert að fara í þvottavélina.

Svo verð ég aftur að spila einn annað kvöld á Hótel Geysi.
 
fimmtudagur, október 12
  Landsbyggðarlúðar
VIð landsbyggðarlúðarnir, ég og Hákon og Gabríel, vinur Hákonar, fórum á landsleikinn í gær. Mér leið barasta ágætlega með að vera sveitalubbi þegar ég leit yfir hóp Íslendinganna inni á vellinum. Þar voru Skagamenn og Hafnfirðingar, Stöðfirðingur, Siglfirðingur, Eyjamaður, einn úr Reykjavík og svo fyrirliðinn sem ólst upp í Belgíu og Reykjavík. Á bekknum var svo Eskfirðingur, Keflvíkingur og Héraðsbúi.

Sveitalubbar, við erum greinilega bestir!

Mér leist best á Hafnfirðingana þrjá í gær. Þeir Emil og Hannes voru njög ógnandi og duglegir og Arnar Viðarsson veit greinilega út á hvað þetta gengur. Hann staðsetur sig vel og spilar fyrir liðið. Hann passar upp á að stoppa í götin sem myndast þegar varnarmaður hefur farið úr stöðunni sinni og hann er fastur fyrir. Sendingar hans eru reyndar ekki allar jafngóðar. Því miður. En miðjumaður sem spilar svona eins og hann gerði í gær fær aldrei að njóta sín í sjónvarpinu. Sjónvarpsvélarnar elta boltann og en þeir vinna mestu vinnuna þar sem boltinn er ekki. Óheppni að ná ekki jafntefli í leiknum.
 
sunnudagur, október 8
  Að eiga góða að
ALVEG á ég nú aldeilis frábæra foreldra. Haldiði að þeir hafi ekki komið til mín að vestan til að gæta barnanna minna svo ég gæti farið í veislu og spilað á balli. Gréta er sko í útlöndum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mamma og pabbi leggja á sig þetta rúmlega 500 km ferðalag í bíl til að koma og vera með barnabörnunum. Og það sem meira er - þau buðu mér þetta að fyrra bragði.

Ég er glaður, börnin eru sæl.
 
  Gaman, gaman!
Það eru ekki leiðindin hjá okkur hérna í sveitinni. Nú var uppáhaldstónlistarmaðurinn minn gestasöngvari á balli hjá okkur í Bleki & byttum á Eyrarbakka í gær. Það var reglulega gaman. Ég þekki lögin hans vel þannig að það var lítið mál að spila þetta vel.
 
  Pólitíkin
Ég er að fylgjast með þætti Egils Helgasonar á Stöð 2 um stjórnmál á Íslandi. Mér skilst að þetta sé fyrsti þáttur vetrarins. Í upphafi þáttarins las Egill pistil sem var nokkuð góður. Já, góður get ég alveg sagt þótt mér heyrist hann nú vera á annarri línu en ég í pólitíkinni. Það skiptir engu máli. Hjá honum í dag er fólk sem hefur boðð sig fram til setu á Alþingi. Þarna sitja Guðlaugur Þór, Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Harðar og Kristrún Heimisdóttir (svo bættust í hópinn Guðfinna HR-rektor og Róbert Marshall.

Það er tvennt sem einna helst vekur athygli mína við málflutning þeirra. Annað er það að tal þess er innihaldsrýrt. Það segir ekkert. Það notar frasa og kemur sér í aðalatriðum hjá því að svara spurningum sem beint er til þess. Hitt er meira skemmtilegt. En það er að það má greina á áherslum fólksins að að einhverju leyti hafa flokkarnir lagt línurnar um það hvernig frambjóðendur eiga að tala í þætti eins og þessum og hvers konar spurningum það eigi að beina að öðrum frambjóðendum, um mismunandi efni eftir því úr hvaða flokki sá er sem spurningunni er beint til. Þetta er eins og töflufundi fyrir fótboltaleik. Þjálfarinn bendir á veikleika hjá liði andstæðinganna og samræmir aðgerðir um að herja á þá þar sem þeir eru veikastir fyrir. Ég spái því að í næstu viku munum við heyra hvaða vörnum flokkarnir ætla að beita. Sennilega átti ekki að segja mikið í dag. Það á eftir að samræma varnaráætlunina. Það þykir ótraustvekjandi að það heyrist mismunandi raddir frá fólkinu innan sama flokksins. Eins og það sé eitthvað óeðlilegt við það þótt fólk sé ekki sömu skoðunar um alla hluti þótt því finnist því eiga saman um meginatriði. Furðulegt.

