Tilraunavefurinn
föstudagur, október 31
  Hver er Skagamaðurinn?
Til að gleðja Heiðrúnu og Halla (og aðra Skagamenn - ef einhverjir eru ennþá í lesendahópnum) ætla ég að hafa hér nýjan lið. Eða öllu heldur lið sem ekki hefur verið boðið upp á mánuðum saman. Þetta er liðurinn Hver er Skagamaðurinn.

Ég hitti Skagamann. Við tókumst í hendur úti á bílastæðinu við Bónusverslunina á Akureyri, heilsuðumst og þökkuðum hvor öðrum fyrir síðast. Það er ekki nema rúmur mánuður síðan við hittumst við skemmtilegt tækifæri. Þessi maður á nokkra bræður og eina systur, að ég held. Þau eru alin upp í næsta nágrenni við Heiðargerðið þar sem ég bjó. Öll eru þau eldri en ég. Aðeins kannast ég við hann og yngsta bróður hans. Systur hans, mág hans og systurdóttur þekki ég aðeins betur, en enn betur þekki ég þó systurson hans sem býr nú í útlöndum.
 
  Ritningin/Pistillinn
Í Gamla testamentinu er bók sem heitir Daníelsbók. Ætli hún sé ekki í Spámannaritunum. Í henni segir meðal annars af Daníel og þremur vinum hans, sem bæði voru af konungsættinni og af höfðingjum Ísraelsþjóðarinnar. Sagan af þeim er sama sagan og sögð er í leikritunu um Latabæ, því fyrra. Lærdómurinn sem hægt er að draga af sögunni er þessi: Það er bæði hott og gott að neyta grænmetis og vatns og þjálfa líkamann vel.

Þannig var að þegar konungurinn í Babýlon, Núbúkadnesar nokkur, hertók Jerúsalem vildi hann sjá til þess að fólkið, sem hann þó þyrmdi, myndi tileinka sér hvers konar vísindi og fróðleik, eins og bókmenntir og tungu Kaldea. Því valdi hann Daníel og þessa vini hans til að setjast á skólabekk og lét kenna þeim þetta allt saman svo þeir gætu komið þekkingunni áfram til landa sinna. Þeir fengu toppkennslu og aðbúnaður þeirra var allur hinn frábærasti. Og meðal annars fengu þeir að éta og drekka það sama og borið var á borð konungsins. Þannig skyldi það vera á hverjum degi.

Daníel hafði lært það sem ungir drengur að trú hans leyfði ekki að hann neytti hvaða matar sem væri. Þess vegna vildi hann ekki éta þessar fínu kræsingar frá kónginum. Honum tókst með kænsku að fá tilsjónarmanninn sem gætti þeirra félaganna til að gefa þeim aðeins grænmeti og vatn í 10 daga. Að þeim tíma liðnum átti svo að kanna hvort þeir væru verr haldnir en þeir sem fengu kræsingar konungsins.

Eftir góða reynsu af þessari tilraun var ákveðið að þessi fjórir ungu herramenn fengju einungis grænmeti (eða kálmeti eins og það er kallað í textanum í Biblíunni) og vatn að borða þann tíma sem þeir áttu að vera í þessari námsvist hjá konungi, en þetta var þriggja ára nám.

Að náminu loknu kom svo á daginn að einmitt þessir fjórir piltar voru ekki bara sætastir og best á sig komnir. Heldur voru þeir líka kunnáttumeiri, vitrari, tíu sinnum fremri smásagnamenn og særingamenn og hæfari til allra verka en hinir gaurarnir sem voru með þeim í þessu námi.
 
þriðjudagur, október 28
  Perla María á tónleikum
Stund á milli stríða hjá stjórnandanum.
 
föstudagur, október 24
  Hver er Vikarinn?
Hún á hálfbróður og eina systur. Fór alltaf í göngur í Víkinni og er húsmæðraskólagengin.
Hver er maðurinn?
 
