Tilraunavefurinn
föstudagur, október 27
  Það sem eg vildi sagt hafa
Þá loksins ég er með á plötu sem kemur út hjá stóru útgáfufyrirtæki og fer í einhverja alvöru dreifingu, geri ég ekkert af því sem ég hef verið að fást við í tengslum við músík síðustu tuttugu árin. Ég syng ekki, spila ekki á mandólín og leik ekki á munnhörpu. Ég spila reyndar á kassagítar (hef nú gert nokkuð af því um dagana). Þannig er að í dag kom út hjá Senu platan Pældu í því sem pælandi er í, þar sem hinir ýmsu tónlistarmenn votta Megasi virðingu sína og flytja lög eftir hann. Það geri ég líka. Ég útset eitt laganna, tek það upp og hljóðblanda í félagi við annan mann.

Á þessu tiltekna lagi er mikill heimilisbragur. Við vorum bara tveir að vinna það að mestu, ég og vinur minn, organistinn. Þegar þannig er verður svo skemmtilegt að ganga í þau störf sjálfur sem manni finnst að þurfi að vinna til að koma laginu í viðeigandi búning. Eins og þeir vita sem þekkja mig hef ég mjög gaman af slíku. Ég þurfti reyndar að gefa mér ansi góðan tíma í sumt. En útkomuna er ég ákaflega sáttur við. Já, í þessu lagi spila ég á banjó og á rafmagnsgítar með slide-hólki. Ég leik meira að segja orgellínur. Okkur fannst það hæfa að klaufinn semdi og léki sumar orgellínurnar en fagmaðurinn aðrar.

Þetta er lagið Heilræðavísur af fyrstu Megasarplötunni. Í textanum gefur barn manískri móður sinni heilræði. Í okkar útgáfu er undirleikurinn borinn uppi af rafmagnspíanói sem Hilmar Örn spilar þungt og jafnt og reglulega og léttum og lifandi trommuleik Sigtryggs Baldurssonar. Söngkonan er 15 ára stelpa héðan úr Biskupstungum, María Sól. Hún syngur þetta æðislega vel og tekst að koma innihaldi textans sannfærandi til skila. Svo eru gítar- og banjómotta yfir þessu og söngraddir, orgel og slide-gítar til skrauts.

Mikið rosalega er ég stoltur af því að þetta lag sé með á þessari plötu.
 
Ummæli:
Til hamingju með þetta Kalli minn! Það verður spennandi að heyra þetta!!;o)
 
Þú ert nú væntanlega búin að heyra þetta. Lag númer 3 á Kammerpoppinu sjáðu til.
 
til hamingju með þetta
 
Uppáhaldslagið hjá okkur mæðgum á leiðinni á leikskólann. Það er spilað í botni og sungið með. Þrælflott lag.
 
Já, auðvitað!!! Var ekki alveg að kveikja;o)

Ferlega skemmtilega útsett. Glæsilegt og til hamingju!!!
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]