Ég vona að umræðan verði á hærra plani í vetur.
 
miðvikudagur, október 4
  Vöxtur
Ættgarðurinn stækkar, nú á Ísafirði.
 
  Nýr meðlimur
Ég var að ganga í Tónmenntakennarafélagið. Ég var að kynna nýja diskinn á aðalfundi félagsins og skráði mig í félagið í leiðinni. Það er um að gera að koma sér í samband við fólkið í faginu sem hefur meiri reynslu á þessu sviði en ég. Kynningunni var ágætlega tekið. Ég vona að hún verði til þess að hreyfa við einhverjum og þeir fari að fást óhræddir við upptökur í starfi sínu í skólunum.
 
  Af takmörkuðum bíóáhuga
Af því að ég les pistla manns sem kallar sig Síðuhaldara sem birtast óreglulega á vefsvæðinu www.bolviskastalid.blogspot.com veit ég núna að fyrsta Star Wars myndin var gerð árið 1977. Ég er lítill bíómaður og aldrei hef ég séð Star Wars mynd og einhverra hluta vegna hef ég engan áhuga á því. Mig minnir að ég hafi séð eitthvert brot úr einni myndinni og leist ekki meira en svo á að mig langar ekkert að sjá meira.

Gunni vinur minn nennir að horfa á bíó. Hann lánaði mér einu sinni einhverja mynd sem heitir Matrix og var alveg sannfærður um að ég myndi fíla þetta. Hann sagði að myndin væri stútfull af Biblíutilvísunum og fleiru áhugaverðu. Ég tolldi við tækið í tíu mínútur þá gat ég ekki annað en slökkt á þessari fjárans vitleysu. Ég fór stundum á bíó þegar ég var í MÍ. Meðal þeirra mynda sem ég sá í Alþýðuhúsinu á Ísafirði var The hunt of the Red October. Það er mynd sem gerist um borð í kafbáti. Þar er niðamyrkur og ég sem hafði borgað mig inn í húsið til að upplifa sjónrænt listaverk. Glatað! Mér þykja myndir sem gerast í myrkri ofboðslega leiðinlegar.
 
mánudagur, október 2
  Svana & Hinn íslenski alþýðukvartett
Svana í London var að gefa komment. VIð höfum nú ekki hist mikið hin síðari ár. En hérna í den tid vorum við góðir vinir. VIð vorum söngvarar í hljómsveit sem kom einu sinni fram. Það var í félagsheimilinu Rein á Akranesi. Þessi hljómsveit hét Hinn íslenski alþýðukvartett. Hana skipuðu auk okkar Svönu, Orri og Hrannar (ha ha ha!).

Svo sungum við Svana einu sinni saman í sjónvarpinu. Og í leikriti í FVA lékum við mæðgin.
 
sunnudagur, október 1
  Hljómsveitanöfn aftur
Mér hefur ekki tekist að stinga upp á brilljant hljómsveitarnafni þegar ég hef tekið þátt í að finna nafn á hljómsveit. En ég hef samt verið í Abbababb og Bleki & byttum og það þykja mér flott hljómsveitanöfn og ákaflega mikið við hæfi. Það var Keli í Túnfæti sem á nafnið Blek & byttur. Hann var trommari í rakkbandinu Gaddavír þegar hann var ungur maður. Svo þegar mikið magn af smygluðum pólskum vodka fór í umferð á börum Reykjavíkur og var kallaður Gaddavír fékk hljómsveitin ekki að spila í Klúbbnum nema hún myndi skipta um nafn. Það mátti ekki bendla staðinn við smyglvarninginn! Eftir það hét bandið Moldrok. Þá var auglýst í blöðunum: „Moldrok þyrlast upp í Klúbbnum!" Þetta eru góð nöfn. Það var Einar Viðars sem fann Abbababb nafnið í Slangurorðabókinni. Ég held að það sé fyrsta orðið í þeirri merku bók.
 
  Hljómsveitanöfn í Bolungavík
Ég hef séð á síðu Bolvíkinganna, www.vikari.is að hljómsveitin Grjóthrun í Hólshreppi hefur tekið þar til starfa. Þetta er fínt hljómsveitarnafn. Fyrri sveitir í Víkinni hafa heitið hinum ýmsu nöfnum, sumum skemmtilegum, öðrum ekki eins góðum. Eða hvað finnst ykkur?

Víkurbandið
KAN
M.A.O.
Prótein
Power (þær hafa reyndar verið til margar og víða með þessu nafni - þetta stendur oft á mögnurunum)
Blanda
Mímósa
Kraftaverk
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]