  Áhugavert!?
Gummi tefldi Kóngsindverjann á móti Evróðumeistara einstaklinga, Zdenko Kozul. Upp kom staða þar sem Gummi fórnaði manni fyrir sókn á kóngsvæng. Gummi var með betra en víxlaði leikjum á krítísku augnabliki og endaði með að tapa. Halldór Grétar yfirspilaði sinn andstæðing, en missti af mannsvinningi í restina og stórmeistarinn prísaði sig sælan að ná að fórna hróki og ná þráskák.

Af vef Taflfélags Bolungavíkur
 
  Ólíkindakvikindi
Hákoni heyrist grábröndóttur köttur sem býr hér í næsta raðhúsi við okkar vera segja halló þegar hann mjálmar.
 
laugardagur, október 18
  Sumir tónlistarmenn skemmta sér í einrúmi
Hver vegna fær þessi náungi engan til að vera með sér í hljómsveit?
 
  David Krakauer
Mér skilst að David Krakauer sé einn albesti klarinettuleikari í heiminum í dag. Hér hefur hann komist í kynni við úkraínska lúðrasveit og fær þá til að taka með sér einhvern standard. Sjáið hvað það er gaman hjá þeim. Það getur verið ofboðslega skemmtilegt að vera innan um tónlistarmenn þegar þeir eru nokkrir saman og vilja skemmta sér og leika sér með tónlistina. Þetta er eitthvað til að koma mönnum í gott skap. David Krakauer er dökkhærði klarinettuleikarinn. Þess má geta að Hjörtur Hjartarson á Selfossi hefur oft sótt kennslustundir hjá þessum náunga og væntanlega séð hann og heyrt við aðstæður sem þessar einhverntíma.
 
  Danilo Brido
Danilo Brodo var að kenna á námskeiðinu sem ég sótti í USA sl. sumar. Þetta er ótrúleg færni sem þeir búa yfir þessir menn þarna í henni Brasilíu. Ótrúleg færni!
 
  Hákon í handboltanum

Hákon er farinn að æfa handbolta. Hér er mynd sem Halldóra föðursystir hans tók af honum í dag þar sem hann var að keppa í Garðabæ.
 
  Viðbrögð
Ritningarlestur dagsins (styttur og umorðaður)

Maður er nefndur Elkana....

.. Elkana átti tvær konur. Hét önnur Hanna, en hin Peninna. Peninna átti börn, en Hanna átti engin börn.

Framvinda þessarar sögu er þannig að Hanna biður guð um að gefa sér son og lofar því að þann son muni hún færa prestunum í musterinu í borginni Síló til að þar geti hann alist upp og helgað líf sitt guði. Prestur að nafni Elí blessar Hönnu og viti menn, hún verður loksins loksins með barni og fæðir son sem hún nefnir Samúel. Samúel færir hún Elí og vex og dafnar.

Þegar Samúel er enn barn að aldri velur guð hann til að vera málpípa sín. Hann velst af guði til að tala hans máli til Ísraelsþjóðarinnar. Og þetta svínvirkaði. Hans fyrsta verk var að segja fólkina að það þyrfti engan konung, en fólkið tók ekki mark á því. En það treysti honum aftur á móti til þess að koma því áleiðis hvern guð vildi fá fyrir konung. Guð gaf Samúel hint í spjalli og bætti svo um betur og hjálpaði Samúel að sýna fólkinu valið, m.a. með hlutkesti. Þannig varð Sál konungur Ísraels.


Predikun dagsins

Ég var að velta því fyrir mér hvern guð myndi velja til að tala í gegnum til íslensku þjóðarinnar? Ætli það yrði útvarpsstjórinn? Hann hefur tök á að ná eyrum margra. Eða e.t.v. yrði það forsætisráðherrann eða forsetinn.

Hvernig ætli þjóðin myndi bregðast við ef einhver þeirra tilkynnti henni að drottinn hefði talað við hann og nú hefði hann skilaboð að færa þjóðinni frá sjálfum guði?
 
fimmtudagur, október 16
  Færsla um fótboltamenn
Ekki fór leikurinn 3-3 heldur 1-0. Það var nú betra.

