Happy friends

Ég var að vafra um Vefinn í gær og fór að njósna um fólk í gamla vinahópnum frá því ég var í fjölbraut á Skaganum. Heimsótti meðal annars síður þessara kvenna. Það hafði ég ekki gert áður. Ég tók þessa mynd af síðu Kiddu. Sjáið hvað þær eru ánægðar með lífið. Það er frábært að vita af því að fólki sem manni þykir vænt um líður vel. Ég hef grunsemdir um hvernig stendur á þessari hamingju hjá annarri skvísunni. Svanfríður Þóra er nýorðin móðir í fyrsta sinn. En ég hef ekki hugmynd um hvers vegna Kristín Þórhalla er svona ofboðslega hamingjusöm.