Mig langar aðeins að tjá mig um leikmenn liðsins og það hvernig mér fannst þeir standa sig í gær. Fyrst er þó rétt að taka það fram að ég sá leikinn bara í sjónvarpinu og á skjánum sér maður nú ekki nema brot af leiknum og því sem leikmenn eru að gera í leiknum. Þannig er það nú bara. Að fara á völlinn er miklu áhrifameira. Sem dæmi getur Brynjar Björn, miðvallaleikmaður landsliðsins, aldrei neitt þegar maður er að horfa á hann í sjónvarpinu en þegar maður er á vellinum finnst manni hann alla jafna standa sig best allra. Þvílikur vinnuhestur. En í sjónvarpinu sjáum við hann bara þegar hann hefur boltann og það vill nú þannig til með hann að sendingar hans eru Akkelesarhællinn í leik hans.

Einhver blaðamaður ritar í íþróttasíðu Fréttablaðsins um þennan leik og mér líkaði ekki það sem hann skrifaði um leikmennina. Til dæmis ekki það að Eiður Smári hafi ekkert getað í leiknum. Ekki ógnað neitt og hann fær lægstu einkunn íslensku leikmannanna. Það finnst mér nú ekki sanngjarnt af honum þótt Eiður hafi svo sem leikið betur. Það stóð nefnilega stöðug ógn af honum. Makedónarnir voru skíthræddir við hann og höfðu svo góðar gætur á honum að með því að draga sig út á vinstri kantinn tókst Eiði Smára að mynda heilmikið pláss fyrir miðju vallarins fyrir aðra sóknarmenn liðsins að athafna sig á. Að mörgu öðru leyti fannst mér Eiður Smári standa sig vel í leiknum.

Fréttablaðsmaðurinn gefur Hermanni Hreiðarssyni háa einkunn. Það finnst mér einkennilegt. Auðvitað er hann nautsterkur og er með hugarfar sem er alveg hreint til fyrirmyndar en hún er óþolandi þessi árátta hans að vera í tíma og ótíma að rjúka úr stöðunni sinni og skilja eftir holu í miðri vörn Ísands þar sem hann á að vera. Sérstaklega á þetta við þegar hann rýkur upp með boltann því oftar en ekki endar það með því að hann ætlar sér um of og boltinn er unnin auðveldlega af honum. Hinn miðvörðurinn var hins vegar ofboðslega góður.

Kristján Örn hefur leikið landsleik eftir landsleik þar sem hann hefur staðið sig gríðarlega vel (nú langar mig að segja að hann hafi ekki stigið feilspor en það á ekki við því í leik um daginn renndi hann sér skriðtæklingu inn í teig þegar engin hætta var á ferðum og straujaði niður andstæðing með þeim afleiðingum að vítaspyrna var réttilega dæmd á okkar lið), En annars hefur Kristján Örn verið frábær í lengri tíma og það er með ólíkindum að þessi fljóti og sterki varnarmaður skuli vera að spila í norsku deildinni en ekki í Þýskalandi, Englandi eða Ítalíu.

Þá var blaðamaður Fréttablaðsins ekki hrifinn af leik Indriða vinstri bakvarðar. Ég gat ekki betur séð en að Indriði hafi nauðugur viljugur tekið að sér það hlutverk að stoppa í götin sem Hermann skildi eftir sig þegar hann rauk hvað eftir annað út úr vörninni. Þess vegna dró hann sig innarlega í varnarlínuna og við það opnaðist svæðið lengst úti vinstra megin og Emil vængmaður þurfti þá að koma og detta niður í þá holu. Það gerði hann, en við það lokaðist sú sóknarleið að sækja hratt upp vinstri vænginn.

Birkir hægri vængmaður var stórhættulegur. Blaðimanni Fréttablaðsins fannst hann svo slakur að hann ætti ekki skilið að vera í landsliðshópnum. Kannski var hann lítið í boltanum en hann er gríðarlega fljótur og hann skapaði hættu tvisvar til þrisvar sinnum. Og svo má ekki gleyma því að hann kann orðið að verjast og það er ágætt að sem flestir leikmenn liðsins okkar séu færir um það.

Stefán Gísla var góður í fyrri hálfleik en slakari í þeim síðari. Mig langaði mikið að sjá Arnór Smárason í leiknum í gær en mér varð ekki að ósk minni. Ég get samt alveg sætt mig við það því skiptingarnar hjá þjálfara liðsins gengu upp og skiluðu örugglega því sem þær áttu að skila. Ég bíð bara aðeins lengur eftir því að sjá strákinn í landsleik.

Það er orðið langt síðan ég skrifaði um fótbolta.
 
miðvikudagur, október 15
  Landsleikurinn
Nú er rúmur hálftími í leik.
Ég spái því að leikurinn fari 3-3 og að mörk Íslands skori Eiður Smári, Veigar Páll og Arnór.
 
föstudagur, október 10
  Systir mín og ég

Systir mín var í brúðkaupsveislu þar sem ég var að spila um daginn. Þá var þessi mynd tekin af okkur.
 
  Karl gefur ekki kost á sér
Karl Hallgrímsson, fyrrverandi varamaður í 3. deildarliði UMFB í Bolungavík, miðvallarleikmaður í Reyni frá Hnífsdal, fyrrverandi fyrirliði í Seríu 5 liði Fire Höje Idrætsforening á Mið-Jótlandi og síðast leikmaður utandeildarliðsins Biskups sem leikur í Sunnlensku deildinni, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í landslið karla í knattspyrnu á þessu ári. Ástæðurnar segir Karl vera persónulegar og hyggst hann ekki gefa þær uppi. Yfirlýsing þessa efnis var send landsliðsnefnd KSÍ fyrr í þessari viku. Forystumenn KSÍ eru gríðarlega vonsviknir með þessa ákvörðun Karls en Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hafði lagt ríka áherslu á að fá Karl í leikina nú í október. Kristján Jónsson, íþróttafréttaritari, sagði í samtali við Tilraunavefinn að honum kæmi þessi ákvörðun Karls ekki á óvart. Hann hefði ekki leikið knattspyrnu í rúm átta ár. Og þótt hann hefði leikið fáeina leiki í sunnlensku utandeildinni í hitteðfyrra og staðið sig þokkalega, þá hefði hann staðið inni í miðjuhringnum lungann úr leikjunum og hvorki haft þrek til að sækja né verjast með liðsfélögunum. „Kalli á ekki að vera í þessu liði. Ég skil ekkert í Ólafi að leggja þessa ofuráherslu á að fá hann í þessa leiki í haust. Maðurinn er akfeitur og hefur þar fyrir utan aldrei getað neitt í fótbolta. Hann hefði orðið að athlægi."

Karl er annar leikmaðurinn í þessari viku sem tilkynnir að hann gefi ekki kost á sér í landsliðið. Fyrr í vikunni tilkynnti annar varamaður, Höskuldur Eiríksson úr FH, að hann gæfi ekki kost á sér í þessa leiki. Á skrifstofu KSÍ hefur verið sett sólarhringsvakt við tölvu og faxtæki því búist er við að fleiri varamenn sendi tilkynningu um að þeir gefi ekki kost á sér í þessa leiki.
 
miðvikudagur, október 8
  Hnífsdælingur með derring!
Voru allir Víkarar búnir að taka eftir skotinu sem helvítið hann Bragi Valdimar var að skjóta á okkur hér?
 
þriðjudagur, október 7
  Pabbi í heimsfréttunum
 
mánudagur, október 6
  Hver er Víkarinn? (2. vísbending)
Jæja, mamma kom annarri vísbendingunni að.
Þessi kona er frænka mín.
Ein systra hennar er eldri en hún sjálf. Sú er jafngömul Bjarna, elsta barnabarni föðurforeldra móður minnar.
Yngsta systir Víkarans sem hér er spurt um er hins vegar jafngömul Kristjáni, sem er elsta barnabarn föðurforeldra minna.

Hver er Víkarinn?
 
sunnudagur, október 5
  Hver er Víkarinn?
Þessi verður erfiður. Nú eiga ungir lesendur síðunnar ekki séns í að leysa gátuna. Ég hitti nefnilega konu í morgun sem hefur ekki búið í Víkinni síðan einhverntíma um að fyrir nítjánhundruðogsjötíu. Ég hef samt oft hitt hana í Víkinni. Hún er töluvert eldri en ég og hún á þrjár systur og einn bróður. Þótt hún hafi verið á Akureyri í morgun býr hún samt ekki þar og ekki heldur á höfuðborgarsvæðinu. Ég man eftir bróður hennar í smíðavinnu hjá Jóni Friðgeir og mér finnst eins og ég muni eftir yngstu systurinni í sumarvinnu í Íshúsinu. Nú eru þessi systkini öll löngu flutt úr Víkinni og foreldrar þeirra búa þar ekki heldur. Síðust til að flytjast í burtu var móðir hennar. Hún flutti suður fyrir 15 - 20 árum. Móðir hennar lést fyrir fáeinum árum en mun lengra er síðan faðir hennar féll frá. Ég sé í íslendingabók að konan sem ég spyr um hefur gifst manni sínum í júlí 1971.

Hver er Víkarinn?
 
laugardagur, október 4
  Farðu að blogga
Mamma segir mér að fara nú að blogga. Og frá hverju á ég að segja.
Það er nú það.

Ég rataði inn á síðu Egils Helgasonar á Eyjunni. Þar kemur hann með nokkrar hugmyndir um hvað stjórnvöld gætu reynt að gera til að bjarga þjóðinni út úr þeim þrengingum sem búið er að koma henni í. Það var góð lesning fyrir rata eins og mig. Ég hef ekkert vit á þessu. En mér sýnist þó að ég hafi sloppið sæmilega út úr þessu veseni. Ég keypti mér íbúð með lánum frá Íbúðarlánasjóði og Lífeyrissjóði ríkisins. Þar kom enginn banki nærri. Ég á enga peninga í bankanum og skulda ekkert í útlendri mynt, ja, nema helvítis bíldrusluna. En það eru nú smámunir miðað við þá sem skulda heilu íbúðirnar, bíl og jafnvel eitthvað enn meira. Það var nú freistandi á sínum tíma að hlaupa til að færa skuldir sínar til þegar bankarnir lögðu fyrir okkur öll gylliboðin með 4,15-4,25% vöxtunum. En ég gerði ekkert þá. Og það var líka eins gott.

Egill segir þetta vera kostina sem stjórnvöld hafa um að velja: http://eyjan.is/silfuregils/2008/10/02/hvad-er-til-rada/#comments, og það er fullt af fólki sem leggur orð í belg hjá honum. Það er flott að fá þessar hugmyndir en mér sýnist að fyrir okkur grænu kommana sé (eins og yfirleitt myndu sjálfsagt einhverjir segja) ekkert af þessu sem kæmi til greina. Kannski verðum við að fórna einhverjum prinsippum til að leggjast á sömu árar og hinir til að leysa vandann sem þessir frjálshyggjumenn eru búnir að koma okkur í. En svo þarf náttúrulega að kjósa nýtt fólk í næstu kosningum. Fólk sem fer aðrar leiðir við að stjórna þessu. Nú megið þið alveg endurtaka það sem þið segið alltaf að vinstri menn séu ekki færir um að stýra fjármálum landsins, það hafi þeir sýnt einhverntíma fyrir mitt minni. En nú er orðið ljóst að hægri menn geta það ekki heldur svo það er kominn tími til að hleypa vinstri mönnunum að og sjá hvort ekki fáist skárri niðurstaða en sú sem við búum við í dag. Alveg treysti ég þeim til þess.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]